Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. nóvember 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. nóv til 15. nóvember 2010.

Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.
Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglu. Tvær bílveltur önnur á Súðavíkurhlíð og hin á Djúpvegi við Hólmavík. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum, en talsvert eignartjón. Þá var tilkynnt um eitt minni háttar óhapp á Ísafirði.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð. Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða þeirra. Tíðarfar í vikunni hefur verið rysjótt og færð eftir því.

Hvetur því lögregla vegfarendur að aka með tilliti til þess og fara varlega.

Aðfaranótt s.l. föstudags var tilkynnt um reyk í íbúð á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði. Lögregla og slökkvilið kölluð á vettvang.  Þar hafði gleymst pottur á eldavél. Íbúa í íbúðinni varð ekki meint af, en slökkvilið reykræsti íbúðina og stigagang. Litlar sem engar skemmdur urðu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Söngur.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Togari á vesturleið í hafís.
Vefumsjón