Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. september 2010 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 30.ágúst til 6. september 2010.

Ekið var á átta lömb og þrjár ær,sem tilkynnt var til lögreglu.
Ekið var á átta lömb og þrjár ær,sem tilkynnt var til lögreglu.

Í  s..l. viku var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaaksturs. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Eitt minniháttar óhapp á Hnífsdalsvegi, þar var ekið á ljósastaur, ekki slys á fólki. Sunnudaginn  5. sept var tilkynnt um umferðarslys við Dynjanda í Arnarfirði þar hafði bifhjólamaður dottið og talið að hann hafi slasast á baki og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafiðri til skoðunar, reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. 
Þá varð umferðarslys á Laxárdalsheiði  6. sept., þar valt húsbíll út fyrir veg. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og fjórir í bílnum. Einn var fluttur með sjúkrabíl  til  Reykjavíkur til skoðunar. Bifreiðina þurfti að fjarlægja af vettvangi með krana.

Þá var tilkynnt til lögreglu að  ekið hafi verið á  átta lömb og þrjár ær. 
Þá voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna rangrar ljósanotkunar og rætt við nokkra ökumenn vegna vanbúnaðar á ljósum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón