Veðrið í Desember 2024.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 46,7 mm. (í desember 2023: 63,7 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.
Þurrir dagar voru 4.
Mestur hiti mældist þann 9: +11,6 stig.
Mest frost mældist þann 2: -11,8 stig.
Meðalhiti mánaðarins var -1,4 stig. (í desember 2023: -1,2 stig.)
Meðalhiti við jörð var -4,43 stig. (ídesember 2023: -4,71 stig.)
Alhvít jörð var í 19 daga.
Flekkótt jörð var í 8 daga.
Auð jörð var því í 4 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 31: 16 CM.
Yfirlit dagar eða vikur:
Frá fyrsta og fram til sjöunda voru norðlægar vindáttir með frosti og lítilsáttar úrkomu.
Þann áttunda var S og síðan SV og þá um kvöldið frá 21:00 og fram til 02:00 aðfaranótt níunda var jafnavindur alltaf yfir 20 m/s enn kviður fóru mest í 36 m/s.
Þá var N eða NV frá 12 og fram til 13 með éljum.
SV átt var 14 með Snjóéljum eða skúrum.
Síðan voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Enn frost og snjóél.
Frá 21 var umhleypingasamt veður, snjókoma, él.
Jóladagana var SV hvassviðri með dimmum snjóéljum og skafrenningi.
Þann 28 gekk í Norðan átt með snjókomu, síðan éljum, og var NA eða ANA út árið með éljum, enn stytti upp og var léttskýað á gamlárskvöld.