Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. september 2025
Prenta
Nýr slökkvibíll á Gjögurflugvöll.
Fjórum nýjum, sérútbúnum slökkvibílum var ekið af stað í dag frá Reykjavíkurflugvelli á fjóra innanlandsflugvelli víða um land þar sem þeir verða afhentir til notkunar. Bílarnir verða notaðir til viðbragðs á flugvöllunum á Bíldudal, Gjögri, í Grímsey og á Hornafirði.
Bílarnir eru af gerðinni Ford F550.
„Það er mikið fagnaðarefni að taka á móti þessum slökkvibílum sem eiga eftir að styrkja til muna neyðarviðbúnað á flugvöllunum sem um ræðir og í nágrenni þeirra,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. „