Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. febrúar 2018

Meðalhitinn í Janúar var +0,4 stig.

Mikil snjókoma og lítið skyggni.
Mikil snjókoma og lítið skyggni.

Nú er búið að reikna út meðalhitann fyrir janúar mánuð af Veðurstofu Íslands fyrir veðurstöðina í Litlu- Ávík fyrir janúarmánuð sem var +0,4 stig. Sjá nánar hér um yfirlit. Þegar þetta er skrifað nú um og uppúr hálf ellefu er komin bullandi snjókoma


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Veðrið í Janúar 2018.

Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hægviðrasamt var fyrstu fjóra daga mánaðar og úrkomulítið en nokkurt frost. Þann 5 gekk í norðaustan eða austanátt með éljum eða snjókomu og miklum skafrenning og nokkru frosti. Frá 8 fór veður hlýnandi með suðlægum vindáttum, og tók snjó mikið upp fram til og með 13. En nokkuð svellað. Suðvestan hvassviðri var með stormkviðum og dimmum éljum þann 14. Þann 15 er komin norðvestan með snjókomu, og voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða éljum fram til 25. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, eða úrkomulausu. Síðasta dag mánaðar voru norðlægar vindáttir með éljum.

Annan janúar sást borgarísjaki 3 KM NA af Reykjaneshyrnu. Og var tilkynnt um jakann á hafísdeild Veðurstofunnar.

Vindur náði 34 m/s í kviðum í suðvestan hvassviðrinu þann 14., sem er meir en 12 vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. janúar 2018

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins.

Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.
Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins. Þar var tekinn fyrir fyrri hluti tillagna VesturVerks að skipulagsbreytingum vegna Hvalárvirkjunar en þær lúta að vinnuvegum, efnistökustöðum og staðsetningu vinnubúða. Síðari hluti skipulagstillagna VesturVerks vegna virkjunarframkvæmdanna verður lagður fram til kynningar á vormánuðum.  

Fyrir hreppsnefndinni lágu einnig tvö erindi VesturVerks sem snúa að mögulegum hitaveituframkvæmdum í hreppnum ásamt tillögum að samfélagsverkefnum, sem VesturVerk lýsir sig reiðubúið að ráðast í verði af virkjunarframkvæmdum. Lögfræðingur og byggingarfulltrúi hreppsins voru gestir fundarins í gær, ásamt fulltrúa verkfræðiskrifstofunnar Verkís, sem hefur yfirumsjón með skipulagstillögunum fyrir hönd VesturVerks.

Samfélagsverkefni

Í erindi VesturVerks til hreppsnefndar Árneshrepps dagsett 19. janúar s.l


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. janúar 2018

Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára.

Í dag eru 90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. Aðildarfélög í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu halda upp á þessi merku tímamót í kvöld. Klukkan 20 verður afmælisveisla í húsnæði allra björgunarsveita og slysavarnadeilda hringinn í kringum landið, sem endar á því að skotið verður upp hvítri sól á öllum stöðum.

Af því tilefni mun Björgunarsveitin Strandasól


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2018

Upplýsingafulltrúi og verkefnastjóri VesturVerks.

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.

Þetta er frábært framtak hjá Vesturverki að hafa fengið þessa frábæru konu sem upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækisins.

Birna Lárusdóttir gekk til liðs við VesturVerk nú um áramót og mun hún gegna starfi upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækisins. Ráðning Birnu er liður í því að stuðla að málefnalegri umræðu um fyrirhugaðar vikjanaframkvæmdir fyrirtækisins á Vestfjörðum og raforkumál almennt.

Birna er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og BA prófi í fjölmiðlafræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum árið 1992. Að námi loknu fluttist hún til Ísafjarðar og tók við stöðu fréttamanns Ríkisútvarpsins á Ísafirði. Hún var fréttaritari RÚV í Noregi um þriggja ára skeið en fluttist þá vestur á ný og starfaði m.a. við kennslu, blaðamennsku og ritstjórn. 

Árið 1998 tók hún sæti í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat í bæjarstjórn samfellt í 12 ár, lengst af sem forseti bæjarstjórnar. Hún var varaþingmaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. janúar 2018

Hvalárvirkjun, uppistöðulón og stíflur.

Yfirlitsmynd sem sýnir Þiðriksvallavatn, sem er uppistöðulón Þverárvirkjunar.
Yfirlitsmynd sem sýnir Þiðriksvallavatn, sem er uppistöðulón Þverárvirkjunar.

Það er fróðleg grein á vef Orkubús Vestfjarða um virkjanamál og útlit eftir framkvæmdir, eftir Sölva R Sólbergsson hjá orkusviði stofnunarinnar.

Mikið hefur verð rætt um Hvalárvirkjun að undanförnu og sitt sýnist hverjum.  Þegar rætt er um verklegar framkvæmdir, hvort heldur það eru orkumannvirki eins og þau sem tengjast Hvalárvirkjun, vegagerð út á landsbyggðinni eða jafnverl varnarmannvirki fyrir skriðu og snjóflóðum, þá á almenningur oft á tíðum erfitt með að átta sig á umfangi viðkomandi mannvirkja úti í náttúrunni fullbyggð og búið að ganga frá.  Hvað þá heldur að átta sig á ásýndinni nokkrum árum eftir lok framkvæmda, t.d. hversu fljótt gróður hefur náð sér á strik og veðrun á grjóti er búinn að þróast. 

Þótt Orkubú Vestfjarða sé ekki aðili að Hvalárvirkjun, þá má segja að aðrar virkjanir á Vestfjörðum, sem eru í undirbúningi, þurfa einnig að fara í leyfis og skipulagsferli og ekki úr vegi að sýna yfirstaðnar framkvæmdir sem innlegg í umræðuna.   Eitt af því sem fólk á


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. janúar 2018

Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda v. svæðisbundins stuðnings.

Sauðfjárbændur fengu greytt þann 19 janúar.
Sauðfjárbændur fengu greytt þann 19 janúar.

Fréttatilkynning frá Matvælastofnun Mast.

Sauðfjárbændur sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017 fengu á dögunuum greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi,(Þetta hlýtur að eiga að vera í Strandasýslu), er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. janúar 2018

Blótað þorra.

Þorramaturinn þótti góður.
Þorramaturinn þótti góður.
1 af 3

Þetta fá fólk sem er hér yfir veturinn í Árneshreppi kom saman á Kaffi Norðurfirði laugardagskvöldið þann 20. og héldu þorrablót. Ólafur Valsson verslunarmaður, dreif í þessu að halda þetta blót. Allir komu sem gátu og fært var til, þótt leiðindafærð væri. Fimmtán manns mættu af tuttugu sem eru í hreppnum núna. Þannig að fimm komu ekki. Fólki þótti


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. janúar 2018

Úrkoma árið 2017.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2017, reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2016:

Janúar 61,1 mm. (45,1). Febrúar 78,4 mm. (104,2). Mars 49,2 mm. (59,7). Apríl 166,7 mm. (23,5). Maí 127,0 mm. (71,2). Júní 62,5 mm. (38,8). Júlí 49,7 mm. (112,4). Ágúst 47,1 mm. (42,8).September 116,5 mm. (172,0). Október 61,2 mm. (66,9). Nóvember 72,6 mm. (90,0).


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. janúar 2018

OV. Auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki.

Orkubú Vestfjarða skrifsofur.
Orkubú Vestfjarða skrifsofur.

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2017, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. 

 

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

 

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.


Meira

Atburðir

« 2018 »
« Október »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón