Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. maí 2009 Prenta

Samráðsfundur sveitarfélaga um efnahagsvandann.

Frá Norðurfirði,þar sem skrifstofa Árneshrepps er til húsa.
Frá Norðurfirði,þar sem skrifstofa Árneshrepps er til húsa.
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. apríl sl. var samþykkt að boða fulltrúa sveitarfélaga á samráðsfund þar sem fjallað yrði um rekstrarvanda sveitarfélaga og leiðir til hagræðingar í rekstri þeirra.

Nú hefur verið ákveðið að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 13:30 á Grand Hóteli í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag og hver landshlutasamtök sveitarfélaga sendi að jafnaði 1-2 fulltrúa á fundinn.

Fundurinn verður jafnframt sendur út á netinu og geta þeir sem ekki hafa tök á að sækja fundinn fylgst með honum á samskipta- og upplýsingavef sambandsins - http://www.samband.is/. Hægt verður að senda fyrirspurnir og innlegg á fundinn á netfangið ingibjorg@samband.is meðan á fundinum stendur.

Á fundinum mun formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda þeirra og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.

Þátttaka á fundinum tilkynnist á netfangið sigridur@samband.is sem fyrst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
Vefumsjón