Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júní 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.júní 2014.

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók, var mældur á 129 km/klst., á þjóðvegi 60. Fjögur umferðarðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, í öllum tilfellum var bifreiðar sem ultu út fyrir veg, um minniháttar slys var að ræða í einu tilfellanna, á Bíludalsvegi, þjóðvegi 63, hin óhöppin urðu á Þorskafjarðarheiði, á Steingrímsfjarðarheiði og  við Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í öllum þessum óhöppum voru bifreiðarnar óökuhæfar. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Talsverður erill var um helgina vegna skemmtanahalds og var ein líkamsárás kærð á Ísafirði og er það mál í rannsókn. Þá voru höfð afskipti af tveim ökumönnum vinnuvéla, (lyftara) vegna réttindaleysis.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón