Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2013 Prenta

Vikan hjá Lögregunni á Vestfjörðum 17. til 24. júní 2013.

Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Þriðjudaginn 18. júní valt bíll á þjóðvegi 60 í Dýrafirði við Gemlufallsheiði. Ökumaður var einn í bílnum og slapp án teljandi meiðsla,en fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Sunnudaginn 23. júní valt bíll á þjóðvegi nr. 60 í Vatnsfirðil,skammt frá Flókalundi,þar voru tveir erlendir ferðamenn á ferð,ökumaður missti vald á bílnum og hafnði bíllinn á hliðinni fyrir utan veg. Farþegi slasaðist,en ökumaður slapp án meiðsla. Þeir voru báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Bifreiðin var óökuhæf.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,tveir stöðvaðir á Djúpvegi/Súðavíkurhlíð,einn á þjóðvegi nr. 62, Barðastrandarvegi og einn í Vestfjarðargögnunum. Sá sem hraðast ók var mældur á 118 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Einn ökumaður var stöðvaður í umdæminu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2019 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
Vefumsjón