Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2023

Veðrið í Nóvember 2023.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  35,9 mm.  (í nóvember 2022:57,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 21: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -5,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 2,1 stig. (í nóvember 2022: +4,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,87 stig. (í nóvember 2022: -0,79 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 CM. Dagana 6-10-11-12-23-24.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2023

Veðrið í Október 2023.

Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76.0.mm. (íoktóber 2022:127,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 19: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 14: -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,0 stig. (í október 2022: +4,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,76 stig. (í október 2022: +0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Alhvít jörð var að morgni þann 14 í fyrsta sinn í haust. Og var aðeins þann dag í mánuðinum.

Mjög héluð jörð var fimm síðustu daga mánaðarins.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2023

Veðrið í September 2023.

Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.
Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,4 mm.(í september 2022: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 2: +15,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +1,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,7 stig. (í september  2022: +7,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,90 stig. (í september 2022: +2,72 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Fyrstu átta daga mánaðarins voru suðlægar vindáttir SV eða S, oft stinningskaldi eða allhvass og hlýtt í veðri. Síðan hægviðri með hlýju veðri yfir daginn, en svalara á nóttinni. Norðan allhvass eða hvassviðri var 17 til 19, með rigningu. Norðlægar vindáttir voru út mánuðinn með vætu.

Aðeins varð flekkótt í fjöllum í fyrsta sinn í haust þann 20 og alhvítt var að morgni 21.Örkin sem er 634 M er mælikvarði fyrir snjóhulu í fjöllum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. september 2023

Veðrið í Ágúst 2023.

Kambur að sunnanverðu.
Kambur að sunnanverðu.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,6 mm.(í ágúst 2022: 74,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 25: 20,9 stig.

Minnstur hiti mældist þann.?:+1,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig. (í ágúst 2022: 8,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,63 stig. (í ágúst 2022: 4,62 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Hægviðrasamt var að mestu í mánuðinum og úrkomulítið.

Oft var þokuloft og fremur svalt í veðri, enn hlýir góðir dagar voru á milli.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. ágúst 2023

Veðrið í Júlí 2023.

Gosmóða barst á Strandir þann 23.
Gosmóða barst á Strandir þann 23.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,4 mm. (í júlí 2022: 42,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 9: +17,3 stig.

Minnstur hiti mældist þann 19: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,6 stig. (í júlí 2022: +8,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var  +4,44 stig. ( í júlí 2022: +6,0 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Norðan eða Norðlægar vindáttir voru mest í mánuðinum, og kalt í veðri í þokulofti og súld. Hægviðrasamt var og gott veður að öðru leyti.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2023

Veðrið í Júní 2023.

Mjög hlýtt var í veðri 11 til 17 og oftast léttskýjað.
Mjög hlýtt var í veðri 11 til 17 og oftast léttskýjað.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 52,2 mm.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 16: +20.1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +0,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig. (í Júní 2022: 7,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,70 stig. (í júní 2022: +4,37 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Mjög hlítt var í veðri frá 11 og fram til 17. Enn mjög kalt var síðustu fjóra daga mánaðarins, sem haustveður væri. Norðlæg vindátt var með súld og þokulofti.

Jörð var mjög þurr í mánuðinum þegar hlýindin voru, jörð var allt að því skrælnuð og þar sem sandtún voru brann gras á túnum. Grasið varð brúnt á litinn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júní 2023

Veðrið í Maí 2023.

Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,5 mm. (í Maí 2022: 117,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 31: +15,2 stig.

Mest frost mældist þann 16:-4,3 stig

Meðalhiti mánaðarins var +5,1 stig. (í Maí 2022. 3,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,82 stig. (í maí 2022: +0,63 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Mjög kalt var í veðri fram yfir miðjan mánuð.

Norðan hret var 14 og 15 og varð jörð alhvít í sjó fram í tvo daga.

Seinni hluta mánaðar hlýnaði ört í veðri með suðvestlægum vindáttum sem voru út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. maí 2023

Veðrið í Apríl 2023.

Örkin 634 M alhvít þann 13.
Örkin 634 M alhvít þann 13.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,6 mm. (í apríl 2022: 34,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: +12,5 stig.

Mest frost mældist þann 13: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig. (í apríl 2022: + 2,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,65 stig. (í apríl 2022: -0,56 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 6: 17 CM.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2023

Veðrið í Mars 2023.

Alhvít jörð var í 21 dag.
Alhvít jörð var í 21 dag.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 25,8 mm.  (2022: 142,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 2: +8,2 stig.

Mest frost mældist þann 11: -10,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -2,5 stig. (2022: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5,67 stig. (2022: -2,56 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 21 CM.

Talsvert frost var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. mars 2023

Veðrið í Febrúar 2023.

Flekkótt jörð var í 12 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Austnorðaustan, SA, stinningsgola uppí allhvassan vind með snjókomu, eða slyddu.

4-15: Suðlægar vindáttir, kul og uppí hvassviðri eða storm. Rigning, snjókoma, snjóél, skúrir.

16-17: Vestan, NV,VSV, kaldi, gola, andvari, snjóél.

18-19: Austan, NA, kul, gola, kaldi,stinningskaldi, snjóél, slydda, snjókoma.

20-22: Suðvestan, S, SA, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, snjókoma, snjóél, úrkomulaust þann 21, úrkomu varð vart þann 22.

23: Suðlæg vindátt, kul, stinningsgola, snjókoma, slydda.

24-28: Suðvestan, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, skúrir, úrkomulaust þ.24 og 27.

Talsverður bloti var þ.5. Og 13 til 15. Og einnig  frá 24 og út mánuðinn.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón