Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. maí 2006 Prenta

Söfnun á brotajárni.

Bílhræ og járnarusl.(myndin hræðileg).
Bílhræ og járnarusl.(myndin hræðileg).
Samkvæmt auglýsingu frá Sorpsamlagi Strandasýslu til ábúenda í Árneshreppi,mun verða viðamikil söfnun á brotajárni,bílhræ þar með og allt brotajárn ónytt þakjárn og fleyra.
Ábúendur í Árneshreppi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að losa sig við brotajárn og þessháttar því í framtíðinni verður tekið gjald fyrir þessa þjónustu hjá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Söfnunin fer sennilega ekki á stað fyrr enn um mánaðarmót júní júlí.
Þeir sem vilja losa sig við gamallt járnarusl eru hvattir til að hafa samband við Láru Jónsdóttur hjá Sorpsamlaginu í síðasta lagi föstudaginn 2 júní í síma 4513510.
Hér með er mynd af bílhræum og öðru járnarusli,olítönkum ónýtum búvélum og mörgu öðru járnarusli.Mikið væri gott að losna við þetta drasl og fegra umhverfið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Veggir feldir 19-06-2008.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
Vefumsjón