Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. september 2025
Prenta
Veðrið í Ágúst 2025.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 68,5 mm. (í ágúst 2024: 233,8.mm.
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.
Þurrir dagar voru 7.
Mestur hiti mældist þann 16: +17,8 stig.
Minnstur hiti mældist þann 21: +1,7 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig. (í ágúst 2024:+7,5 stig.)
Meðalhiti við jörð var +6.4 stig. (í ágúst 2024:+5,6 stig)
Yfirlit dagar eða vikur:
01 til 06. Suðlægar vindáttir, eða breytilegar.
07-14, Norðan NNV, eða breytilegar vindáttir, rigning, súld fremur kalt í veðri.
15 til 17. SV eða suðlægar vindáttir, hlýtt í veðri.
18 til 31. Norðlægar vindáttir eða breytilegar, rigning, súld, þoka, þokuloft, fremur kalt í veðri.