Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. október 2009 Prenta

06-10-2009 kl. 22:00 - Upplýsingar frá ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.

Kort LHG frá því í gær.
Kort LHG frá því í gær.
1 af 2

Samkvæmt hafísvef Veðurstofu Íslands fór Landhelgisgæslan  í ískönnunarflug 6. okt. Um kl. 22:00 sáust a.m.k. 13 borgarísjakar út af Vestfjörðum. Borgarísjaki sást næst landi 77 sml vestnorðvestur af Bjargi. Ísjakarnir eru flestir nærri miðlínu (sjá kortið hér að neðan). Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu og jafnvel nær landi sem geta verið varasamir skipum. Rétt er að minna á að vart hefur orðið við ísjaka í Húnaflóa.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu þar sem borgarísjakarnir eru hættulegir skipum og sumir jakarnir geta sést illa í radar. Einnig er minnt á að borgarís er nokkuð algengur á þessum tíma árs í nánd við landið.

Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu ísjakanna sem LHG varð vart við.
Einnig er hér kort frá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands sem sýnir borgarísjaka 4 og 5 október.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Kort Árneshreppur.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón