Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. október 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15.til 22.okt 2012.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Mánudaginn 15. Valt bíll á Barðastrandarvegi í Ósafirði,inn af Patreksfirði. Bifreiðin hafnaði út í sjó. Ökumaður og farþegi komust sjálfir út úr bílnum. Ökumaður var fluttur á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Bifreiðin var flutt af vettvangi með krana. Ástæða óhappsins var hálka . Þá varð annað minniháttar óhapp á Patreksfirði án meiðsla. Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,tveir á Skutulsfjarðarbraut og einn á Hnífsdalsvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 101 km/klst,þar sem leyfilegur hámarshraði er 80 km/klst. Aðfaranótt sunnudags barst tilkynning til lögreglu um að hjólaskóflu væri ekið um Túngötu á Ísafirði. Lögregla kom síðan að hjólaskóflunni,þar sem hún stóð í gangi við verslunarmiðstöðina Neista,en sá sem ók vélinni var á bak og burt. Við frekari skoðun kom í ljós að vélin hafði verið tekin af vinnusvæði við sjúkrahúsið á Ísafirði. Við rannsókn málsins barst grunur að ákveðum aðila,sem var handtekinn og við yfirheyrslu viðkenndi hann verknaðinn,málið telst því upplýst. Varðandi innbrot á lögreglustöðina á Ísafirði og þjófnað í framhaldi, vísast í fréttatilkynningu þar um og telst málið upplýst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2018 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón