Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2009 Prenta

Snerpa.ehf fagnar í dag 15 ára afmæli sínu.

Húsnæði Snerpu ehf að Mánagötu 6 á Ísafirði.Mynd Bæjarins besta.
Húsnæði Snerpu ehf að Mánagötu 6 á Ísafirði.Mynd Bæjarins besta.
1 af 2
Þann 25 nóvember voru komin 15 ár síðan Snerpa ehf hóf starfsemi á Ísafirði. Í tilefni þess var starfsmönnum boðið upp á rjómatertu og heitann rétt í kaffinu. Er þetta aðeins byrjunin á fagnaðarlátunum, en í dag föstudaginn 27 nóvember mun verða smá húllum hæ hjá þeim að Mánagötu 6 á milli kl 15:00 og 17:00. Verður boðið upp á pylsur frá hinum margrómaða pyslusala, Hermanni Grétari Jónssyni, en hann mun mæta með heilann pylsuvagn  fyrir utan húsnæði Snerpu að Mánagötu 6 og gefa gestum Snerpu pylsu að eigin vali. Einnig verður opið hús hjá þeim í Snerpu og verður þar hægt að skoða húsakynnin og starfsemina nánar.
Snerpa hannaði vefinn www.litlihjalli.it.is ásamt mörgum öðrum vefum og eru þetta allt frábærlega hannaðir vefir.
Litli-Hjalli vill nota tækifærið og óska fyrirtækinu,eigendum og starfsfólki til hamingju með þennan stóráfanga,og þakkar um leið fyrir frábær samskipti.
Vefur Snerpu er www.snerpa.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
Vefumsjón