Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. júlí 2017

Frá Trékyllisvík Skákmóti Hróksins.

Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
1 af 2

Jón L. Árnason vann stórglæsilegan sigur á minningar móti Jóhönnu í Trékyllisvík, fékk 8 vinninga í 8 skákum! Jóhann Hjartarson varð annar og Guðmundur Kjartansson og Eiríkur Björnsson urðu í 3.-4. Í gærkvöldi var frábær hátíðarveisla og verðlaunaafhending í félagsheimilinu og nú í hádeginu verður teflt á Kaffi Norðurfirði, er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júlí 2017

Heyskapur byrjaður í Árneshreppi.

Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.
Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.

Sláttur er hafin í Árneshreppi. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði að slá fyrir hádegið í dag fyrstur manna aldrei þessu vant. Ágætis spretta er orðin og hefur lagast mikið nú síðustu daga. Sigursteinn byrjaði slátt í fyrra þann þriðja júlí. Aðrir af þessum fáu bændum hér í hreppnum fara síðan að byrja, að minnsta kosti er Björn Torfason bóndi á Melum búin að setja sláttuvélina við traktorinn, „segir kona hans Bjarnheiður Fossdal, þannig að það er allt í áttina, hvort verður byrjað í dag eða morgun verður að koma í ljós, ætli hann verði ekki veikur með að byrja þegar hann sér að aðrir eru byrjaðir“. Enn


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. júlí 2017

Niðjar Olgu Soffíu Thorarensen frá Gjögri á ferð á æskuslóðir.

Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
1 af 7

Sæll Jón 

Hún Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir hvatti mig til að skrifa nokkrar línur og senda þér myndir til að birta á vefnum Litla Hjalla. Ástæðan er sú að nokkur frændsystkin ættuð frá Gjögri voru á ferð á Ströndum um daginn. hér fyrir neðan er textinn og ég sendi þér myndir í öðrum pósti. Þú ræður svo hvort þú birtir þetta :) 

bestu kveðjur 

Sigríður Arna Arnþórsdóttir (kona Sævars Siggeirssonar)

 

Dagana 16.-18 júní sl. voru afabörn þeirra hjóna, Olgu Soffíu Thorarensen og Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri á ferð um Strandirnar. Tilefnið var sextugsafmæli fjögurra þessarra barnabarna, þeirra Sævars Siggeirssonar sem er sonur Estherar Jónsdóttur. Odds Ólafssonar sem er sonur Ástu Jónsdóttur, Þórdísar Guðnýu Jónsdóttur Harvey sem er dóttir Vigdísar Jónsdóttur og Hansínu Bjarnfríðar Einarsdóttur sem er dóttir Margrétar Jónsdóttur. Hansína gat þó ekki verið með í ferðinni en kærar kveðjur frá henni fylgdu alla leið.

Alls voru tíu manns í ferðahópnum þar með talið börn og barnbörn afmælisbarnanna sem og vinir þeirra. Gist var í Gamla frystihúsinu hjá þeim Gunnsteini og Maddý sem vildu allt fyrir okkur gera. 

 

Þrátt fyrir kulda og rigningu á meðan dvölinni stóð, áttum við afar góðan tíma í Árneshreppi sem má ekki síst þakka einstaklega hlýlegum móttökum sem við upplifðum hvert sem við fórum. Reyndum við að koma sem víðast við, heimsóttum Handverks-og minjasafnið Kört þar sem mikið var spjallað um gamla tíma við Valgeir Benediktsson en hann gaf sér góðan tíma fyrir okkur. Fórum í kirkjugarðinn og vitjuðum leiða og skoðuðum báðar kirkjurnar. Síðan var farið á Gjögur


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. júlí 2017

Nýkrýndir Norðurlandameistarar á Skákhátíð í Árneshreppi um næstu helgi.

Jóhann Hjartarson nýkrýndur Norðurlandameistari.
Jóhann Hjartarson nýkrýndur Norðurlandameistari.
1 af 2

Jóhann Hjartarson og Lenka Ptacnikova, sem nú um helgina urðu Norðurlandameistarar í skák eru bæði meðal keppenda á Skákhátíð í Árneshreppi um næstu helgi, 7.-9. júlí. Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir hátíðinni, og verður hápunkturinn laugardaginn 8. júlí þegar haldið verður minningar mót Jóhönnu Kristjónsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er sótt í kjörorð Jóhönnu, sem var dyggur liðsmaður Hróksins: Til lífs og til gleði.

 

Meðal annarra keppenda er nýbakaður Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, stórmeistarinn Jón L. Árnason, og þær Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir, sem allar hafa orðið Íslandsmeistarar.

 

Hátíðin hefst með tvískákarmóti í húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði föstudagskvöldið 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liði, og iðulega afar heitt í kolunum.

 

Gert er ráð fyrir allt að 40-50 keppendum á stórmótinu í samkomuhúsinu í Trékyllisvík daginn eftir og ættu áhugasamir að melda sig sem fyrst. Minningarmótið hefst klukkan 14 og verða tefldar 8 umferðir, með 10 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg,


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2017

Mugison í Fjárhúsunum hjá Ferðafélaginu.

Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.
Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.

Það verða tónleikar með Mugison í kvöld sunnudaginn 2. júlí í skála Ferðafélags Íslands í Norðurfirði, eða Valgeirsstöðum, í svonefndum Fjárhúsum, sem búið er að breyta í stóran sal. Tónleikarnir áttu að vera á Kaffi Norðurfirði, en aðstaðan þar var ekki talin nógu stór. En hinsvegar munu þær Sara og Lovísa á Kaffi Norðurfirði sjá um allar veitingar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. júlí 2017

Veðrið í Júní 2017.

Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.
Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar til og með 16 með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 17 gerði skammvinna suðvestanátt með talsverðri rigningu og hlýnaði þá vel í veðri. En þann 18 var komið í sama horfið aftur, norðlæg átt og snarkólnaði aftur, og var svalt til 20, en þá hlýnaði vel í veðri seinnihluta dags með suðaustanátt, sem stóð í tæpa tvo daga. Síðan frá 23 til 25 voru norðlægar vindáttir aftur með svölu veðri og úrkomu. En þann 26 snérist loks til suðvestlægra vindátta, með mjög hlýnandi veðri, og var suðaustlæg vindátt síðasta dag mánaðar með hlýju veðri.

Það snjóaði í fjöll 6-7-8 og 9, niður í um 300 m hæð. Grasspretta virtist standa í stað fram yfir miðjan mánuð, en er að verða sæmileg í mánaðarlok.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júní 2017

Hamingjudagar á Hólmavík.

Frá Kvennahlaupi. Mynd hamingjudagar.is
Frá Kvennahlaupi. Mynd hamingjudagar.is

Hamingjudagar verða haldnir hátíðlegir í Strandabyggð komandi helgi, nánar tiltekið 30.júní-2. Júlí.

Hamingjudagar eru árlegur viðburður sem byggir á Hamingjusamþykkt Strandabyggðar sem er svohljóðandi:

„Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.

Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.

Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum.“

Dagskráin þetta árið


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. júní 2017

Árnesshreppur hefur gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
1 af 2
RÚV.is
Hreppsnefnd Árnesshrepps hefur fyrir sína parta gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist. Nefndin hefur þó ekki gefið endanlegt framkvæmdaleyfi, en rannsóknarvinnan gæti hafist í sumar með tilheyrandi vegagerð og jarðraski.
 

Tæplega 70 manns mættu á málþing varðandi virkjunarframkvæmdir í Hvalá í Árneshreppi á Ströndum í dag. Í byggðarlaginu búa 46 manns og tilgangur málþingsins var að opna umræðuna og koma sjónarmiðum allra á framfæri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. júní 2017

Bjartmar á Kaffi Norðurfirði.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður.
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður, verður með tónleika næstkomandi laugardagskvöld 24 júní og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00 á Kaffi Norðurfirði. Miðaverð er 2.500 kr. Veitingar verða seldar á barnum. Lovísa og Sara vonast til að sjá sem flesta á þessum tónleikum, og gestir muni njóta kvöldsins. Bjartmar samdi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júní 2017

Arfleifð Árneshrepps - næstu skref og framtíðin.

Hvalá.
Hvalá.

Málþing í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 24.- 25.júní.
Helgina 24. til 25. júní næstkomandi verður efnt til málþings um framtíð Árneshrepps í tilefni af áformum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Málþingið stendur frá kl. 13 - 18 laugardaginn 24. júní og frá kl. 12.30 - 16 sunnudaginn 25. júní, í félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Markmið málþingsins er að skapa rými til opinnar og faglegrar umræðu um
virkjunaráform á svæðinu. Skipulagshópur málþingsins, sem samanstendur af íbúum og velunnurum Árneshrepps, telur að þær forsendur sem lágu til grundvallar samþykktar Hvalárvirkjunar í aðalskipulagi Árneshrepps árið 2014 kalli á endurskoðun þar sem margt hafi breyst. Því...


Meira

Atburðir

« 2017 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Lítið eftir.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón