Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2024

Veðrið í Maí 2024.

Tún farin að grænka. Flekkótt fjöll.
Tún farin að grænka. Flekkótt fjöll.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48.2 mm. (í maí 2023 74,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26 +14,8 stig.

Mest frost mældist þann 14 -1,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,1 stig. (í maí 2023 +5,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,55 stig. (í maí 2023 +1,82 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 22 daga.

Auð jörð var því í 9 daga.

Snjódýpt ekki mælanleg. (Jörð var flekkótt að litlu leyti.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Auð jörð á lálendi var fyrst talin þann 23.

Ræktuð tún voru farin að taka við sér fyrir mánaðarlok.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. maí 2024

Veðrið í Apríl 2024.

Það var mikið eftir af sköflum þann 23.
Það var mikið eftir af sköflum þann 23.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 21,9 mm. ( í apríl 2023: 49,6.mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann:21 +10,7 stig.

Mest frost mældist þann:19 -6,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. ( í apríl 2023:+2,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,2 stig.  ( í apríl 2023: -0,65 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 12: 54.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Þann 6 um kvöldið var NA allhvasst og hvassviðri um tíma með miklum éljum og skafrenningi.

Og þann 7 og 8 var NNA allhvasst og él og skafrenningur. A kaldi og snjókoma um morguninn þann 9.

Þann 11 var NA kaldi og slydda, síðan N allhvass með snjókomu þann 12.

Það hlýnaði í veðri þann 20 með suðlægum vindáttum og snjó fór að taka upp.

Síðustu daga mánaðarins var oft þoka og eða súld og kalt í veðri.

Mjög snjóþungt var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. apríl 2024

Veðrið í Mars 2024.

Mikið var um snjókomu eða él í mánuðinum.
Mikið var um snjókomu eða él í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,5 mm. (í mars 2023: 25,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 8: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann 2: -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í mars 2023: -2,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,97 stig.  (í mars 2023. -5,7 stig.)

Alhvít jörð var í 25 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 23: 46.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomusamt var frá miðjum mánuði.

Það snjóaði talsvert þann 15 í hægviðri og fram á 16.

Þann 17 og 18 var allhvasst, hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu, fram á morgun þann 19.

Þann 20 um kvöldið gekk í allhvassa NA eða ANA átt með snjókomu. Þann 21 var slydda og síðan snjókoma og hvassviðri og síðan stormur um tíma. Þann 22 var allhvöss norðanátt með snjókomu. Veðrið gekk síðan niður þann 23. Síðan voru él og skafrenningur út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. mars 2024

Veðrið í Febrúar 2024.

Stundum var bjartviðri.Urðarfjall.Norðurfjörður.Krossnesfjall.Drangajökull í baksýn.
Stundum var bjartviðri.Urðarfjall.Norðurfjörður.Krossnesfjall.Drangajökull í baksýn.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 60,5. mm. (í febrúar 2023: 99,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 18:+7,5 stig.

Mest frost mældist þann 25:-9,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,2 stig. (í febrúar 2023: +1,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -4,6 stig. (í febrúar 2023: -2,0 stig.)

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 7: 36.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Smá spilli bloti varð seinnihluta dags þann fyrsta og fram á hádegi þann annan. Enn einn spilli blotinn var þann 25.Mikil svell á vegum.

Það snjóaði mikið frá 13:30 og fram yfir miðnætti þann 4.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. febrúar 2024

Veðrið í Janúar 2024.

Jörð varð næstum auð á lálendi í hlýundunum 7 til 12.
Jörð varð næstum auð á lálendi í hlýundunum 7 til 12.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 40,9 mm.  (í janúar 2023: 73,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 9: +9,9 stig.

Mest frost mældist þann 18: -9,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 0,0 stig. (í janúar 2023: -0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,38 stig.  (í janúar 2023: -3,61 stig.)

Alhvít jörð var í  12 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1: 30 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Smá bloti var fyrsta  og annan, og síðan gerði hlýindi frá sjöunda og fram til tólfta, og varð jörð á láglendi, næstum auð. Einnig var smá bloti þann 25.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. janúar 2024

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2023.

Mælar á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mælar á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2023 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2022:

Janúar:-0,7 stig.  (-0,2 stig.)

Febrúar:+1,5 stig.  (-1,3 stig.)

Mars:-2,5 stig. (+0,5 stig.)

Apríl:+2,6 stig. (+2,8stig.)

 Maí :+5,1 stig.  (+3,7 stig.)

 Júní:+9,1 stig.  (+7,0 stig.)

 Júlí:+6,6 stig.  (+8,7 stig.)

 Ágúst:+9,1 stig.  (+8,8 stig.)

September:+7,7 stig. (+7,3 stig.)

 Október:+4,0 stig. (+4,1 stig.)

 Nóvember:+2,1 stig. (+4,0 stig.)

 Desember:-1,2 stig.  (-1,7 stig.)

Meðalhiti ársins 2023 var +3,6 stig.  (árið 2022: +3,6 stig.)

Hitinn var hæstur í júní og í ágúst +9,1 stig. En í ágúst 2022 +8,8 stig. Kaldast var í mars -2,5 stig.. En 2022 var kaldast í desember -1,7 stig.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. janúar 2024

Úrkoma árið 2023 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2023, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2022.

Janúar: 73,6 mm. (67,5 mm.)

Febrúar:99,5 mm. (58,5 mm.)

Mars:25,8 mm. (142,3 mm.)

Apríl:49,6 mm.(34,2 mm.)

 Maí:74,5 mm. (117,3 mm.

Júní:52,2 mm. (74,9 mm.)

Júlí:74,4 mm.: (42,6 mm.)

Ágúst:42,6 mm. (74,7.mm.)

September:103,4 mm. (45,4. mm.)

Október:76,0 mm. (127,9.mm.)

Nóvember:35,9 mm. (57,9 mm.)

Desember:63,7 mm.  (30,9 mm).

Samtals úrkoma árið 2023 var 771.2 mm.

Úrkoman er talsvert minni enn á árinu 2022  sem var 874,1.mm. Er úrkoman því 102,9 mm minni en árið 2022. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra aðeins í septembermánuði. Enn 2022 fer úrkoma yfir hundrað mm í mars og maí og líka í október. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð nokkrum sinnum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. janúar 2024

Veðrið í Desember 2023.

Talsvert snjóaði seinnihluta mánaðarins.
Talsvert snjóaði seinnihluta mánaðarins.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  63,7 mm. (í desember 2022: 30,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 13: +8,4 stig.

Mest frost mældist þann 30: -8,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,2 stig. (í desember 2022: -1,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -4.71 stig. (í desember 2022: -5,12 stig.)

Alhvít jörð var í 29 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 24. 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðarins.

Eftir góðviðri og hægviðri fram til 12 desember gerði umhleypinga og var umhleypingasamt fram til nítjánda. Eftir það voru norðlægar vindáttir, N,NV, NA, með hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum. Það stytti upp á jóladag. Síðan byrjuðu él þann 27 með norðanátt, úrkomulaust var tvo síðustu daga mánaðar. Fallegt veður og hægur vindur var á gamlárskvöld.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2023

Veðrið í Nóvember 2023.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  35,9 mm.  (í nóvember 2022:57,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 21: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -5,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 2,1 stig. (í nóvember 2022: +4,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,87 stig. (í nóvember 2022: -0,79 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 CM. Dagana 6-10-11-12-23-24.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2023

Veðrið í Október 2023.

Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76.0.mm. (íoktóber 2022:127,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 19: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 14: -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,0 stig. (í október 2022: +4,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,76 stig. (í október 2022: +0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Alhvít jörð var að morgni þann 14 í fyrsta sinn í haust. Og var aðeins þann dag í mánuðinum.

Mjög héluð jörð var fimm síðustu daga mánaðarins.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón