Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2022

Mesti hiti sumarsins.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Nú í dag mældist mesti hiti sumarsins á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar hitinn fór í +19,5 stig.

Mesti hiti sem mælst hefur í Litlu-Ávík var 13 ágúst 2004, þegar hitinn mældist +26,0 stig. Þennan dag voru mörg hitamet slegin á landinu. Nú er að hausta og falla varla hitamet efir þetta.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2022

Veðrið í Júlí 2022.

Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.
Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum með lítilsáttar súld og þokulofti. 6 og 7 var vindur austlægur, enn síðan vestlægur með rigningu, hlítt. 8 og 9 var norðlæg vindátt með rigningu. Þann 10 og 11 var suðlæg vindátt, síðan norðlæg, smá væta og síðan þokumóða í norðanáttinni. Þann 12 var norðan stinningskaldi með súld og kalt í veðri. 13 og 14 var hægviðri og hlýtt í veðri. Frá 15 til 25 voru hægar hafáttir, oft með þoku og þokusúld, oft kalt í veðri en hlýrra þegar birti upp á milli. Frá 26 til 28 var suðlæg vindátt með rigningu eða skúrum, hlýtt í veðri. Frá 29 til 31 var norðlæg vindátt með súld eða rigningu. Fremur svalt.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,8 mm. (í júlí 2021: 44,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur mældist þann 13: +16,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 6: +3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,7 stig. (í júlí  2021: +8,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,0 stig. (í júlí 2021 +8,22 stig.)

Sjóveður: Ágætis sjóveður var meiri hluta mánaðarins, gráð sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var dagana, 7, 12, 13, 28, 29, 30 og 31. Það var dálítill sjór, talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Norðan, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld, úrkomulaust þ.1 og 4. Hiti +6 til +11 stig.

6-7: Austan gola, síðan VSV stinningskaldi, rigning, hiti +3 til +15 stig.

8-9: Norðan,NV, stinningsgola, kul, rigning, hiti +5 til +14 stig.

10-11: Sunnan stinningsgola í fyrstu, síðan norðan kul, stinningsgola, skúrir þ.10. Þokumóða þ. 11. Hiti +8 til +14 stig.

12: Norðan stinningskaldi, kaldi, súld, hiti +5 til +7 stig.

13: Suðvestan kul, gola, síðan N gola, úrkomulaust, hiti +4 til +16,5 stig.

14: Breytileg vindátt kul eða gola, skúrir, hiti +7 til +12 stig.

15-25: Norðan, NV, NV, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, þokumóða, súld, rigning, hiti +4 til +12 stig.

26-28: Suðaustan kul, gola, stinningsgola, síðan SV kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +8 til 16 stig.

29-31: Norðan, NV, gola, stinningsgola, súld, rigning, hiti +6 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2022

Veðrið í Júní 2022.

Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.
Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan kul og smá súldarvottur. 2 til 5 voru suðvestlægar vindáttir með smá úrkomuvotti sem mældust ekki. Frá 6 til 13 voru hafáttir oftast með einhverri úrkomu og þokulofti fremur svalt í veðri.  Það hlýnaði með breytilegum vindáttum 14 til 16, úrkomuvottur. Þá gekk í norðlæga vindátt þann 17 og 18 með svölu veðri og rigningu. Þann 19 var suðvestan allhvass og skúravottur, hlítt í veðri. Þann 20 var hæg norðanátt. Þann 21 var suðvestan eða sunnan kaldi með skúrum eða rigningu. Frá 22 til 29 voru norðlægar vindáttir með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 30 var norðan í fyrstu með þokusúld og kalt, en síðan gerði suðaustan golu með hlýu veðri um hádegi.

Mjög kalt var í veðri frá 21 og til 29 og snjóaði oft í fjöll á þessu tímabili. Reyndar var oft svalt í mánuðinum, en hlýnaði aðeins á milli.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,2 mm. (í júní 2021: 63,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 8 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 19: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 27: +2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,0 stig. (í júní 2021:+7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í júní 2021: +4,46 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var dagana 17, 18, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28. Það var dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var gott eða sæmilegt sjóveður. Það var gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan kul eða gola, úrkomu varð vart, súld, hiti +5 til +7 stig.

2-5: Suðvestan, V, VNV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúravottur, þ.2, 3, og 5. Úrkomulaust, þ.4.  Hiti +4 til +12 stig.

6-13: Norðan, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúrir, rigning, súld, þoka, úrkomulaust 8 og 9. Hiti +3 til +10 stig.

14-16: Suðvestan, SA, N, kul, gola, skúravottur, úrkomu vart, hiti +7 til +14 stig.

17-18: Norðan, NV, gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +6 til +14 stig.

19: Suðvestan stinningskaldi, allhvasst, skúravottur, hiti +10 til +17 stig.

20: Norðan kul eða gola, hiti +8 til +10 stig.

21: Suðvestan, S, gola, kaldi, skúrir, rigning, hiti +3 til +12 stig.

22-29: Norðan,NV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, skúrir, súld, þoka, hiti +2 til +8 stig.

30: Norðan kul í fyrstu með súld og þoku,síðan SA kul eða gola, hiti +7 til +13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2022

Veðrið í Maí 2022.

Þann 11 snjóaði talsvert.
Þann 11 snjóaði talsvert.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1-4 voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða slyddu. 5 til 7 voru suðlægar vindáttir með slyddu, snjókomu eða éljum. Frá 8 til 14 voru norðlægar vindáttir með kuldatíð, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 15 fór loks að hlýna í veðri í bili með hægviðri. Frá 17 til 27 voru norðlægar vindáttir oft með súld eða rigningu og köldu veðri. Þann 28 fór að hlýna vel í veðri, samt með norðlægum vindáttum,(innlögn), hægviðri og svölu veðri á nóttinni þegar léttskýjað var.

Ræktuð tún voru farin að taka aðeins við sér um 20 þrátt fyrir kuldatíð.

Mánuðurinn einkenndist af kuldatíð fram í miðjan mánuð og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  119,0 mm.(í maí 2021: 8,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 29: +14,5 stig.

Mest frost mældist þann 5: -3,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,7 stig. (í maí 2021:+3,3 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,63 stig. ( í maí 2021: -0,19 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var dagana 6, 7, 8, 15, 16, 17, 18, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31. Ládautt, Gráð eða dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann. Þann 14: 14 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan, NA, kaldi, stinningskaldi, snjóél, snjókoma, slydda, úrkomulaust þ.2. Hiti -2 til +5 stig.

5-7: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, él, hiti -4 til +8 stig.

8-14: Norðaustan, N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, slydda, snjókoma, snjóél, hiti frá +5 niður í -2 stig.

15-16: Norðan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning, úrkomulaust þ.16. Hiti +3 til 11 stig.

17- 27: Norðan, kul, gola,stinningsgola, kaldi, þoka, súld, rigning, hiti frá +2 til +7 stig.

28-31: Norðan kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust 28, 29 og 30, rigning þann 31. Hiti +1 til +14,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2022

Veðrið í Apríl 2022.

Þoka var þann 2 og oftar.
Þoka var þann 2 og oftar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu tvo daga mánaðarins og sæmilega hlýtt í veðri. Frá 3 til 6 var norðaustanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Hægviðri var 7 og 8 og úrkomulaust. 9 til 12 var norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Dagana 13 og 14 var hægviðri með smá vætu þann 14. Frá 15 til 17 voru suðlægar vindáttir hvassviðri í fyrstu síðan mun hægari og ört hlýnandi veður, úrkomulítið. 18 til 20 voru hafáttir og kólnandi veður. 21 til 27 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 28 til 30 var suðvestanátt með allhvössum vindi eða hvassviðri þann 30.

Auð jörð var talin í fyrsta sinn í vor þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,8 mm.  (í apríl 2021: 44,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 29: +11,8 stig.

Mest frost mældist þann 7: -5,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,8 stig. (í apríl 2021: + 1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,56 stig. (í apríl 2021: -1,52 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 29, 30. Dálítill sjór, Talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var sjóveður sæmilegt eða gott. Gráð, sjólítið, dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 10 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.

Auð jörð var því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 31 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, kul, stinningsgola, rigning, súld, þoka, hiti +2 til +7 stig.

3-6: Norðaustan, NNA, N, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, súld, snjókoma, snjóél, hiti +3 til -5 stig.

7-8: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, SA, SV, S, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti +0,5 til -5 stig.

9-12: Norðaustan, ANA, A, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, snjóél, hiti +2,5 til -2 stig.

13-14: Breytileg vindátt, andvari eða kul, rigning þ.14. hiti frá -3 til +5 stig.

15-17: Sunnan, SA, SV, hvassviðri, allhvasst, stinningsgola, rigningarvottur þ.16. Annars úrkomulaust, hiti +2 til 11 stig.

18-20: Norðan, NA, gola, stinningsgola, súld, þokuloft, rigning, hiti -0 til +5 stig.

21-27: Suðaustan, S, SSV, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, þoka þ.22 og 25., úrkomulaust, hiti +1 til +10,5 stig.

28-30: Suðvestan, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust, hiti +4 til 12 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2022

Veðrið í mars 2022.

Mikið snjóaði í mánuðinum.
Mikið snjóaði í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, vindasamur, snjóþungur og úrkomusamur. Mikil snjókoma var frá því um morguninn þann 8 og fram yfir hádegið. Eins snjóaði mikið þann 10 frá hádegi og framundir kvöldmat, þegar breyttist í slyddu og síðan rigningu. Þá snjóaði mikið þann 19 og fram á morgun þann 20. Mikil snjókoma var frá því um kvöldið þann 21 og fram á þriðjudaginn 22. Mesti snjór sem hefur komið til margra ára hér í Árneshreppi. Laugardaginn 26 var sunnan og síðan suðvestan og hlýnaði mikið í veðri og gerði talsverðan blota og snjór seig talsvert, en þar sem þunnt var á fór í svell. Svo frysti aftur daginn eftir. Ágætisveður var þrjá síðustu daga mánaðarins, þá kom einn af vorboðunum á Ávíkina,:Álftin.

Ofsaveður var af suðri þann 14 seinnihluta dags, Klukkan 18:00 var vindhraði í jafnavind 34 m/s sem er fárviðri. Kviður fóru þá í 48 m/s. Í suðvestan rokinu þann 26 fóru kviður í 35 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 140,6 mm. (í mars 2021: 64,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 26: +8,8 stig.

Mest frost mældist þann 25: -5,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,5 stig. (í mars 2021: +1,1 stig. )

Meðalhiti við jörð var -2,56 stig.  (í mars 2021: -1,78 stig.)

Sjóveður: Mjög rysjótt sjóveður var í mánuðinum, sæmilegt sjóveður var þó 8, 13, 10, 20, 21, 30, 31. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars mjög slæmt sjóveður vegna hvassviðra og ölduhæðar. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 23 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 23: 63 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan, NV, stinningsgola, síðan SA gola, snjókoma, hiti +1 til -3 stig.

2-4: Austan, SA, S, SV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, snjóél, hiti +6 til -2 stig.

5: Suðaustan, S, stinningsgola, kaldi, allhvass, rigning, hiti +1 til +6 stig.

6-7: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, snjóél, hiti +2 til -1 stig.

8: Norðaustan stinningsgola, snjókoma, síðan suðaustan stinningsgola, hiti frá -3 til +4 stig.

9-10: Norðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan NA, A, gola, stinningsgola, kaldi,rigning, súld, snjókoma, slydda, hiti frá -2 til +5 stig.

11: Suðaustan, S, kul, golastinningsgola, allhvasst, rigning eða slydda aðfaranótt, 11. Úrkomulaust yfir daginn. Hiti +1 til +8 stig.

12-13: Sunnan, SV,SA, gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust þ.13.Hiti +7 til -1 stig.

14: Suðaustan, kaldi, síðan Sunnan ofsaveður, rigning, slydda, snjókoma, skóf upp klakastykki, hiti +0 til 6 stig.

15-18: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, snjóél, skafrenningur, hiti +2 til -4 stig.

19-20: Norðan, Norðvestan, Vestan, andvari, kul, gola, stinningsgola, snjókoma, hiti -3 til +1 stig.

21: Suðaustan kul, síðan NA stinningsgola og snjókoma, hiti +1 til -2 stig.

22-23: Norðan, NA, stinningskaldi, kaldi, gola, snjókoma, skafrenningur, hiti +1 til -2 stig.

24: Suðaustan kul, rigning, síðan SV, kaldi, síðan NV, NNA, snjókoma með köflum, hiti +6,5 til -4,5 stig.

25: Norðaustan, kaldi, kul, snjókoma, frost -1 til -5 stig.

26: Suðvestan, hvassviðri, stormur, rok, úrkomuvottur um morguninn, hiti +5 til +9 stig.

27-29: Norðaustan, kaldi, stinningsgola, snjóél um morguninn þ.27. Úrkomulaust 28 og 29. Frost -1 til -4 stig.

30: Breytileg vindátt kul, úrkomulaust, hiti +2 til -5 stig.

31: Suðvestan, VSV, kul eða gola, snjóél um nóttina, síðan rigningarvottur, hiti -0,4 til +5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2022

Erfitt var að taka veðurathugun í 34 m/s.

Mælaskýli
Mælaskýli
1 af 2

Það hefur verið oft strembið að fara út í mæla og taka veðurathuganir í þessu veðri sem búið er að vera að undanförnu og að miklu leyti í vetur. Það hefur Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík þurft að reyna,eins og núna í síðasta ofsaveðri mánudaginn 14 mars þegar jafnavindur var um 34 m/s þegar hann fór út á báðum áttum, hvort hann fara eða ekki út, að lesa af mælum klukkan 18:00.,enn hann lét sig hafa það og las af mælum og allt sem þarf að gera í þessum athugunum. Það er að lesa hitastig eins og það er þá og hámarkshitann og lágmarkshitan. Einnig þarf þá að setja lágmarksmæli við jörð í slíður sem er 5 CM. Ofan við jarðlag, eða snjólag. Þá fór allt úr böndunum, gerði ofsakviður og skóf upp skarna og klakastykki. Þá hjekk hann með vinstri hendi í mælahúsgrindinni og með hægri hendi með mælinn til að stinga honum í slíðrið, en náði ekki niður úr annarri tröppu, þurfti því að figra sig niður á jörð til að koma mælinum á réttan stað.

Jón var klæddur í galla og úlpu og í stígvélum með broddum, enda var mjög sleipt og svell víða við mælaskýlið og reyndar alla leið heim í hús. Enn þegar jón kom inn og búin að senda veðurathugun á Veðurstofu Íslands, fór honum að svíða allrosalega fyrir ofan hægri úlnliðinn í hægri hendi og þar voru nokkrir rauðir dílar eða eins og punktar og aðeins bólgið. Ermin hefur færst upp þegar Jón var að teygja sig með mælinn á meðan skarinn gekk yfir og stungist í holdið. Kviðan þá hefur sennilega verið um og yfir 40 m/s.

Jón segist hafa tvívegis áður hafa lent í svipuðu veðri.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2022

Veðrið í Febrúar 2022.

Reykjaneshyrna 316 M.
Reykjaneshyrna 316 M.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar var hæg suðlæg vindátt með talsverðu frosti. Frá 3 til 7 voru norðlægar vindáttir oft með hvassviðri og ofankomu. 8 og 9 var norðaustan oft allhvasst með snjókomu og skafrenningi. !0 og 11 var suðvestanátt og austlæg átt um kvöldið þann 11 og talsvert frost. Þann 12 var austnorðaustan og smá él um kvöldið, frost. Frá 13 til 20 voru austlægar vindáttir yfirleitt með nokkru frosti, éljum og snjókomu. Frá 21 og út mánuðinn, voru umhleypingar oft með hvassviðri og jafnvel stormi og ofankomu og skafrenningi.

Reyndar voru umhleypingar allan mánuðinn, margátta stundum yfir sólarhringinn. Sjá nánar hér neðar Yfirlit dagar eða vikur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 57,0 mm. (í febrúar 2021: 69,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 26: +5,6 stig.

Mest frost mældist þann 10: -9,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,3 stig.(í febrúar 2021: 0,7 stig)

Meðalhiti við jörð var -4,89 stig. (í febrúar 2021: -2,36 stig.)

Sjóveður: Mest var slæmt sjóveður í mánuðinum, en sæmilegir dagar voru þó dagana 2, 13, 14, 15, 16, 17, 18, það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt vegna ölduhæðar eða mikils vinds, það er dálítill, sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, S, kul eða gola úrkomulaust þ.1. Smá él þ.2. Frost -2 til -7,5 stig.

3-6: Norðan eða NA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, skafrenningur, frost frá-6 uppí 0 stig.

7: Austnorðaustan, allhvasst, síðan suðvestan, stinningskaldi, snjókoma, hiti frá +3 niður í -4 stig.

8-9: Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, snjókoma, skafrenningur, frost -0 til -5 stig.

10-11: Suðvestan, V, stinningskaldi, síðan ANA kaldi um kvöldið þ.11. úrkomu varð vart þ.10. Enn úrkomulaust þ.11. Frost -1 til -9,6 stig.

12: Austnorðaustan stinningskaldi, lítilsáttar él um kvöldið, frost -2 til -4 stig.

13-20: Austan, NA, ASA, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, skafrenningur, úrkomulaust var 17 og 18, og úrkomu varð vart þ.13. Hiti frá +3 niður í -7 stig.

21-22: Suðaustan, A, SSV, kul, gola, kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, snjókoma, slydda, rigning, hiti -3 til +3 stig.

23-25: Norðaustan, ANA, stormur, hvassviðri, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, skafrenningur, hiti frá +2 stigum niður í -6 stig.

26-27: Sunnan, SV, VSV, SA, ANA, kul, gola, stinningsgola, stinningskaldi, skúrir, snjóél, hiti +6 niður í -3 stig.

28: Norðnorðaustan og N, hvassviðri, allhvasst, slydda, snjókoma, hiti +2 niður í -1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2022

Veðrið í Janúar 2022.

Það snjóaði talsvert í mánuðinum.
Það snjóaði talsvert í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með stormi eða hvassviðri og éljum til 3 dags mánaðar. Frá 4 til 10 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með úrkomu í þrjá daga annars úrkomulausu veðri. 11 til 13 var suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum og skafrenningi. 14 til 16 var hægari vindur í vestanátt í fyrstu síðan austanátt og snjókoma. Frá 17 til 23 var mest hvassviðri, stormur eða rok, með rigningu, snjókomu eða éljum. Þann 24 var breytileg vindátt og hægviðri og úrkomulaust veður og frost. 25 var suðaustan með rigningu og síðan norðvestan með slyddu og snjókomu. 26 og 27 var suðaustan og suðvestan á víxl með úrkomulausu veðri. Þann 28 var tvíátta, suðvestan með skúrum og síðan norðan um kvöldið með snjókomu og talsverðu frosti. Frá 29 til 31 var suðvestanátt en um daginn og kvöldið var komin norðaustanátt með talsverðri snjókomu.

Vindur fór í 37 m/s í suðvestanrokinu þann 21.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 71,1 mm. (í janúar 2021: 49,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 21. +9,6 stig.

Mest frost mældist dagana 19 og 31. -8,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í janúar 2021: -1,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var -4,39 stig. (janúar 2021: -4,03 stig.)

Sjóveður: Nokkuð rysjótt sjóveður var í mánuðinum, sæmilegt sjóveður var þó dagana, 7, 9, 14, 15 og 24. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars vont sjóveður vegna ölduhæðar eða hvassviðra, það er, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann. 16. 25 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðaustan eða N stormur, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, snjóél, úrkomulaust þ.2. Frost -1 til -6 stig.

4-10: Suðaustan, ASA,S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, skafrenningur, rigning, skúrir, úrkomulaust, 5, 7, 8, og 9. Hiti frá -6,5 til +6 stig.

11-13: Suðvestan kul, kaldi, allhvasst, hvassviðri,stormur, snjóél, skafrenningur, hiti +4 til -1 stig.

14-16: Vestan, NV, SV, A, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydduél, snjókoma, skafrenningur, hiti +2 stig til -8 stig.

17-23: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvasst, hvassviðri, stormur, eða rok var 17, 21 og 22. Rigning, slydda, snjókoma, snjóél, skafrenningur, úrkomulaust þ. 19. Hiti frá +10 niður í -9 stig.

24:Breytileg vindátt, gola, kul, úrkomulaust, frost -3 til -6 stig.

25: Suðaustan kaldi, síðan norðvestan allhvasst, kaldi, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá, +6 niður í -2 stig.

26-27: Suðaustan kul, gola,suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust Þ.26. Úrkomu varð vart Þ.27. Hiti -5 til +3 stig.

28: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, en norðvestan eða norðan allhvasst um kvöldið, skúrir él, en snjókoma um kvöldið, hiti frá +5 stigum niður í -6 stig.

29-30: Suðvestan V, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst,snjóél, skafrenningur, hiti +2 niður í -7 stig.

31: Suðvestan, breytileg vindátt, stinningsgola, andvari, enn NA seinnihluta dags og um kvöldið, kaldi, stinningskaldi, snjókoma. Frost, -4 til -8,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni Veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. janúar 2022

Úrkoma árið 2021 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2021, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2020.:

Janúar:  48,9 mm.(117,1 mm.)

Febrúar: 68,5 mm.(48,8 mm.)

Mars: 65,6 mm. (55,9 mm.)

Apríl: 44,3 mm. (45,3 mm.)

 Maí: 6,9 mm. (28,2 mm.)

Júní: 64,9 mm. (64,7 mm.)

Júlí: 44,3 mm. (110,9 mm.)

Ágúst: 43,7.mm. (127,3 mm.)

September: 188,6. mm. (147,2 mm.)

Október: 143,4.mm. (80,7 mm.)

Nóvember: 78,2 mm. (125,5 mm.)

Desember:  38,9 mm.  (81,6 mm.)

Samtals úrkoma árið 2021 var 836,2 mm.

Úrkoman er talsvert minni enn á árinu 2020 sem var 1033,2 mm. Er úrkoman því 197,0 mm minni en árið 2020. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í september og í október. Enn 2020 fer úrkoma yfir hundrað mm í janúar, júlí, ágúst, september og í nóvember. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð nokkrum sinnum.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
Vefumsjón