Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. desember 2024 Prenta

Veðrið í Nóvember 2024.

Nokkrir dagar voru bjartir í mánuðinum, léttskýjað eða heiðskírt.
Nokkrir dagar voru bjartir í mánuðinum, léttskýjað eða heiðskírt.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 39,0 mm.  (í nóvember 2023: 35,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 7 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 12: +15,7 stig.

Mest frost mældist þann 28: -8,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,8 stig. (í nóvember 2023: +2,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,65 stig. (í nóvember 2023: -1,87 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 1-22-23-24: 9.CM.        

Yfirlit dagar eða vikur:

Kalt var fyrstu þrjá dagana, enn síðan hlýnaði og var hlýtt fram í miðjan mánuð, enn síðan kuldatíð.

Í Sunnan og SA hvassviðrinu þann 7 fóru kviður í 35 m/s. Og um kvöldið í SV roki fóru kviður í 39 m/s.

Og í SV hvassviðri þann 13 fóru kviður í 42 m/s.

Norðan átt með frosti og éljum voru frá 16 og til 25. Síðan snerist í SV átt um miðjan dag sama dag, og entist hún fram á kvöld þann 27. Þá um kvöldið snerist snögglega í N átt með snjókomu fram á nótt. Síðan var Norðan út mánuðinn með talsverðu frosti.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
Vefumsjón