Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009

Yfirlit yfir veðrið í maí 2009.

Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
1 af 2
Veðrið í Maí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum fyrstu þrjá dagana með sæmilegum hita,síðan voru N og NA áttir fram til 9 mánaðar,með allmiklu hreti sjöunda og áttunda.

Suðlægar vindáttir frá tíunda til fjórtánda með hlýindum og snjór bráðnaði hratt á láglendi og í fjöllum.

Síðan Norðlæg eða breytilegum vindáttum og kólnaði talsvert með þokulofti og úrkomu með köflum.Það snarhlýnaði aftur þann 28 með suðlægum vindáttum út mánuðinn.

Byrjað var að setja lambfé  á tún nokkru fyrr enn í fyrra eða um 18,í stað 23 í fyrra.

Ræktuð tún farin að taka vel við sér stax um 20 og orðin vel græn um mánaðarmót,og úthagi farin að taka vel við sér.

Jörð á láglendi hefur verið talin alauð frá 10 maí,og er það þrem dögum fyrr en í fyrra.

Flekkótt fjöll eru enn í lok mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola uppí kalda,súld og þokuloft,þurrt þann.3,hiti 2 til 9 stig.

4-6:Norðan eða NA gola eða stinningsgola,súld,rigning eða slydda,hiti 0 til 6 stig.

7-9:Norðan stinningskaldi,allhvass en hvassviðri um tíma þann 8,slydda eða snjókoma,Norðanáttin gekk niður þann 9 og komin SV stinningsgola seinnipartinn.

10-12:Sunnan stinningskaldi síðan allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14stig.

13-14:Sunnan eða breytileg vindátt,stinningskaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 15 stig.

15-19:Norðan eða NA kul eða stinningsgola,þokuloft og súldarvottur,hiti 2 til 5 stig.

20-23:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,þokuloft á stundum,þurrt 20-21 og 22,enn rigning 23,hiti 1 til 11 stig.

24:Norðaustan eða A,gola í fyrstu síðan allhvass um tíma,smávegis rigning,hiti 5 til 9 stig.

25:Norðaustan gola í fyrstu síðan SV stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

26-27:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,stinningsgola síðan kul,þokuloft og súld síðan skúrir,hiti 3 til 6 stig.

28-31:Suðvestan stinningsgola uppí stinningskalda,skúrir,hiti 4 til 12 stig.

 

Úrkoman mældist:48,1 mm.(í maí 2008:52,8 mm).

Úrkomulausir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 13 þá 15,0 stig.

Mest frost -0.7 stig að morgni 1 maí.

Jörð alhvít í 0 dag.

Jörð flekkótt í 8 daga.

Auð jörð því í 23 daga.

Mesta snjódýpt ómælanlegt,aðeins flekkótt.
Meðalhiti mánaðarins var:5,5 stig.

Meðalhiti við jörð:+2,86 stig.(í maí 2008:+2,95 stig).

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 7,8og 9 og 25,annars sæmilegt eða gott.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. maí 2009

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2009.

Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Veðrið í Apríl 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hita yfir frostmarki fyrstu daga mánaðar síðan vægt frost framí miðjan mánuð,þá hlýnaði í veðri.Kólnaði og snjóaði talsvert 23 Sumardaginn fyrsta og 24,eftir það fór nú hiti að hækka aftur með austlægum og suðlægum vindáttum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,slydda,rigning eða súld,hiti 0 til +3 stig.

4:Suðlæg eða breytileg vindátt,kul,súld og þokuloft,hiti +2 til +7 stig.

5-14:Norðan eða NA,oftast kaldi,eða stinningsgola,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +2 stigum niðri -4 stig.

15-19:Austan og SA eða breytilegar vindáttir,yfirleitt kul eða gola,súld,rigning en slydda um kvöldið 18.hiti frá +1 stigi uppí +9 stig.

20-21:Suðlægar vindáttir,stinningskaldi eða kaldi,skúrir eða rigning,hiti +3 til +8 stig.

22:Austan gola eða kaldi,slydda,hiti 0 til +4 stig.

23-24:Breytileg vindátt í fyrstu síðan Norðvestan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti +3 stig niðri -1 stig.

25:Norðan stinningsgola snjókoma hiti -1 stig og uppí +1 stig,heldur hlýnandi.

26-27:Austan gola slydda í fyrstu síðan þokuloft og smá súld,hiti +1 til +3 stig.

28-30:Suðlægar vindáttir en vestlægari þann 30,rigning eða súld,hiti +3 til +10 stig.

 

Úrkoman mældist:121,2 mm. (í apríl 2008:28,5 mm).

Úrkomulausir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29.+10,2 stig.

Mest frost var þann 12. -4,2 stig.

Jörð alhvít í 16 daga.

Jörð flekkótt í 14 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 þá 49 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:-1,20stig. (í apríl 2008:-1,38 stig).

Sjóveður:Slæmt eða ekkert sjóveður frá 1 til 13 og 23,24 og 25 mánaðar,en gott eða sæmilegt annars.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2009.

Úr mælaskýli.
Úr mælaskýli.

Veðrið í Mars 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir voru fyrstu tvo dagana með frosti og síðan mest Norðaustanáttir framí miðjan mánuð með snjókomu og frosti.Eftir það tóku suðlægar áttir við með þíðviðri í um vikutíma.

Síðan frá 24 Norðan og NA áttir með frosti og snjókomu eða éljum út mánuðinn.

Talsverður snjór var komin á jörðu á láglendi með sköflum um miðjan mánuð,og náði jörð að vera flekkótt í um 7 daga í þíðviðrinu þegar snjór seig talsvert.Síðan bætti mikið á aftur síðustu daga mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Suðvestan kaldi um daginn og þurrt,en A stinningsola eða kaldi um kvöldið snjókomu,frost -1 til -5 stig.

2:Suðvestan stinningskaldi um daginn og skafrenningur,en N og NV kaldi eða stinningskaldi um kvöldið með snjókomu,frost 0 til -3 stig.

3:Norðaustan hvassviðri eða stormur með mikilli snjókomu,frost -2 til -6 stig.

4-13:Norðaustan eða Norðan oftast kaldi eða stinningskaldi og eða allhvass,snjókoma eða él,skafrenningur,frost frá 0 til -5 stig.

14:Austan og SA stinningskaldi eða allhvass,snjókoma um morguninn,skúrir um kvöldið,frost frá -1 stigi uppí +6 stiga hita.

15-19:Mest suðlægar vindáttir kaldi síðan oftast gola,snjókoma um morgunin þann 17 síðan rigning eða súld,+1 til +8 stig.

20:Norðvestan eða breytileg vindátt kul,lítilsháttar rigning og súld,þokuloft,hiti +2 til +3 stig.

21-23:Suðvestan eða suðlæg vindátt,gola eða stinningsgola,skúrir eða slydduél,þurrt þann 23,hiti +1 til +4 stig.

24-27:Norðan og NA kaldi,allhvass þann 26 um tíma,gola þann 27,él eða snjókoma,hiti frá +1 stigi niðri -8 stig.

28:Suðaustan kul eða stinningsgola,snjókoma eftir hádegi og fram á kvöld,frost -2 til -11 stig.

29-31:Norðaustan og N,hvassviðri,allhvass eða stinningskaldi,snjókoma eða él,frost -1 til -7 stig.

 

Úrkoman mældist:84,2 mm. (í mars 2008:94,6 mm).

Úrkomulausir dagar var 1.

Mestur hiti var þann 18:+8,5 stig.

Mest frost var aðfarnótt 28: -11,1 stig.

Jörð alhvít í 24 daga.

Jörð flekkótt 7 daga.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14 þá 57 cm.En oft var snjódýpt á milli 40 og 50 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var:-3,61 stig.(í mars 2008:-3,09 stig).

Sjóveður:Gott eða sæmilegt dagana 1,og 16 til 19 og 21 til 23 og 27 og 28.Annars slæmt eða ekkert sjóveður vegna hvassviðra eða mikils sjógangs.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. mars 2009

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2009.

Lágmarksmælir við jörð.
Lágmarksmælir við jörð.

Veðrið í Febrúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur í heild.

Mánuðurinn byrjaði með kulda og var talsvert frost fram til 12,en vindur oftast hægur.Þá gerði smá blota hlýnaði og kólnaði á víxl með svellalögum þannig að gífurleg hálka myndaðist.Snjóaði svo talsvert þ,20,smá bloti aftur þ,21.

Síðan að mestu Norðaustan út mánuðinn með frosti,éljum og snjókomu.

Nú í þessum mánuði voru Norðan og NA áttirnar kaldar en voru nokkuð hlýjar í janúar síðastliðnum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg vindátt andvari eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stig niðri -5 stig.

3-12:Norðan,NA eða A,lægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda og jafnvel kaldi,lítilsháttar él,hiti frá 0 og niðri -8 stig.

13-16:Breytilegar vindáttir eða A lægar,logn,kul eða gola,él þann 13 annars slydda eða rigning,hiti frá -3 stig til +6 stig.

17-19:Sunnan og SV,oftast kaldi en stormur aðfaranótt 19 og fram á morgun,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +9 stigum niðri -2 stiga frost.

20:Norðaustan stinningsgola eða kaldi með snjókomu hiti frá +1 stigi niðri -1 stig.

21:Logn eða breytileg vindátt í fyrstu síðan V stinningskaldi og allhvass um kvöldið,snjókoma um morgunin síðan lítils háttar rigning en þurrt um kvöldið,hiti +0 til +5 stig.

22:Norðvestan og N stinningsgola,snjókoma með köflum,frost -1 til -5 stig.

23-25:Norðaustan eða A oftast allhvass eða hvassviðri með snjókomu,frost -1 til -5 stig.

26:Norðaustan stinningsgola síðan A gola,lítils háttar él,frost -3 til -5 stig.

27-28:Logn eða suðlæg vindátt með andvara,snjókoma með köflum þann 27 annars þurrt,frost 0 til -7 stig.

 

Úrkoman mældist:53,0 mm.  (í febrúar 2008:69,8 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 6.

Mestur hiti var aðfaranótt 18:+9,3 stig.

Mest frost var að morgni 12:-8,1 stig.

Jörð alhvít í 22 daga.

Jörð flekkótt í 5 daga.

Auð jörð því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 28 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: -1,0 stig.

Meðalhiti við jörð var:-4,34 stig (í febrúar 2008:-3,66.)

Sjóveður:Gott eða sæmilegt dagana 1 til 9 og 12 til 16 og dagana 27 og 28,annars slæmt eða ekkert sjóveður,vegna hvassviðra eða sjógangs.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2009.

Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Veðrið í Janúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með hægviðri fyrstu 9 dagana yfirleitt með hita yfir frostmarki.

Eftir það frysti og gerði nokkrum sinnum Norðaustan eða Norðan hvassviðri með snjókomu og umhleypingasamt.

Mjög athugavert er að sjá hvað N og NA er hlý í þessum mánuði,og var janúar í ár mun hlýrri en janúar árið 2008.(sjá meðalhita við jörð.)

Snjólétt var í mánuðinum þótt dálítill snjór væri um miðjan mánuð.

Oft var talsverð hálka í mánuðinum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Mest Austlægar vindáttir logn,kul eða gola,rigning eða súld,SV sinningsgola með smá skúrum um kvöldið þann 4 hiti frá -1 stigi uppí +6 stig.

5-6:Breytilegar vindáttir kul eða gola,enn NA kaldi um tíma þann 6,frostúði um tíma þann 5 og snjókoma um kvöldið þann 6,hiti 0 til -1 stig.

7-9:Suðvestan eða S,stinningskaldi síðan stinningsgola,rigning síðan él,hiti +8 stig niðri -1 stig.

10-12:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,en stinningsgola um kvöldið þ,12,snjókoma en él þann 12,hiti frá +2 stigum niðri -7 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir logn,eða kul,þurrt í veðri,frost frá -0 stigum niðri -5 stig.

15:Breytileg vindátt,gola,en NV um kvöldið með slyddu,hiti +1 til + 4 stig.

16:Norðan og NA kaldi og síðan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti 0 til +2 stig.

17:Sunnan og SA hvassviðri og allhvass um tíma síðan gola,slydda,hiti 0 til +3 stig.

18:Norðvestan kul í fyrstu,síða NNA kaldi,snjókoma,slydda eða rigning,hiti frá -2 stig uppí +2 stig.

19:Sunnan og SA kaldi síðan gola,él um morguninn,hiti +1 til +3 stig.

20-21:Austan stinningskaldi eða allhvass,smá rigning,annars þurrt,hiti +2 til + 4 stig.

22-25:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,snjókoma,slydda eða súld,hiti +1 til 4 stig.

26:Austan eða breytileg vindátt,kul eða gola,snjókoma eða él fyrriparts dags,hiti -1 til +3 stig.

27-28:Sunnan eða SSV oft kaldi annars gola,úrkomulaust,hiti frá -2 stigum uppí +2 stig.

29:Norðan gola með talsverði snjókomu eða slyddu,hiti +2 stig niðri 0 stig.

30:Breytileg vindátt,kul,smá él,hiti frá 0 og niðri -3 stig.

31:Norðan og síðan V,kaldi síðan stinningsgola,él,hiti 0 niðri -4 stig.

 

Úrkoman mældist  121,6 mm.(í janúar 2008 =55,9 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 4.

Mestur hiti +8,2 stig þann 7.

Mest frost -6,6 stig þann 11.

Jörð alhvít í 16 daga.

Jörð flekkótt í 9 daga.

Auð jörð því í 6 daga.

Mesta snjódýptmældist dagana 12,13 og 14 þá 25 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð var: -1,67 stig.(í janúar 2008:-3,22 stig.)

Sjóveður:Allgott fyrstu 9 daga mánaðar síðan rysjótt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2008.

Gjögurviti,
Gjögurviti,

Veðrið í Desember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru suðlægar vindáttir í mánuðinum,oft hvassviðri eða stormur aðallega fyrir og um jólin,þannig að flugsamgöngur á Vestfjörðum fóru víða úr skorðum.Samt komu nokkrir hægviðrisdagar fyrr í mánuðinum.

Nokkra spilliblota gerði,það er að hlýnaði snöggt en kólnaði og frysti strax aftur og gerði oft gífurlega hálku á vegum fyrir ökutæki og eins fyrir gangandi vegfarendur.

 

Vindur náði í kviðum 36 m/s (eða 12 vindstigum gömlum) þann 23 á þorláksmessu um hádegi nokkrum sinnum.Og einnig aðfaranótt aðfangadags á milli 02:00 og til 04:00 og náði vindur þá 37 til 38 m/s.Og svo einnig oft á Jóladag 25,þá í 36 m/s.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðan stinningskaldi síðan kaldi,snjóél,frost 0 til 4 stig.

2-3:Suðaustan eða A,þurrt í veðri,frost frá -6 stigum uppí +1 stigs hita.

4:Norðan og NA,allhvass síðan stinningsgola,slydduél,hiti 0 til 2 stig.

5-7:Suðlægar vindáttir mest SV,kul í fyrstu,síðan kaldi og stinningskaldi,snjóél,svo skúrir,hiti frá 5 stiga hita niðrí 3 stiga frost.

8:Vestan kul síðan stinningskaldi,snjókoma um morguninn,skafrenningur,frost 1 til 4 stig.

9:Austan gola,úrkomulaust,hiti 0 neðri 1 stigs frost.

10:Suðvestan gola,síðan SA,gola með rigningu enn hvassviðri seint um kvöldið,hiti 3 til 8 stig.

11:Suðvestan hvassviðri fram á hádegi með snjóéljum,síðan SA stinningsgola en allhvass um kvöldið,hiti frá 10 stigum neðri 1 stig.

12-14:Suðlægar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti í fyrstu frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.

15:Austan kaldi í fyrstu síðan SA andvari með snjókomu,hiti -1,4 til +2 stig.

16-19:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,stinningskaldi þ,16,annars yfirleitt gola,él,hiti -5 til +2 stig.

20-22:Norðaustan og Austan stinningsgola,kaldi,enn allhvass þann 22 um kvöldið,snjóél,snjókoma síðan rigning,hiti - 2 stig til +4 stig.

23-26:Suðvestan hvassviðri eða stormur,en allhvass og síðan gola á annan í jólum,skúrir eða él,hiti +10 stig niðrí -1 stig.

27-29:Sunnan og síðan SV allhvass eða hvassviðri þann 27 annars stinningskaldi smá skúrir,hiti 0 stigum uppí 9 stig.

30-31:Norðan og NA kaldi þann 30 frostrigning síðan él,gola síðan andvari og logn á Gamlárskvöld,lítilsháttar snjókoma um kvöldið,hiti +2 stig niðrí - 4 stig.

 

Úrkoman mældist: 78,6 mm.(í desember 2007 :116,0 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 11= +10,1 stig.

Mest frost var þann 2 = - 6.2 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 11 daga.

Auð jörð því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 21 og 22.=15 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -2.30 stig (í desember 2007:-2,16 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Veðrið í Nóvember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og fyrri mánuður á undan,en sæmilega hlýtt fystu 9 daga mánaðar,síðan yfirleitt frost nema,16-18 og 19 var hlýtt.

Vindur náði 12 vindstigum eða 34 m/s að morgni þann 5 mánaðar.

Mikil ísing var fimmtudaginn 13.

Sauðfé var almennt komið á gjöf uppúr 20.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:SV allhvass í fyrstu síðan kaldi,þurrt,hiti hiti 1 til 5 stig.

2:Breytileg vindátt hægviðri,gola,rigning,hiti 3 til 5 stig.

3-5:Suðlægar vindáttir allhvass þann 3 og hvassviðri fram á hádegi þann 5,annars kaldi,rigning,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 10 stig.

6-8:Breytileg vindátt,kul,andvari eða logn,þurrt þann 6 annars smá rigning,hiti 2 til 6 stig.

9-11:NA og N allhvass þann 9 annars stinníngskaldi eða kaldi,súld þann 9 síðan snjókoma eða él,hiti frá 6 stigum niðrí 2 stiga frost.

12:Suðlæg vindátt,gola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig.

13:NA kaldi eða stinníngskaldi,él síðan frostrigning,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.

14:Breytileg vindátt kul eða gola,úrkomulaust,hitastig um frostmark.

15:SV stinníngskaldi um morgunin síðan NV og N hvassviðri um tíma frameftir degi,V gola um kvöldið,snjóél,hiti frá 2 stigum niðrí 5 stiga frost.

16:SV allhvass síðan rok um kvöldið og stormur fram á nótt,rigning,hiti 1 til 6 stig.

17:Mest NV kaldi síðan gola,él,frostúði,snjókoma,hiti frá 5 stigum niðrí 2 stiga frost.

18:Breytileg vindátt í fyrstu síðan SV allhvass ,snjókoma um morgunin,hlínar í veðri hiti frá 1 stigi uppí 8 stig.

19:Vestan stinníngskaldi síðan NA kaldi,snjóél,hiti frá 5 stigum niðrí 0 stig kólnar.

20-21:Vestan kaldi síðan gola,snjókoma um morgunin þann 20,frost 2 til 6 stig.

22-23:Austan gola í fyrstu með smá snjókomu síðan SV kaldi og NV allhvass með éljum,hiti frá 6 stigum niðrí 3 stiga frost.

24-25:Suðlæg vindátt,gola,stinníngsgola,síðan V lægur,hvassviðri um tíma þann 25 síðan gola um kvöldið,smá skúrir,hiti frá 7 stigum niðrí 2 stiga frost.

26:Vestan kul um morguninn síðan NA stinníngskaldi,snjókoma fram undir hádegið,og N allhvass um kvöldið með snjókomu,frost 3 til 5 stig.

27-29:Norðan stormur í fyrstu síðan,allhvass,eða stinníngslaldi,snjókoma síðan él,frost 0 til 9 stig.

30:V gola í fyrstu síðan SV stinníngskaldi og NV kaldi um kvöldið með snjókomu,frost 1 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist:62,5 mm.(í nóvember 2007:78,5 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 3.

Mestur hiti var þann 5: +10,5 stig.

Mest frost var þann 30: -8.8 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 2 daga.

Auð jörð því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 29 og 30 þá:12 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð var:-1,89 stig.(í nóvember 2007:-1,56 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. nóvember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Október 2008.

Fyrst alhvít jörð á láglendi 02-10-2008.
Fyrst alhvít jörð á láglendi 02-10-2008.
1 af 2

Veðrið í Október 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og oft hvassviðri og einnig úrkomusamur.

Vindur náði 12 vindstigum eða 35 m/s í kviðum þann 31.

Miklar skemmdir urðu af völdum Hafróts(öldugangs) um helgina 24 og 25 október á Gjögurbryggju.

Sjór flæddi einnig inn í kjallara á húsi á Gjögri og braut upp kjallaradyr.

Fyrsti snjór á láglendi var að morgni þann 1,þá flekkótt jörð,enn alhvít jörð að morgni 2,dags mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðan allhvass,él og snjókoma seint um kvöldið,hiti 1 til 3 stig.

2-3:Vestan,norðvestan og norðan,gola en kaldi þann 3,snjóél,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita þann 3.

4:Norðaustan í fyrstu síðan breytileg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan kul,smá él,frost frá -1 stigi til + 5 stiga hita.

5:Breytileg átt í fyrstu,andvari,síðan sunnan allhvass með rigningu,hiti 1 til 6 stig,hlýnandi veður.

6-7:Suðaustan gola þann 6,og þann 7 austan hvassviðri fram á dag,hiti 5 til 9 stig,rigning.

8:Suðvestan stinníngsgola,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

9-10:Austan og norðaustan,stinníngsgola síðan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 8 stig.

11:Norðvestan stinníngskaldi í fyrstu síðan gola,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.

12-13:Norðaustan kaldi uppí allhvast,skúrir síðan rigning þann 13,hiti 3 til 6 stig.

14:Sunnan eða breytileg vindátt,andvari eða kul,lítilsháttar rigning um morgunin,hiti 2 til 7 stig.

15:Norðaustan stinníngsgola,skúrir,hiti 3 til 5 stig.

16-17:Suðlæg vindátt,að mestu hægviðri,kul en stinníngskaldi eða allhvass um tíma að kvöldi 16 og fram á morgun þann 17,lítilsháttar rigning,hiti frá -1 stig og upp í 8 stiga hita.

18-20:Norðan og Norðaustan Stinningskaldi en hvassviðri þann 20,snjókoma síðan él,hiti frá – 2,0 stig og upp í 2 stiga hita.

21:Suðvestan gola,úrkomulaust,frost frá 1 stigi uppí 2 stiga hita.

22-27:Norðaustan eða Norðan gola,stinníngsgola,hvassviðri 24 og 25,slydda,snjókoma síðan él,hiti frá 3 stigum niðrí 3 stiga frost.

28:Suðvestan kaldi,slydda síðan snjókoma,frost frá 4 stigum upp í 2 stiga hita.

29-30:Breytilegar vindáttir kul eða gola,en kaldi um kvöldið 30,úrkomulaust,hiti frá 4 niðrí 0 stig.

31:Suðvestan stormur eða rok,smá skúrir um kvöldið,hiti 6 til 8 stig.

Úrkoman mældist:110,9 mm.(Í október 2007 =204,5 mm.)

Úrkomulausir dagar var :1 dagur.

Mestur hiti var þann 10=9,2 stig.

Mest frost var þann 28=-4,5 stig.

Jörð alhvít í 10 daga.

Jörð flekkótt í 9 daga.

Auð jörð því í 12 daga.

Mesta snjódýpt mældist 13 cm þann 29.
Meðalhiti mánaðarins var: +3,0 stig.

Meðalhiti við jörð var:Mínus 0,48 stig.(Í október 2007 plús 1,45 stig).

Sjóveður:Oftast mjög slæmt 23 til 26 stórsjór eða hafrót.Sæmilegt sjóveður dagana:6,15,16,17 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. október 2008

Yfirlit yfir veðrið í september 2008.

Örkin 634 m og Lambatindur fyrst flekkótt í fjöllum 21-09-08.
Örkin 634 m og Lambatindur fyrst flekkótt í fjöllum 21-09-08.
1 af 2

Veðrið í September 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var oft hvassviðrasamur eftir miðjan mánuð og nokkuð úrkomusamur enn hlýr.

Mjög mikil berjaspretta var og eldra fólk man ekki annað eins til margra ár.

Uppskera úr matjurtagörðum(kartöflur-rófur og annað)mjög góð..

Fé kom mjög vænt af fjalli og fallþúngi mjög góður.

Fyrsti snjór í fjöllum var morgunin 21,(í fyrra 11september) eða 10 dögum seinna nú.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan og Norðaustan gola eða stinníngsgola,smá rigning eða súld,hiti 5 til 10 stig.

5:Breytileg vindátt gola,skúrir,hiti 5 til 11 stig.

6-9:Suðlægar vindáttir stinníngsgola upp í stinníngskalda enn 8 og 9 gola og síðan kul,úrkomulítið en þurrt þann 7 og 8,hiti 6 til 14 stig.

10-11:Norðaustan gola í fyrstu síðan kaldi,rigning eða súld,hiti 9 til 12 stig.

12-13:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola smá rigning,hiti 9 til 13 stig.

14-25:Suðlægar vindáttir oft kaldi eða stinníngskaldi,en hvassviðri og upp í storm 18 og 19,gola þann 23,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14 stig.

26:Norðan og Norðvestan stinníngskaldi,rigning,hiti 5 til 7 stig.

27-28:Suðvestan stinníngsgola,skúrir eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

29-30:Norðaustan kaldi eða stinníngskaldi,skúrir síðan slydduél,hiti 1 til 6 stig.

 

Úrkoman mældist 122,2 mm.(Í september 2007=105,5 mm).

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti var þann 17=14,5 stig.

Minnstur hiti var þann 30 =1,3 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,8 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,65 stig(í september 2007=3,75 stig).

Sjóveður:Oftast sæmilegt fram í miðjan mánuð,en síðan rysjótt oft vegna hvassviðra.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2019 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Úr myndasafni

  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Frá brunanum.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón