Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2019

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Isavia.

Flugslysaæfing verður haldin á Flugvellinum á Gjögri þann 19. október næstkomandi. Æfingin er haldin af Isavia, almannavörnum ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Vestfjörðum. Dagskráin samanstendur af skyndihjálparkennslu á föstudagseftirmiðdeginum og eldvarnarfræðslu fyrir hádegi á laugardegi í félagsheimilinu. Flugslysaæfingin sjálf er síðan eftir hádegi á flugvallarsvæðinu sjálfu.

Við viljum hvetja alla íbúa á svæðinu og nágrannasvæðum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. október 2019

RÚV á að vera á Auglýsingamarkaði.

RÚV áfram á auglýsingamarkaði.
RÚV áfram á auglýsingamarkaði.

Vefstjóri https://litlihjalli.it.is/ vill að Ríkisútvarpið sé áfram á auglýsingamarkaði eins og verið hefur. Vefstjóri getur ekki séð neitt sem mælir á móti því að svo verði áfram. Þótt litlihjalli sé lítill einkarekin sveitavefur sér vefstjóri ekkert sem mundi minnka auglýsingar á vefnum þótt RÚV sé áfram á auglýsingamarkaði. Þótt séu ekki margar auglýsingar á vefnum, þá eru það oft á tíðum auglýsingar sem tengjast byggðarlaginu og nærliggjandi byggðarlögum. Á Þessum vef allt tildæmis frá Vestfjörðum suður um Strandir og syðst í Dalasýslu. Og þessir auglýsendur skaffa oft


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2019

Veðrið í September 2019.

Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fimm daga mánaðarins voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, lítilsáttar úrkoma, fremur svalt. Loks þann 6 snerist í ákveðnar suðlægar vindáttir, ( sem lítið var um í sumar, síðast seint í júní.) Það hlýnaði í veðri í þessum suðlægu vindáttum fram til 8.Talsverð úrkoma var þann 7. Síðan fór í norðlæga vindátt aftur þann 9 og voru norðlægar vindáttir fram til 12 með vætu. Þann 13 var skammvinn sunnanátt með skúrum. Þann 14 var norðaustan og síðan norðan með úrhellisrigningu. Úrkoman mældist 21,7 mm eftir daginn. En þann 15 var skammvinn suðlæg átt. 16 til 22 voru norðlægar vindáttir með vætu, en mikil rigning 19 og 20. Úrkoman mældist þessa tvo sólarhringa 75,1 mm. Frá 23 og til 25 voru breytilegar eða suðlægar vindáttir og hægviðri með úrkomulitlu veðri, en hlýju hitinn fór í 17,1 stig þann 24. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með súld og kaldara veðri. Mánuðurinn verður að teljast hlýr í heild, en úrkomusamur á köflum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. september 2019

Snjóaði í fjöll í gær.

Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.
Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.

Þá er fyrsti snjórinn í haust komin í fjöll, það hefur snjóað talsvert í gær. Myndin sýnir Örkina sem er 634 m, og Lambatind og Reyðarfell sem er næst Finnbogastaðafjalli. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niður í 0,0 gráður, en


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2019

Réttað í Melarétt.

Féið kemur í rétt.
Féið kemur í rétt.
1 af 4

Í gær föstudaginn 13 var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð og rekið í Melarétt. Leitarmenn fengu sæmilegt veður fyrri daginn, SV kalda og skúrir. En seinni daginn réttardaginn var NA og síðan N kaldi og upp í allhvassan vind með rigningu. Slagveður var þegar réttað var um hálf þrjú leitið. Síðan fóru leitarmenn í mat að Melum eða heim til sín, enda allir eins og af sundi dregnir.

Ekki er vitað hvernig smalaðist fyrr en búið er að draga.

Hér er ein vísa í restina:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. september 2019

Rafmagn tekið af á mánudaginn 9 september.

Frá Trékyllisheiði.
Frá Trékyllisheiði.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Mánudaginn 9 september kl 13:00 verður rafmagn tekið af Árneshreppi vegna vinnu á Trékyllisheiði í ca 3 tíma. Það þarf að skipta um að minnstakosti þrjá staura. Sennilega hefur komið elding


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2019

Byrjað að smala heimalönd.

Fé kemur niður veg.
Fé kemur niður veg.
1 af 4

Í dag byrjuðu bændur að smala heimalönd sín og á eyðibýlum. Smalað var í dag frá Gjögri, Reykjanesströndin, Reykjaneshyrnan og Hólarnir sem eru norðaustanmegin í Reykjaneshyrnunni. Féið var rekið inn í Litlu-Ávík og lömb vigtuð. Enn öll lömb eru vigtuð til að fá meðalþungan út á fæti.

Hæg norðlæg vindátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. september 2019

Fjárleitir 2019.

Frá Kjósarrétt í fyrra.
Frá Kjósarrétt í fyrra.

Fjallskilaseðillinn er komin hér á vefinn er vinstra megin fyrir neðan fréttir hér á vefnum, undir Fjallskil 2019.

Fyrrileitir norðursvæðið er á föstudaginn 13 september og réttað í Melarétt þann laugardaginn 14 september. Seinnileitir eru á laugardaginn 21 september og réttað í Kjósarrétt.

Dagana þar á undan eru óskipulagðar


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2019

Veðrið í Ágúst 2019.

Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, eins og var í júlí síðastliðinn. Svalt var í veðri eins og hefur reindar verið í allt sumar. Algjört haustveður var í ágúst.

Úrkomusamt var í mánuðinum, úrkomulítið var fyrstu ellefu dagana, síðan var mjög úrkomusamt frá tólfta til fimmtánda, síðan dró úr úrkomu til tuttugusta og fimmta, eftir það var úrkomusamt út mánuðinn.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Nýr verslunarstjóri.

Thomas nýr verslunarstjóri.
Thomas nýr verslunarstjóri.
1 af 2

Þann 24 ágúst síðastliðin tók Thomas Elguetjabal við af Árnýju Björk Björnsdóttir sem verslunarstjóri við Verslunarfélagi Árneshrepps í Norðurfirði. Árný var í allt sumar og raunverulega sá hún um að starta öllu á stað með vöruúrval í hinni nýju verslun. Hennar verður sárt saknað í versluninni, hún var svo hlýleg og liðleg við viðskiptavininna. Thomas sem nú hefur tekið við verslunarrekstrinum er frá Frakklandi og hefur verið að vinna á


Meira

Atburðir

« 2019 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
Vefumsjón