Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. janúar 2025

Úrkoma árið 2024 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2024, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2023.

Janúar:40,9 mm. (73,6 mm.)

Febrúar: 60,5 mm.(99,5 mm.)

Mars: 80,5,mm. (25,8 mm.)

Apríl: 21,9.mm. (49,6 mm.)

 Maí: 48,2 mm. (74,5 mm.)

Júní:55,7.mm. (52,2 mm.)

Júlí: 75,7.mm. (74,4 mm.):

Ágúst: 233,8.mm. (42,6 mm.)

September: 58,8.mm.(103,4 mm.)

Október. 104,9.mm. (76,0 mm.)

Nóvember: 38,6 .mm. (35,9 mm.)

Desember. 46,7.mm. (63,7 mm.)

Samtals úrkoma árið 2024 var 866,2 mm.

Úrkoman er talsvert meyri enn á árinu 2023 sem var 771,2.mm. Er úrkoman því 95,0 mm meyri en árið 2023. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í ágúst og í október. Enn 2023 fer úrkoma yfir hundrað mm aðeins í september. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð nokkrum sinnum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. janúar 2025

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2024.

Hitamælar Í Litlu-Ávík.
Hitamælar Í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2024 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2023:

Janúar: 0,0 stig. (0,7 stig.)  

Febrúar: -1,2 stig. (+1,5 stig.)  

Mars: -0,2 stig. (-2,5 stig.)

Apríl: +0,7 stig. (+2,6 stig.)

 Maí : +5,1 stig. (+5,1 stig.)  

 Júní: +5,9 stig. (+9,1 stig.)

 Júlí: +9,5 stig. (+6,6 stig.)  

 Ágúst: +7,5 stig. (:+9,1 stig.)  

September: +4,5 stig. (+7,7 stig.)

 Október: +1,2 stig.(+4,0 stig.)

 Nóvember: +1,8 stig. (+2,1 stig.)

 Desember: -1,4 stig.(-1,2 stig.)  

Meðalhiti ársins 2024 var +2,8 stig. (árið 2023: +3,6 stig.

Hitinn var hæstur í júlí 9,5 stig. En í ágúst 2023 +9,1 stig. Kaldast var í desember -1,4 stig.. En 2023 var kaldast í mars -2,5 stig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2025

Veðrið í Desember 2024.

Allt er hvítt á gamlársdag.
Allt er hvítt á gamlársdag.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 46,7 mm. (í desember 2023: 63,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 9: +11,6 stig.

Mest frost mældist þann 2: -11,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,4 stig. (í desember 2023: -1,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -4,43 stig. (ídesember 2023: -4,71 stig.)

Alhvít jörð var í 19 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 4 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 31: 16 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá fyrsta og fram til sjöunda voru norðlægar vindáttir með frosti og lítilsáttar úrkomu.

Þann áttunda var S og síðan SV og þá um kvöldið frá 21:00 og fram til 02:00 aðfaranótt níunda var jafnavindur alltaf yfir 20 m/s enn kviður fóru mest í 36 m/s.

Þá var N eða NV frá 12 og fram til 13 með éljum.

SV átt var 14 með Snjóéljum  eða skúrum.

Síðan voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Enn frost og snjóél.

Frá 21 var umhleypingasamt veður, snjókoma, él.

Jóladagana var SV hvassviðri með dimmum snjóéljum og skafrenningi.

Þann 28 gekk í Norðan átt með snjókomu, síðan éljum, og var NA eða ANA út árið með éljum, enn stytti upp og var léttskýað á gamlárskvöld.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. desember 2024

Veðrið í Nóvember 2024.

Nokkrir dagar voru bjartir í mánuðinum, léttskýjað eða heiðskírt.
Nokkrir dagar voru bjartir í mánuðinum, léttskýjað eða heiðskírt.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 38,6 mm.  (í nóvember 2023: 35,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 7 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 12: +15,7 stig.

Mest frost mældist þann 28: -8,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,8 stig. (í nóvember 2023: +2,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,65 stig. (í nóvember 2023: -1,87 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 1-22-23-24: 9.CM.        

Yfirlit dagar eða vikur:

Kalt var fyrstu þrjá dagana, enn síðan hlýnaði og var hlýtt fram í miðjan mánuð, enn síðan kuldatíð.

Í Sunnan og SA hvassviðrinu þann 7 fóru kviður í 35 m/s. Og um kvöldið í SV roki fóru kviður í 39 m/s.

Og í SV hvassviðri þann 13 fóru kviður í 42 m/s.

Norðan átt með frosti og éljum voru frá 16 og til 25. Síðan snerist í SV átt um miðjan dag sama dag, og entist hún fram á kvöld þann 27. Þá um kvöldið snerist snögglega í N átt með snjókomu fram á nótt. Síðan var Norðan út mánuðinn með talsverðu frosti.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. nóvember 2024

Veðrið í Október 2024.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 104,9 mm. (í október 2023: 76.0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 2: +10,1 stig.

Mest frost mældist þann 31: -7,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,2 stig. (í október 2023: +4.0 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,61 stig. (í október 2023: +0.76 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25: 10CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomusamt var í mánuðinum.

Umhleypingasamt var í mánuðinum.

Mánuðurinn var kaldur.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. október 2024

Veðrið í September 2024.

Jörð á lálendi var flekkótt í tvo daga.
Jörð á lálendi var flekkótt í tvo daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 58,8 mm. (í september 2023: 103,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 1:+17,8 stig.

Mest frost mældist þann 23:-2,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,5 stig. (í september 2023:+7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,94 stig. ( í september 2023: +3,90 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 1 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Um morguninn þann 5 gekk í SV. Rok og síðan ofsaveður. Vindur fór mest í kviðum í 43 m/s.

Nokkuð var um borgarísjaka á Húnaflóasvæðinu, við ströndina og út á flóa.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. september 2024

Veðrið í Ágúst 2024.

Mikil úrkoma var í mánuðinum.
Mikil úrkoma var í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 233,8 mm. (í ágúst 2023: 42,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 31: +17,4 stig.

Minnstur hiti mældist þann 29: +1,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,5 stig. (í ágúst 2023: +9,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,57 stig. (í ágúst 2023: +4,63 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Mikil Úrkoma var 2 ágúst 44,4 mm. Skriðuföll og vegir fóru í sundur.

Mikil úrkoma var 23 og fram til 25 ágúst. Úrkoman mældist 99,9 mm. NNV 17 til 20 mm í jafnavind þ. 23. Skriðuföll og vegir í sundur.

Mikil úrkoma var í mánuðinum eða 233,8 mm. Er það rúmlega tveggja mánaða úrkoma í meðaltalsúrkomu.

Kalt var í veðri frá 15 og til 28 þá fór hlýnandi og var hlítt það sem eftir var mánaðar.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. ágúst 2024

Veðrið í Júlí 2024

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 75,7 mm. (í júlí 2023.74.4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 1: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: +2,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,5 stig. (í júlí 2023:+6,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,16 stig. (Í júlí 2023:4,44 stig.

Yfirlit dagar eða vikur:

Kalt var í veðri þriðja til sjöunda.

Úrkomusamt var eftir miðjan mánuð.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. ágúst 2024

Mikil úrkoma var í nótt.

Mikil úrkoma og vegir í sundur.
Mikil úrkoma og vegir í sundur.

Gífurleg úrkoma var frá því rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og í alla nótt. Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 44,6 mm síðasta sólarhring.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar fór vegurinn í Veiðileysufirði í sundur og skriða féll yfir veginn í Reykjarfirði. Unnið er að viðgerð.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2024

Veðrið í Júní 2024.

Mestur hiti var 21,2 stig í mánuðinum.
Mestur hiti var 21,2 stig í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 55,7 mm. (í júní 2023 52,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 30: +21,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3: +1,2 sig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig. (Í júní 2023 +9,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,5 stig. (í júní 2023 +5,7 stig.).

Yfirlit dagar eða vikur:

Kuldatíð var fram til ellefta júní, með slyddu eða kalsa rigningu. Þann tólfta hlýnaði í bili, enn síðan gerði þoku og eða var þokuloft þann þrettánda og fjórtánda. Síðan fór hlýnandi.

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón