Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. ágúst 2011 Prenta

Vikan hjá lögregunni á Vestfjörðum 1. til 8. ágúst 2011.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.  Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.  Tvær bílveltur og þrjú minniháttar óhöpp.  Mánudaginn 1. ágúst varð bílvelta í Skálmarfirði, vestan við Klettsháls, þar hafnaði bifreið út fyrir veg.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.  Laugardaginn 6. ágúst varð bílvelta á Skálavíkurvegi ofan Bolunarvíkur, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt.  Í bifreiðinni voru þrjú ungmenni og voru þau flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar áverka var að ræða.  Bifreiðin flutt af vettvangi með krana.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir og hraðan akstur í vikunni, 6 í nágreinni við Hólmavík og 2 á Ísafirði.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir ölvun við akstur.

Föstudaginn 5. ágúst varð flugslys á Ísafjaðarflugvelli, þar var lítil einshreyfils flugvél á leið í flugtaksstöðu þegar öflug vindhviða feykti vélinni um koll og hafnaði vélin á hvolfi.  Flugmann og tvo farþega sakaði ekki, en vélin mikið skemmd.  Greiðlega gekk að fjarlægja vélina af vettvangi.

Í vikunni lagði starfsmaður Fiskistofu hald á fimm net sem voru ólögleg, en þau voru í sjó á svokölluðum hvíldartíma, en ákveðnar reglur gilda þar um  „í samræmi við 2. mgr. 18. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum er óheimilt að stunda netaveiðar á silungi í netlögum sjávarjarða frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
Vefumsjón