Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015 Prenta

Svavar Knútur á Mölinni.

Svavar Knútur í Djúpavík.
Svavar Knútur í Djúpavík.

Laugardagskvöldið 11. apríl rúllar tónleikaröðin Mölin á Drangsnesi enn af stað. Nú eftir hlé síðan í janúar og verður að þessu sinni gerð önnur tilraun til að koma Svavari Knúti á Drangsnes. Veðurguðirnir eru farnir að hegða sér ögn skikkanlegar en í desember en við krossleggjum engu að síður fingur og vonum að allt gangi upp í þetta skiptið.
Flateyringinn Svavar Knút þarf varla að kynna fyrir fólki. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna með einlægri og glaðhlakkalegri framkomu, einstakri söngrödd og vel smíðaðri tónlist. Svavar Knútur hefur vanið komur sínar á Strandir um nokkurt skeið og m.a. haldið tónleika á Hólmavík og í Djúpavík en heldur á laugardaginn sína fyrstu tónleika á Drangsnesi.

Tónleikarnir fara að venju fram á Malarkaffi og hefjast kl.21:30. Húsið opnar hálftíma fyrr og verður barinn opinn áfram að tónleikum loknum.


Miðaverð er 2000 kr.

Tónleikaröðin Mölin hóf göngu sína haustið 2012. Tónleikar Svavars Knúts eru fjórtándu tónleikarnir í röðinni. Nánari upplýsingar veitir Björn Kristjánsson í S:8645854.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
Vefumsjón