Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. mars 2023 Prenta

Veðrið í Febrúar 2023.

Flekkótt jörð var í 12 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Austnorðaustan, SA, stinningsgola uppí allhvassan vind með snjókomu, eða slyddu.

4-15: Suðlægar vindáttir, kul og uppí hvassviðri eða storm. Rigning, snjókoma, snjóél, skúrir.

16-17: Vestan, NV,VSV, kaldi, gola, andvari, snjóél.

18-19: Austan, NA, kul, gola, kaldi,stinningskaldi, snjóél, slydda, snjókoma.

20-22: Suðvestan, S, SA, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, snjókoma, snjóél, úrkomulaust þann 21, úrkomu varð vart þann 22.

23: Suðlæg vindátt, kul, stinningsgola, snjókoma, slydda.

24-28: Suðvestan, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, skúrir, úrkomulaust þ.24 og 27.

Talsverður bloti var þ.5. Og 13 til 15. Og einnig  frá 24 og út mánuðinn.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón