Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. janúar 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 18 til 20 m/s slydda skyggni 3,5 km hiti 1 stig.Mikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 3 mm HÁ 4,1 LÁ 1,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2004

Veður kl 1800.

Austnorðaustan 16 til 19 m/s rygning skyggni 11 km hiti 3 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,2 mm Há 3,9 LÁ 1,6 stig,úrkoma byrjaði um kaffileytið í dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2004

Jólaskreytingar teknar niður.

Jæja þá eru blessuð jólin búin.Ég fór í að taka niður jólaljósaséríur úti og inni og aðrar skreytingar og láta í kassa svo allt sé á réttum stað fyrir næstu jól.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 9 til 11 m/s úrkoma í grennd skyggni 25 km hiti 2 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm Há 3,4 LÁ 0,2 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. janúar 2004

Veður kl 1800.

Vestan 4 til 5 m/s léttskýjað skyggni 40 km hiti 3 stig gráð.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 0,3 mm HÁ 3,2 LÁ 2,2 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. janúar 2004

Árneshreppur komin í vegasamband.

Frá snjómoktsri árið 2000.
Frá snjómoktsri árið 2000.
Byrjað var í gær að opna veginn út úr hreppnum bæði innan frá Bjarnarfyrði og norðan frá,veghefill sem opnaði sunnan frá kom í Djúpavík um kvöldmatarleyti enn norðan meigin seint í gærkvöld enda mesti snjórinn frá Sætrakleyf og inn með Reykjarfyrðinum,að sögn vegagerðamanna skefur á Veyðileisuhálsi og víðar uppi,þannig að fólk ætti ekki að treysta á að fært yrði nema í dag á hálsinum enn vonandi helst lengur opið frá Djúpavík og til Gjögurs.Ég læt hér mynd með sem tekin var í Sætrakleyf 11 apríl 2000.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. janúar 2004

Veður kl 0900 Þrettándinn.

Sunnan 6 til 7 m/s skýjað skyggni 35 km hiti 3 stig
gráð.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkomu varð ekki vart Há 3,5 LÁ 0,5 stig.Jörð aðeins auðir blettir á lálendi(túnum).
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 5 til 6 m/s léttskýjað skyggni 40 km hiti 2 stig gráð.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ 4,0 LÁ 1,5 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2004

Póstferð og fleyra.

Ég fór í þessa venjulegu póstferð í dag Bær-Gjögur-Bær og dreyft út á bæina í víkinni og endað heima.Mjög mikil hálka er á vegum hér í þessum spilliblota sem við köllum hér.
Að því við fórum báðir bræður í burtu á föstudaginn var vestur á Ísafjörð þurfti Sigursteinn að fá einhverja til að gefa og gera verkin í fjárhúsum og sjá líka um hund og kött og nú er líka fengitími og þarf að færa hrúta á milli garða og slíkt,enn fengitími er nú langt komin.Ekkert stóð á þessu þeyr bændur í Bæ Hjalti Guðmundsson og Gunnar Dalkvist sáu um allt í fjárhúsum og heimilisdýr.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2004

Veður kl 0900.

Suðsuðvestan 13 til 14 m/s skýjað skyggni 40 km hiti 4 stig sjólítið snjór hefur talsvert hjaðnað.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,3 mm HÁ 5,0 LÁ 3,2 stig.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
Vefumsjón