Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2014 Prenta

Snjóflóð í Urðunum.

Snjóflóðið í Urðunum.
Snjóflóðið í Urðunum.
1 af 2

Mokað var innansveitar í morgun Gjögur-Norðurfjörður,en það snjóaði talsvert í gær. En þegar Jón G Guðjónsson póstur fór norður til Norðurfjarðar og ætlaði að sækja póstinn og vörur fyrir skólann komst hann ekki nema að Stórukleyfarbrekku,en þar hafði fallið snjóflóð rétt eftir að snjómoksturstæki Vegagerðarinnar fór þar um. Jón hringdi strax í mokstursmanninn sem kom fljótt og mokaði flóðið. Þetta var nú ekki stórt snjóflóð,svona um tveir og áttatíu metrar að hæð í efri kanti vegar og um þriggja metra breitt og náði yfir veg og fór þar talsverð spýja fram af. Oft fellur snjóflóð úr gilinu þarna fyrir ofan,en nokkur snjósöfnun hefur verið í gær þarna uppi í gilinu og einnig sunnudaginn 2.mars,síðan snögghlýnaði í morgun og allt farið á stað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Úr sal.Gestir
Vefumsjón