Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2022 Prenta

Veðrið í Ágúst 2022.

Kvöldsól í Litlu-Ávík.
Kvöldsól í Litlu-Ávík.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan með rigningu eða súld, fremur svalt. Þann 5 var suðvestan hægviðri með hlýju veðri, og einnig þann 6. Þann 7 og 8 voru suðlægar vindáttir með vætu og hlýju veðri. 9 og 10 var vindur norðlægur með rigningu. Þann 11 var suðvestanátt með skúrum. Frá 12 til 16 voru hægar breytilegar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þá var norðanátt frá 17 til 20, talsverð rigning þann 19 og 20. Dagana 21 og 22 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. Frá 23 til 26 var norðanátt með golu og upp í kalda með súld. Frá 27 til 31 voru suðlægar vindáttir með rigningu 30 og 31. Hlítt í veðri.

Mesti hiti sumarsins mældist 19,5 stig þann 30 ágúst.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 89,2 mm. (í ágúst 2021: 43,0. mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 30 +19,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22 +2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,8 stig. ( í ágúst 2021: +11,4 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,62 stig. ( í ágúst 2021: +8,85 stig.)

Sjóveður: Ágætis sjóveður var meirihluta mánaðarins, það er gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt sjóveður var vegna vinds eða ölduhæðar dagana, 1, 2, 3, 8, 19, 20, 21, 25, 26. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan NNV, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola,rigning, súld, úrkomulaust þ.4. Hiti +6 til +12 stig.

5: Suðsuðvestan gola, úrkomulaust, hiti +6 til +17 stig.

6: Breytileg vindátt, logn, andvari eða kul, úrkomuvottur, hiti +9 til +12 stig.

7-8: SA, S, SSV, kul, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, hiti +10 til +13 stig.

9-10: Norðan, NV, kaldi, stinningsgola, rigning, hiti +7 til +11 stig.

11: Suðvestan gola, stinningsgola, skúrir, hiti +8 til +15 stig.

12-16: Breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, úrkomulaust þ.16. Hiti +5 til +15 stig.

17-20: Norðan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, súld, hiti +4 til +13 stig..

21-22: Breytileg vindátt, kul, gola, stinningsgola, súld, úrkomulaust þ. 21. Hiti +3 til +9 stig.

23-26: Norðan NNV, gola, stinningsgola, kaldi, súld, rigning, úrkomulaust þ.26. hiti +5 til +9 stig.

27-31: Suðaustan, SSV, kul, gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust 27, 28, 29. Hiti +3 til +19,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón