Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum,9. til 16. desember 2013.

Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Um var að ræða bílveltu á Súgundarfjarðarvegi. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Sama dag varð hörð aftanákeyrsla á Skutulsfjarðarbraut. Ökumenn voru báðir fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirðil til skoðunar. Þeir reyndust ekki alvarlega slasaðir. Þá var ekið á kyrrstæða bifreið á Ísafirði. Fimmtudaginn 12. desember varð árekstur á Steingrímsfjarðarheiði en þar skullu saman vörubíll og fólksbíll. Talsverðar skemmdir urðu á ökutækjum,en engin slys á fólki. Föstudaginn 13. desember missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Djúpvegi við Ísafjarðarflugvöll og hafnaði hún utan vegar. Engin slys og minniháttar tjón varð á ökutækinu. Laugardaginn 14. desember var tilkynnt um tvö óhöpp. Það fyrra á Hólmavík,en þar hafði verið ekið á ljósastaur og ekki vitað um tjónvald. Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem frá þeim sem kunna að búa yfir því óhappi. Sama dag varð bílvelta á Djúpvegi norðan Hólmavíkur. Ökumaður kenndi til eymsla og var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Flest þessi óhöpp má rekja til akstursaðstæðna, þ.e.a.s. ekki ekið í samræmi við aðstæður. Töluverð hálka hefur verið á vegum á Vestfjörðum í liðinn viku. Því hvetur lögregla vegfarendur að haga akstri í samræmi við aðstæður og einnig kynna sér ástand vega áður en lagt er í langferð og minnir á upplýsingasíma/upplýsingasíðu Vegagerðarinnar, 1777 og www.vegagerdin.is.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði í vikunni. Einn ökumaður var kærður á Hólmavík vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tilkynnti ung kona um að brotið hafi verið á henni, kynferðislega, snemma morguns þann 14. desember í húsi einu á Ísafirði.  Í kjölfarið handtók lögreglan fimm karlmenn í umræddu húsi, alla grunaða um aðild að málinu. Þeir voru yfirheyrðir en öllum sleppt á þriðja tímanum aðfaranótt 15. desember. Þann sama dag úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða, að kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum, tvo þessara karlmanna í farbann til 17. febrúar nk. Rannsókn málsins heldur áfram.

Lögreglan hvetur alla gangandi vegfarendur að gæta þess að vera með endurskin á yfirhöfnum. Slík merki er hægt að fá í lyfjaverslunum og hjá flestum tryggingaumboðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
Vefumsjón