Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. september 2010 Prenta

Vantar sjálfboðaliða í smalamennsku.

Litla réttin í Veiðileysu.
Litla réttin í Veiðileysu.
Á fimmtudaginn 16 september verða bændur að smala fé á eyðibýlunum frá Kolbeinsvík og Birgisvík sem er syðsti afréttur Árneshrepps,reyndar er farið allt til Kaldbaksvíkur,og fé rekið í litla rétt sem er í Veiðileysu.
Fénu er síðan keyrt heim á tún bænda.

Enn á föstudaginn 17 september er smalað frá Veiðileysu og kringum kamb að Kleifará og fé rekið til Kjósarréttar.

Þetta eru ekki skylduleitir því engar skipulagðar leitir eru innan eða sunnan Kleifará,því væru sjálfboðaliðar vel þegnir þessa daga.
Það má hafa samband við bændur í Árneshreppi eða oddvita hreppsins.

Skipulagða leitin er síðan á leitardaginn laugardaginn 18.september,þegar leitað verður frá Naustvíkurgili í Norðri og frá Kleifará í suðri og réttað í Kjósarrétt við Reykjarfjörð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
Vefumsjón