Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. nóvember 2017

Hættir sem póstur eftir rúmlega 21. árs starf.

Jón Guðbjörn í jólapóstinum í fyrra. Mynd Hulda Björk.
Jón Guðbjörn í jólapóstinum í fyrra. Mynd Hulda Björk.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hætti sem póstur í Árneshreppi formlega þann 1 nóvember síðastliðin Jón er búin að vera póstur frá maí 1996 og þá fyrst hjá Pósti og síma, síðan hjá Íslandspósti. Eða alls í tuttugu og eitt ár og fimm mánuði. Fyrst voru póstferðirnar frá póststöðinni í 523 Bæ í Trékyllisvík á Gjögurflugvöll og til baka með póstinn þangað og póst sem hélt svo áfram á 524 Norðurfjöður, en annar póstur sá um þá dreifingu þangað. Jón dreifði síðan póstinum á bæi í Trékyllisvík og út í Ávíkurbæina.

Eftir að bréfhirðingunni á 522 Kjörvogur og 523 í Bæ voru lagðar niður og öll bréfhirðing var færð á 524 Norðurfjörð, en breyttist þá í 524 Árneshreppur og allir hreppsbúar voru með sama póstfang, tók Jón G við allri dreifingu á pósti í hreppnum nema Djúpavík. Sækja póst til Norðurfjarðar og fara með á flugvöllinn á Gjögri og taka þá póstinn sem kom að sunnan til Norðurfjarðar og lesa í sundur og dreifa síðan á bæina. Eftir upplýsingum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. nóvember 2017

Nýtt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.

Áhrifatafla. Mynd VÍ.
Áhrifatafla. Mynd VÍ.

Þann 1. nóvember tók Veðurstofan í notkun nýtt viðvörunarkerfi. Með nýju kerfi er leitast við að auka þjónustu við almenning og hagsmunaaðila. Helstu breytingar í útgáfu viðvarana verða þær að nýja kerfið tekur meira tillit til aðstæðna hverju sinni. Stakir veðurfarsþröskuldar verða úr sögunni, en það eru viðmið sem Veðurstofan hefur notað, svo sem 20 m/s fyrir vind og 100 mm úrkoma á 24 klst. Þau víkja nú fyrir viðmiðum sem taka tillit til árstíðar og aðstæðna í hverju tilviki fyrir sig.

Viðvörunarkerfið byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á þekktu, stöðluðu formi sem gerir alla miðlun viðvarana samræmda yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

Ný verslun opnaði í gær.

Ólafur við afgreiðslu.
Ólafur við afgreiðslu.
1 af 6

Hinir nýju verslunarrekendur á Norðurfirði opnuðu verslun sína í gær, í bili er verslunin kölluð Gamla Kaupfélagið. Bíll kom með vörur í gær og fóru verslunareigendur að raða upp vörum og koma öllu fyrir, nóg pláss er því vörumagnið er ekki mikið enn sem komið er kannski, en allavega það helsta sem fólk þarf á að halda. Fréttamanni skilst á þeim Sif og Ólafi að þeim lítist bara nokkuð vel á þetta, svona í start holunum, þetta kemur fljótt að finna út hvað fólki vantar segja þaug Sif og Ólafur hress í bragði. Fólk kom talsvert


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2017

Veðrið í Október 2017.

Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.
Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum, mest hafáttir til fjórða. Þá gerði suðlægar vindáttir frá 5 til 10, með hægviðri og úrkomu á köflum og hlýju veðri. Þann 11 til 13 voru norðlægar vindáttir með allhvössum vindi og eða hvassviðri með rigningu, og svalara veðri. Frá 14 til 21 voru mest hægar suðlægar vindáttir, með mest hlýju veðri, miðað við árstíma. Frá 22 til 25 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og svalara veðri. Þá gerði suðvestanátt í tvo daga, þar sem vindur náði stormstyrk þann 26. Þann 28 var skammvinn norðlæg vindátt með kaldara veðri en úrkomulausu. Síðustu þrjá daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. En um kvöldið þann 31 var komin norðan með rigningu og snarkólnandi veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni þann 14.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. október 2017

Verslunarstjórinn kominn.

Ólafur og Sif.
Ólafur og Sif.

Nú undir kvöld kom Ólafur Valsson og kona hans Sif Konráðsdóttir í sveitina með búslóð og annað sem fylgir flutningum á nýjar slóðir. Ákveðið er að opna nýja verslun á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu á miðvikudaginn þann fyrsta nóvember. Flutningabíll frá Strandafrakt kemur þann dag í aukaferð með fyrstu vörur í hina nýju verslun. Þetta er mikill léttir fyrir hreppsbúa að verslun komi aftur á staðinn.

Í fjarveru Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita, var það


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. október 2017

Viðvörun vegna SV storms.

Vindaspá á miðnætti annað kvöld.
Vindaspá á miðnætti annað kvöld.

Þá eru haustlægðirnar að koma inn hver af annarri með mismunandi vindstyrk. Nú strax á morgun fer að hvessa af suðvestri. Veðurstofa Íslands er að gera ráð fyrir allhvössum vindi eða hvassviðri með miklum stormkviðum á Ströndum og austur í Skagafjörð, annað kvöld, Jafnavindur gæti verið í um 18 til 26 m/s sumstaðar og kviður allt í 40 m/s þar sem vindur er af fjöllum, sérstaklega á Ströndum og víða á þessu spásvæði. Á föstudag fer að draga jafnt og þétt úr vindi eftir því sem líður á daginn.

Á laugardag kosningardag


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. október 2017

Kjörstaður opnar kl. 09:00.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 28. október 2017, verður kjörstaður í Árneshreppi í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörfundur hefst þar kl. 8.30 og kjörstaður verður opnaður kl. 9.00. Kjörfundi lýkur kl. 17.00. Frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. október 2017

Haustmyndir.

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.
1 af 9

Nú er haustið komið fyrir nokkru milt og gott sem af er hið minnsta. Haustlitirnir eru oft fallegir og gott og vinsælt myndefni. Myndatökumaður Litla-Hjalla gaf sér tíma nú eftir hádegið til að fanga eitthvað á mynd með mismunandi árangri, en birtuskilyrði geta verið misjöfn þótt bjartur dagur sé. Myndatökumaður lætur þessar níu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. október 2017

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi.

Fundarmenn.
Fundarmenn.

Á fyrsta verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi sem haldinn var þriðjudaginn 3. október í félagsheimilinu í Árnesi bar mörg mál á góma. Farið var yfir niðurstöður íbúaþings frá því í júní, stöðuna í Árneshreppi og rætt um næstu skref í verkefninu.

 

Í júní síðastliðnum stóðu Árneshreppur, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir íbúaþingi í Árneshreppi sem var ágætlega sótt og umræður voru fjörugar. Í framhaldi af því endurnýjaði hreppurinn umsókn sína til Byggðastofnunar, um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var sú umsókn samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar í ágúst s.l. Í framhaldi af því var skipuð verkefnisstjórn sem nú hefur tekið til starfa og á næstu dögum verður gerður formlegur samstarfssamningur um verkefnið, svipað og gert hefur verið á öðrum svæðum Brothættra byggða.

 

Úrbætur í samgöngum voru talsvert ræddar á fundinum, ekki síður en á íbúaþinginu. Brýnast þykir að staðið verði við þau áform Vegagerðarinnar að hefja vinnu við endurnýjun vegarins yfir Veiðileysuháls árið


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2017

Snjór í fjöllum.

Það snjóaði í fjöll í nótt.
Það snjóaði í fjöll í nótt.
1 af 3

Ekkert hefur orðið af skriðföllum og eða þessari miklu úrkomu sem haldið var fram í veðurspám undanfarna daga hjá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og norðurland vestra, nema austast á spásvæðinu, nema hér í Litlu-Ávík sem var mesta úrkoma 18,0 mm á landinu á mönnuðum veðurstöðvum í morgun og ekki er vitað um nein skriðuföll á svæðinu. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur ekki tekið saman úrkomuna á þessu svæði en fyrir sjálfvirkar úrkomumælingar á þessu spásvæði enn.

Fyrsti snjór var í morgun í fjöllum, og hefur snjóað niðurundir lálendi í nótt. Aðfaranótt 26 september snjóaði fyrst í fjöll í fyrra. Auðvitað gæti hafa verið snjór í fjöllum í gærmorgun,


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
Vefumsjón