Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. ágúst 2004

Hafísmyndir inná vef Veðurstofunnar.

Sigþrúður Ármannsdóttir á hafísdeild Veðurstofunnar tengdi saman hafísmyndasafnið á heimasíðunni minni og setti á heimasíðu Veðurstofunnar þannig ef farið er inn á vedur.is og ítt á lengst upp í vinstra horni þá kemur hafískort og tilkinnyngar þar neðarlega til hægri sést borgarísjakar á Húnaflóa þar er mín heimasíða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Haft samband við RÚV.

Ég hafði samband við fréttastofu útvarps rétt fyrir 2100 í kvöld um óvenjumikla borgarísjaka undanfarið á Húnaflóa stóra og litla.
Og frétt um það var lesin í útvarpsfréttum kl 2200,og einnig ísfrétt sem var gefin upp kl 1800 frá Litlu-Ávík ,enn það er nýtt að þulir útvarps lesi upp veðurlýsingu og sem því fylgir og fannst mér RÚV komast vel að lesa allt saman.Jón á Vaktinni á Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Talsvert um borgarís á Húnaflóanum.

Talsvert hefur verið um borgarís og jakabrot á Húnaflóanum að undanförnu misstórir enn nokkrir mjög stórir enn brotna ört í hlíum sjónum og bráðna.Einn lítill strandaði við Árnesey fyrir hádeigið í dag og annar mjög stór er ca 8 km austur af Gjögurflugvelli eða Gjögurvita,sá borgarísjaki er nokkuð langur eða um 150 til 200 m enn breydd talsvert minni jakanum hallar talsvert í vestur að því sjónarhorni sem maður sér hann og er talsvert sprúngin að sjá eingir turnar eða slíkt er á þessum borgarísjaka,þetta er óvenju snemma að borgarís berst hér að landi við Húnaflóa enn sennilega meyri bráðnun við Grænland og ís berst fyrr út á sjó úr Grænlandsjöklum.Set inn myndir í hafísmyndasafn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. ágúst 2004

Hitamet sett í Árneshreppi á Ströndum.

Þegar ég fór að lesa tölur af hitamælum veðurstöðvarinnar hér í Litlu-Ávík kl 1200 og hitinn var 24,3 stig fór mér að detta í hug að hitamet félli hér í Árneshreppi í dag frá því mælingar byrjuðu á Grænhóli við Gjögur.
Allt er miðað við mannaðar stöðvar Grænhóll við Reykjarfjörð í Gjögurslandi byrjaði 1921 og var til 1934.Þá tók Kjörvogur við 1934 til 1971 og þá Gjögur 1971 og var til 1995´.
Þá tekur stöðin Litla-Ávík við sem er við austanverða Trékyllisvík 12 ágúst 1995 og er ennþá þannig að mannaðar veðurstöðvar eru búnar að vera hér langt aftur á siðustu öld.
Mestur hiti sem mællst hefur áður er 23.0 stig á Grænhóli við Gjögur þann 24-06 1925.
Þar næst á Kjörvogi 21,9 21-06 1935 og 07-07-1939.Enn Gjögur náði ekki hitatölu yfir tuttugu stigum og ekki Litla-Ávík fyrr enn nú í dag.
Þá kemur Litla-Ávík með hitametið í dag sem er 26,0 stig,og þá féll hitamet frá 24-06-1925 frá Grænhól.Þetta er mikill munur frá þokuloftinu undanfarna daga sem hitinn var 8 til 11 stig.Það skal tekið fram að Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gaf mér upp hámarkstölur frá veðurstöðvum í hreppnum.Með ártöl er vitnað í bókina Saga Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. ágúst 2004

Settar fréttir á RÚV og BB.

Setti í morgun fréttir í Ríkisútvarp og á Bjæarins Besta um þurkkatíð og vatnsleysi.
Sjáið www.ruv.is og www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. ágúst 2004

Neysluvatn af skornum skammti.

Ávíkuráin mjög lítil.
Ávíkuráin mjög lítil.
Í þessum miklu þurrviðri undanfarið hefur borið á vatnsskorti eða litlu neysluvatni sumstaðar á bæjum og sumarhúsum.Vatn þraut alveg í sumarhúsi á Gjögri og á Eyri í Íngólfsfyrði og hér í Litlu-Ávík er það mjög lítið rétt dugar til uppvöskunar og hreinlætisaðstöðu,enn höfum sloppið við að ná í vatn í ána ennþá enn Ávikuráin hefur sjaldan sést svo lítil.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. júlí 2004

Morgunútvarp.

Lennti í viðtali í morgunútvarpi í morgun á Rás 2 um veður um verslunarmannahelgina sem var kl 0900 suðsuðaustan 7 m/s skýjað og hiti 13 stig,og sagði frá balli sem var í gærkvöld og um mikla umferð hingað í hreppinn.Einnig að fullt tungl verði í kvöld og kvennfólk væri fjörugra þá og konur skildu hugsa sinn gang vel um helgina og fara varlega í makavali í kvöld og um helgina eða næstu þrjá daga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. júlí 2004

Veðurmælar athugaðir.

Elvar uppí mælastaur.
Elvar uppí mælastaur.
Þann 26-07 kom Elvar Ástráðsson frá veðurstofu og daginn eftir var farið í að yfirlíta öll mælitæki og mála sem þarf og allir hitamælar bornir saman og reindust allir hundrað prósent réttir svona yfirlit er gert á þryggja til fjögurra ára fresti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. júlí 2004

Heyskap líkur hjá bændum í Árneshreppi í dag.

Heyrúllur settar á vagna.
Heyrúllur settar á vagna.
1 af 2
Heyskap er að ljúkja hjá bændum hér í hreppnum það er fyrri slætti,enn tveir þrýr bændur slá svo há um miðjan ágúst.Sláttur hófst um fyrstu helgi í júlí og fengu bændur hið mesta þurrviðri við heyskapinn til margra ára enn grassprettan eftir því minna hey enn gott.Allir bændur heyja í rúllur nema einn það er á Krossnesi sem setja mest í vothey og þar er aðeins eftir enn að setja í tóftir og biðið eftir að sígi í þeim.Miklar fyrningar voru eftir hjá flestum bændum síðan í fyrra svo minna heymagn í sumar skiptir litlu máli.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2004

Húsbílaklúbburinn á ferð í Árneshreppi.

Húsbílar á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.
Húsbílar á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.
Í gær komu um og yfir 60 húsbílar í hreppin og með bækistöð á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.Gífurleg umferð varð og oft tafsöm fyrir aðra ferðalanga enn mikil traffik er búin að vera undanfarna daga,húsbílarnir fara aftur á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón