Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. desember 2022

Sjálfvirk Veðurstöð sett upp í Litlu-Ávík.

Nýja sjálfvirka veðurstöðin, mannaða stöðin í baksýn.
Nýja sjálfvirka veðurstöðin, mannaða stöðin í baksýn.
1 af 3

Veðurstofa Íslands setti upp sjálfvirka veðurstöð í Litlu-Ávík á Ströndum í dag, enn mönnuð stöð er þar fyrir frá 12 ágúst 1995. Þetta þýðir ekki að veðurathugunarmaður þurfi ekkert að gera, hann verður að taka skýjahæð og skýjasort og veðurlýsingu, hvort sé rigning él og svo framvegis. Og skyggni mæla úrkomu og gefa upp sjólag og mæla sjávarhita og mæla lágmarkshita við jörð og mæla snjódýpt og fleira. Sjálfvirka stöðin sendir vindátt og vindhraða og einnig hitastig og rakastig á 10 mínútna fresti. Sem almenningur sér á klukkutíma fresti. Einnig er loftvog.

Vilhjálmur Þorvaldsson sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni og Hákon Halldórsson settu mælana upp. Stöðin byrjaði að senda rétt klukkan 16:00 í dag. Stöðin sendi klukkan 15:00 en þá voru vindmælar ekki tengdir, aðeins hitastig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2022

Veðrið í Nóvember 2022.

Lítill snjór í fjöllum.
Lítill snjór í fjöllum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Frá 1 til 11 voru norðlægar vindáttir með vindi frá golu og uppí hvassviðri þann 10. Slydda, rigning eða súld. Frá 12 til 22 voru breytilegar vindáttir og hægviðri og með úrkomulitlu veðri. Frá 23 til 27 voru norðlægar vindáttir með stinningskalda og uppí hvassviðri. Þann 28 var suðvestan kaldi með lítiláttar slydduéljum. 29 og 30 var suðaustan og hægviðri með rigningu þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 57,9 mm.  (í nóvember 2021. 78,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 30: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7 og 30: -0,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,0 stig. (í nóvember 2021. +1,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,79 stig. (í nóvember 2021. -2,32 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var oftast slæmt í mánuðinum enn þó voru nokkrir góðir dagar eða sæmilegir: Sjólítið eða dálítill sjór dagana 15,16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 29, 30. Annars var slæmt sjóveður.Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-11: Norðan, Norðaustan, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri þ.10. Slydda, rigning, súld, úrkomulaust 5, 6 og 8. Hiti frá -1 uppí +5 stig.

12-22: Austan SA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, enn úrkomulaust, 19, 20, 21, 22. Hiti +1 til +10 stig.

23- 27: Norðaustan, N, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, rigning, súld, slydda, slydduél, úrkomu vart.Þ. 23. Hiti +2 til +6 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, stinningskaldi, slydduél, hiti +1 til +4 stig.

29-30: Suðaustan andvari, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust þ.29. Rigning þ.30. Hiti frá -0,5 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2022

Veðrið í Október 2022.

Örkin alhvít 10-10.
Örkin alhvít 10-10.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan hvassviðri með rigningu. 2 og 3 voru suðlægar vindáttir með rigningu. Þann 4 gerði norðan áhlaup með rigningu á laglendi, en slyddu eða snjókomu á hálendi, norðlæg átt var fram til sjöunda, en minni vindur. Þann 8 var austanátt með rigningu. Þann 9 gekk í norðan hvassviðri með slyddu eða rigningu á lálendi, enn snjókomu til fjalla. Norðanáttin gekk svo niður þann 10. Þann 11 var suðaustan hægviðri með talsverðri rigningu. Þann 12 var suðvestan kaldi, síðan hægari, skúrir. 13 til 16 var norðanátt með kalda og uppí hvassviðri, með rigningu, slyddu og snjókomu, festi snjó á láglendi. Þann 17 var hægviðri og úrkomulaust. 18 og 19 var suðvestan kaldi og uppí allhvassan vind og þurru veðri. Þann 20 var hægviðri og úrkomulaust. Og þann 21 var norðaustan kaldi í fyrstu og rigning. 22 og 23 var hæg austlæg vindátt með þurru veðri. 24 til 27 var norðlæg vindátt með lítiláttar súld. 28 og 29 var suðvestan kaldi með úrkomulausu veðri. Þann 30 var suðlæg vindátt og síðan NV með rigningu. Þann 31 var suðlæg vindátt í fyrstu með rigningu, og síðan norðan með súld.

Nokkuð úrkomusamt var fram í miðjan mánuð, eða 115 mm. (Frá 1 til 15.)

Mæligögn:

Úrkoman mældist 125,7 mm. (í október 2021: 144,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 2: +10,2 stig.

Mest frost mældist þann 17: -2,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,1 stig.  (í október 2021: +3,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,47 stig. (í október 2021: +0,67 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var oftast slæmt í mánuðinum, þó voru nokkrir dagar sæmilegir, 18, 19, 20, 23, 27, 28, 29, 30. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt eða vont eða ekkert sjóveður, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 16: 2 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan, ANA, allhvasst, rigning, súld, hiti +6 til +8,5 stig.

2-3: Suðvestan, S, rigning, skúrir, hiti +6 til +10 stig-

4-7: Norðan, NA, NNV, allhvasst, hvassviðri, stormur, stinningskaldi, kaldi, rigning, hiti +2 til +7 stig.

8: Austan ANA, stinningskaldi, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +4 til +5 stig.

9-10: Norðan allhvasst, hvassviðri, stinningskaldi, gola, slydda, rigning, úrkomulaust þ.10. Hiti +1 til +3 stig.

11: Suðaustan kul, rigning, hiti frá -1 til +6 stig.

12: Suðvestan, kaldi, stinningsgola, síðan gola, skúrir, hiti +4 til +6,5 stig.

13-16: Norðan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri,skúrir, rigning, slydda, snjókoma, hiti +1 til +4 stig.

17: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust, frost frá -2 stig uppí +4 stiga hita.

18-19: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, úrkomulaust, hiti +1 til +7,5 stig.

20: Breytileg vindátt, gola, úrkomulaust, hiti +2 til 7 stig.

21: Norðaustan, NNA, NV, kaldi, stinningsgola, kul, rigning, skúrir, hiti +2 til +5 stig.

22-23: Suðaustan eða breytileg vindátt, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti frá -1 til +7 stig.

24-27: Norðan, NAN, NV, gola, stinningsgola, kaldi, súld, úrkomu vart þ.24 og 26. Hiti +1 til +5 stig.

28-29: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +1 til +7 stig.

30: Sunnan, SSA, kul í fyrstu, síðan NV, gola, rigning, hiti +1 til +4 stig.

31: Breytileg vindátt í fyrstu, kul, rigning, síðan norðan gola og súld, hiti +3 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. október 2022

Veðrið í September 2022.

Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.
Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var hæg suðlæg vindátt og hlýtt í veðri. Þann 2 var norðan stinningskaldi með súld og rigningu, svalt í veðri. Þann 3 var breytileg vindátt og hægviðri með súldarvotti. Þann 4 var suðvestanátt með hlýu veðri. Frá 5 til 9 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. 10 og 11 var norðan kaldi með þokulofti og lítilsáttar súld. Þann 12 var suðvestan kaldi með hlýju veðri. Þá var norðan 13 og 14 með smá súld. Þann 15 var breytileg vindátt með hægviðri. Þann 16 var suðvestan strekkingur. 17 og 18 var norðlæg vindátt og hægviðri. Þann 19 var austan gola og rigning, hlýtt í veðri. 20 til 21 var suðlæg vindátt með rigningu um tíma og hlýtt í veðri. Þann 22 var norðaustanátt með súld og þokulofti, kalt í veðri. S3 og 24 var suðvestan hvassviðri uppí ofsaveður í jafnavind. Þann 25 var norðlæg vindátt, með lítilsáttar vætu. 26 til 28 var hægviðri og þurrviðri. 29 og 30 var austlæg vindátt en gekk síðan í norðaustan og orðin allhvass um kvöldið þ.30. Súld og rigning.

Vindur fór í kviðum uppí 43 m/s  þann 24.

Borgarísjaki sást í mánuðinum frá veðurstöðinni. Hafísfréttir sendar á VÍ 20 og 21.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,0 mm. ( í september 2021 188,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 4: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 27: 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,3 stig. (í september 2021 +7,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var +2,72 stig. (í september 2021 +4,37 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var í meirihluta mánaðarins, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn slæmt sjóveður var vegna ölduhæðar eða hvassviðra dagana, 2, 10, 12, 13, 16, 24, 25, 26, 27, 30. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Sunnan SSV, kul, gola, úrkomulaust, hiti +8 til +13 stig.

2: Norðan, NNV, stinningskaldi, kaldi,stinningsgola, súld, rigning, hiti +5 til +7 stig.

3: Breytileg vindátt, kul, stinningsgola,súld, hiti +8 til +11 stig.

4: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, gola, kul, úrkomulaust, hiti +9 til +17 stig.

5-9: Breytilegar vindáttir, andvari, kul, þoka, súld, rigning, úrkomulaust 5 og 6, hiti +2 til +15 stig.

10-11: Norðan, gola, kaldi, þoka, súld, hiti +3 til +8 stig.

12: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +9 til 13 stig.

13-14: Norðan kaldi, stinningsgola, kul, súld, úrkomulaust þ.14. Hiti +3 til +7 stig.

15: Breytileg vindátt kul eða gola, úrkomulaust, hiti +1 til 8 stig.

16: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, úrkomulaust, hiti +5 til +12 stig.

17-18: Norðan, NA, kul eða gola, súldarvottur, úrkomulaust þ. 18.Hiti +3 til +10 stig.

19: Austan gola, rigning, hiti +7 til +14 stig.

20-21: Suðvestan kaldi, stinningsgola, SA, gola um tíma með rigningu, hiti +8 til +15,5 stig.

22: Norðaustan, ANA, súld og þokuloft, hiti +4 til +6 stig.

23-24: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, úrkomulaust þ.23, skúrir.þ.24. hiti +6 til +16 stig.

25: Norðan, NNV, NA, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, rigningarvottur, hiti +5 til +9 stig.

26-28: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +0 til +7,5 stig.

29-30: Suðaustan kul í fyrstu síðan ANA og NA gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, súld, rigning, hiti +6 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2022

Veðrið í Ágúst 2022.

Kvöldsól í Litlu-Ávík.
Kvöldsól í Litlu-Ávík.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan með rigningu eða súld, fremur svalt. Þann 5 var suðvestan hægviðri með hlýju veðri, og einnig þann 6. Þann 7 og 8 voru suðlægar vindáttir með vætu og hlýju veðri. 9 og 10 var vindur norðlægur með rigningu. Þann 11 var suðvestanátt með skúrum. Frá 12 til 16 voru hægar breytilegar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þá var norðanátt frá 17 til 20, talsverð rigning þann 19 og 20. Dagana 21 og 22 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. Frá 23 til 26 var norðanátt með golu og upp í kalda með súld. Frá 27 til 31 voru suðlægar vindáttir með rigningu 30 og 31. Hlítt í veðri.

Mesti hiti sumarsins mældist 19,5 stig þann 30 ágúst.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 89,2 mm. (í ágúst 2021: 43,0. mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 30 +19,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22 +2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,8 stig. ( í ágúst 2021: +11,4 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,62 stig. ( í ágúst 2021: +8,85 stig.)

Sjóveður: Ágætis sjóveður var meirihluta mánaðarins, það er gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt sjóveður var vegna vinds eða ölduhæðar dagana, 1, 2, 3, 8, 19, 20, 21, 25, 26. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan NNV, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola,rigning, súld, úrkomulaust þ.4. Hiti +6 til +12 stig.

5: Suðsuðvestan gola, úrkomulaust, hiti +6 til +17 stig.

6: Breytileg vindátt, logn, andvari eða kul, úrkomuvottur, hiti +9 til +12 stig.

7-8: SA, S, SSV, kul, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, hiti +10 til +13 stig.

9-10: Norðan, NV, kaldi, stinningsgola, rigning, hiti +7 til +11 stig.

11: Suðvestan gola, stinningsgola, skúrir, hiti +8 til +15 stig.

12-16: Breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, úrkomulaust þ.16. Hiti +5 til +15 stig.

17-20: Norðan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, súld, hiti +4 til +13 stig..

21-22: Breytileg vindátt, kul, gola, stinningsgola, súld, úrkomulaust þ. 21. Hiti +3 til +9 stig.

23-26: Norðan NNV, gola, stinningsgola, kaldi, súld, rigning, úrkomulaust þ.26. hiti +5 til +9 stig.

27-31: Suðaustan, SSV, kul, gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust 27, 28, 29. Hiti +3 til +19,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2022

Mesti hiti sumarsins.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Nú í dag mældist mesti hiti sumarsins á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar hitinn fór í +19,5 stig.

Mesti hiti sem mælst hefur í Litlu-Ávík var 13 ágúst 2004, þegar hitinn mældist +26,0 stig. Þennan dag voru mörg hitamet slegin á landinu. Nú er að hausta og falla varla hitamet efir þetta.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2022

Veðrið í Júlí 2022.

Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.
Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum með lítilsáttar súld og þokulofti. 6 og 7 var vindur austlægur, enn síðan vestlægur með rigningu, hlítt. 8 og 9 var norðlæg vindátt með rigningu. Þann 10 og 11 var suðlæg vindátt, síðan norðlæg, smá væta og síðan þokumóða í norðanáttinni. Þann 12 var norðan stinningskaldi með súld og kalt í veðri. 13 og 14 var hægviðri og hlýtt í veðri. Frá 15 til 25 voru hægar hafáttir, oft með þoku og þokusúld, oft kalt í veðri en hlýrra þegar birti upp á milli. Frá 26 til 28 var suðlæg vindátt með rigningu eða skúrum, hlýtt í veðri. Frá 29 til 31 var norðlæg vindátt með súld eða rigningu. Fremur svalt.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,8 mm. (í júlí 2021: 44,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur mældist þann 13: +16,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 6: +3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,7 stig. (í júlí  2021: +8,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,0 stig. (í júlí 2021 +8,22 stig.)

Sjóveður: Ágætis sjóveður var meiri hluta mánaðarins, gráð sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var dagana, 7, 12, 13, 28, 29, 30 og 31. Það var dálítill sjór, talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Norðan, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld, úrkomulaust þ.1 og 4. Hiti +6 til +11 stig.

6-7: Austan gola, síðan VSV stinningskaldi, rigning, hiti +3 til +15 stig.

8-9: Norðan,NV, stinningsgola, kul, rigning, hiti +5 til +14 stig.

10-11: Sunnan stinningsgola í fyrstu, síðan norðan kul, stinningsgola, skúrir þ.10. Þokumóða þ. 11. Hiti +8 til +14 stig.

12: Norðan stinningskaldi, kaldi, súld, hiti +5 til +7 stig.

13: Suðvestan kul, gola, síðan N gola, úrkomulaust, hiti +4 til +16,5 stig.

14: Breytileg vindátt kul eða gola, skúrir, hiti +7 til +12 stig.

15-25: Norðan, NV, NV, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, þokumóða, súld, rigning, hiti +4 til +12 stig.

26-28: Suðaustan kul, gola, stinningsgola, síðan SV kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +8 til 16 stig.

29-31: Norðan, NV, gola, stinningsgola, súld, rigning, hiti +6 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2022

Veðrið í Júní 2022.

Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.
Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan kul og smá súldarvottur. 2 til 5 voru suðvestlægar vindáttir með smá úrkomuvotti sem mældust ekki. Frá 6 til 13 voru hafáttir oftast með einhverri úrkomu og þokulofti fremur svalt í veðri.  Það hlýnaði með breytilegum vindáttum 14 til 16, úrkomuvottur. Þá gekk í norðlæga vindátt þann 17 og 18 með svölu veðri og rigningu. Þann 19 var suðvestan allhvass og skúravottur, hlítt í veðri. Þann 20 var hæg norðanátt. Þann 21 var suðvestan eða sunnan kaldi með skúrum eða rigningu. Frá 22 til 29 voru norðlægar vindáttir með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 30 var norðan í fyrstu með þokusúld og kalt, en síðan gerði suðaustan golu með hlýu veðri um hádegi.

Mjög kalt var í veðri frá 21 og til 29 og snjóaði oft í fjöll á þessu tímabili. Reyndar var oft svalt í mánuðinum, en hlýnaði aðeins á milli.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,2 mm. (í júní 2021: 63,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 8 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 19: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 27: +2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,0 stig. (í júní 2021:+7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í júní 2021: +4,46 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var dagana 17, 18, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28. Það var dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var gott eða sæmilegt sjóveður. Það var gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan kul eða gola, úrkomu varð vart, súld, hiti +5 til +7 stig.

2-5: Suðvestan, V, VNV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúravottur, þ.2, 3, og 5. Úrkomulaust, þ.4.  Hiti +4 til +12 stig.

6-13: Norðan, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúrir, rigning, súld, þoka, úrkomulaust 8 og 9. Hiti +3 til +10 stig.

14-16: Suðvestan, SA, N, kul, gola, skúravottur, úrkomu vart, hiti +7 til +14 stig.

17-18: Norðan, NV, gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +6 til +14 stig.

19: Suðvestan stinningskaldi, allhvasst, skúravottur, hiti +10 til +17 stig.

20: Norðan kul eða gola, hiti +8 til +10 stig.

21: Suðvestan, S, gola, kaldi, skúrir, rigning, hiti +3 til +12 stig.

22-29: Norðan,NV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, skúrir, súld, þoka, hiti +2 til +8 stig.

30: Norðan kul í fyrstu með súld og þoku,síðan SA kul eða gola, hiti +7 til +13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2022

Veðrið í Maí 2022.

Þann 11 snjóaði talsvert.
Þann 11 snjóaði talsvert.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1-4 voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða slyddu. 5 til 7 voru suðlægar vindáttir með slyddu, snjókomu eða éljum. Frá 8 til 14 voru norðlægar vindáttir með kuldatíð, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 15 fór loks að hlýna í veðri í bili með hægviðri. Frá 17 til 27 voru norðlægar vindáttir oft með súld eða rigningu og köldu veðri. Þann 28 fór að hlýna vel í veðri, samt með norðlægum vindáttum,(innlögn), hægviðri og svölu veðri á nóttinni þegar léttskýjað var.

Ræktuð tún voru farin að taka aðeins við sér um 20 þrátt fyrir kuldatíð.

Mánuðurinn einkenndist af kuldatíð fram í miðjan mánuð og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  119,0 mm.(í maí 2021: 8,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 29: +14,5 stig.

Mest frost mældist þann 5: -3,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,7 stig. (í maí 2021:+3,3 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,63 stig. ( í maí 2021: -0,19 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var dagana 6, 7, 8, 15, 16, 17, 18, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31. Ládautt, Gráð eða dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann. Þann 14: 14 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan, NA, kaldi, stinningskaldi, snjóél, snjókoma, slydda, úrkomulaust þ.2. Hiti -2 til +5 stig.

5-7: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, él, hiti -4 til +8 stig.

8-14: Norðaustan, N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, slydda, snjókoma, snjóél, hiti frá +5 niður í -2 stig.

15-16: Norðan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning, úrkomulaust þ.16. Hiti +3 til 11 stig.

17- 27: Norðan, kul, gola,stinningsgola, kaldi, þoka, súld, rigning, hiti frá +2 til +7 stig.

28-31: Norðan kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust 28, 29 og 30, rigning þann 31. Hiti +1 til +14,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2022

Veðrið í Apríl 2022.

Þoka var þann 2 og oftar.
Þoka var þann 2 og oftar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu tvo daga mánaðarins og sæmilega hlýtt í veðri. Frá 3 til 6 var norðaustanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Hægviðri var 7 og 8 og úrkomulaust. 9 til 12 var norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Dagana 13 og 14 var hægviðri með smá vætu þann 14. Frá 15 til 17 voru suðlægar vindáttir hvassviðri í fyrstu síðan mun hægari og ört hlýnandi veður, úrkomulítið. 18 til 20 voru hafáttir og kólnandi veður. 21 til 27 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 28 til 30 var suðvestanátt með allhvössum vindi eða hvassviðri þann 30.

Auð jörð var talin í fyrsta sinn í vor þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,8 mm.  (í apríl 2021: 44,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 29: +11,8 stig.

Mest frost mældist þann 7: -5,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,8 stig. (í apríl 2021: + 1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,56 stig. (í apríl 2021: -1,52 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 29, 30. Dálítill sjór, Talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var sjóveður sæmilegt eða gott. Gráð, sjólítið, dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 10 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.

Auð jörð var því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 31 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, kul, stinningsgola, rigning, súld, þoka, hiti +2 til +7 stig.

3-6: Norðaustan, NNA, N, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, súld, snjókoma, snjóél, hiti +3 til -5 stig.

7-8: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, SA, SV, S, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti +0,5 til -5 stig.

9-12: Norðaustan, ANA, A, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, snjóél, hiti +2,5 til -2 stig.

13-14: Breytileg vindátt, andvari eða kul, rigning þ.14. hiti frá -3 til +5 stig.

15-17: Sunnan, SA, SV, hvassviðri, allhvasst, stinningsgola, rigningarvottur þ.16. Annars úrkomulaust, hiti +2 til 11 stig.

18-20: Norðan, NA, gola, stinningsgola, súld, þokuloft, rigning, hiti -0 til +5 stig.

21-27: Suðaustan, S, SSV, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, þoka þ.22 og 25., úrkomulaust, hiti +1 til +10,5 stig.

28-30: Suðvestan, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust, hiti +4 til 12 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón