Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. febrúar 2013 Prenta

Spurningakeppni átthagafélaganna 2013.

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir, keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir, keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Þá er komið að því!  Spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) hefst 28. febrúar. 

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars.  Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl.   Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00.  Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið
Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
Vefumsjón