Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. nóvember 2025

Veðrið í Október 2025.

Alhvít jörð á lálendi var í 7 daga.
Alhvít jörð á lálendi var í 7 daga.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 62,1 mm. (í október 2024: 104,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +15,1 stig þann 12.

Mest frost mældist -4,1 stig þann 30.

Meðalhiti mánaðarins var +4,5 stig. (íoktóber 2024: +1,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,6 stig. (í október 2024: -1,6 stig.)

Alhvít jörð var í  7 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30= 16.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

01: NV. Rigning.

02-03: Sunnan, SA, skúrir.

04-11. Suðlægar eða breytilegar vindáttir, skúrir, rigning, slydda.

12 -17. SV. Skúrir, úrkomulaust 15, 16, 17.

18- 31. Norðan NA, súld, rigning, slydda, snjókoma, él.

Alhvít fjöll í fyrsta sinn í haust þann 07.

Fyrst alhvít jörð á láglendi þann 22.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. október 2025

Veðrið í September 2025.

Það snjóaði í fjöll þ.18.
Það snjóaði í fjöll þ.18.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 243,8  mm. (í september 2024:58,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 23:+14,9 stig.

Mest frost mældist þann 20:-1.4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7.2 stig.  (í september 2024: +4,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,0 stig. (í september 2024: +0,9 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá 01 til 08. Norðlægar vindáttir, rigning, súld, þoka, þokuloft.

9.Suðlægar vindáttir, skúrir.

10 til 20. Norðlægar vindáttir, rigning, snjóél.

21-30. Suðlægar vindáttir. Rigning, skúrir.

Úrkomusamt var í mánuðinum. Og er þetta langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík síðan mælingar hófust 1995.

Það snjóaði í fjöll þ.18.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. september 2025

Veðrið í Ágúst 2025.

Oft var þoka, súld eða rigning í mánuðinum.
Oft var þoka, súld eða rigning í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 68,5 mm. (í ágúst 2024: 233,8.mm.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 16: +17,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 21: +1,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig. (í ágúst 2024:+7,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6.4 stig. (í ágúst 2024:+5,6 stig)

Yfirlit dagar eða vikur:

01 til 06. Suðlægar vindáttir, eða breytilegar.

07-14, Norðan NNV, eða breytilegar vindáttir, rigning, súld fremur kalt í veðri.

15 til 17. SV eða suðlægar vindáttir, hlýtt í veðri.

18  til 31. Norðlægar vindáttir eða breytilegar, rigning, súld, þoka, þokuloft, fremur kalt í veðri.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. ágúst 2025

Veðurstöðin Í Litlu-Ávík 30 ára.

Sjálfvirka stöðin og mannaða stöðin fjær.
Sjálfvirka stöðin og mannaða stöðin fjær.

Dagana áttunda til tólfta ágúst 1995  setti Veðurstofa Íslands upp mannaða stöð í Litlu-Ávík. Elvar Ástráðsson tæknimaður og Hreinn Hjartarson veðurfræðingur settu stöðina upp. Var þetta fyrsta veðurstöðin í Árneshreppi sem var með vindmæla, vindstefnumælir og vindhraðamæli. Fyrsta veðurskeyti var sent kl:18:00 þann 12 ágúst 1995.Jón Guðbjörn Guðjónsson hefur verið veðurathugunarmaður frá upphafi.

Sjálfvirk veðurstöð var síðan sett upp þann 07 desember 2022. Þeir Vilhjálmur  Þorvaldsson sérfræðingur í mælarekstri og Hákon Halldórsson settu stöðina upp. Stöðin sendir á klukkutíma fresti. Sendi fyrst Kl:16:00 þann 07-12-2022.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. ágúst 2025

Veðrið í Júlí 2025.

Talsverð gosmóða var stundum.
Talsverð gosmóða var stundum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 29,4.mm.  (í júlí 2024: 75,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 Dag.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 07: +19,4 stig.

Minnstur hiti mældist þann 01: +4,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 10,3 stig. (í júlí 2024: +9,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var +8,0 stig.(í júlí 2024: +7,2 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

01 til 09 Breytilegar vindáttir, þoka, þokuloft, SV, SA, sæmilega hlýtt.

10 til 28. Norðlægar vindáttir, þoka þokuloft, súld, rigning, svalt í þokuloftinu.

29-30.SA rigningarvottur. Hlýtt.

31.Norðan þokusúld framá dag. Kalt.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Hægviðrasamt var.

Talsverð gosmóða var stundum í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2025

Veðrið í Júní 2025.

Reykjaneshyrna Litla-Ávík.
Reykjaneshyrna Litla-Ávík.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,1 mm.  (í júní 2024: 55,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 20: +11,4 stig.

Mest frost  mældist þann 9: -0,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,1 stig. (í júní 2024. +5,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,6 stig. (í júní 2024: +3,49 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá 01 til 08. Norðan, rigning slydda, kalt í veðri.

Frá 09-til 12. NNA. Heldur hlýrra í veðri, þurrt.

Frá 13 og út mánuðinn voru mest hafáttir. þokuloft, þoka, súld, rigning, og fremur kalt í veðri.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júní 2025

Veðrið í Maí 2025.

Hitamet varð fyrir maímánuð 21,3 stig.
Hitamet varð fyrir maímánuð 21,3 stig.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 31,1 mm. (í maí 2024: 48,2 mm.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: 21,3 stig.

Mest frost mældist þann 11:-0,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,5 stig. (í maí 2024: +5,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var + 3,0 stig. (í maí 2024:+1,55 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 9: 0,0 CM.

Hitamet var í maí 21,3 stig.Þ17. Mestur hiti í maí síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík 1995.

Jörð var mjög þurr í mánuðinum.

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá 01 og til 02, SV, fremur svalt, slydduél. Þ.02.

Þá var hlýrra í SV, frá 03 til 08, skúrir.

SV, svalt veður, 09 til 11, slydduél.

SV veður fór hlýnandi Þ.12 og var hlýtt til 15.

16 var Norðan og þoka og svalt.

17 til 19 voru hafáttir eð breytilegar áttir og hlýtt í veðri.

 20 til 22 Norðan andvari þoka og súld Þ.21 og svalt í veðri.

23:SA og rigning síðan SV og þurrt.

24 til 31.Mest hafáttir, þokuloft súld, rigning, skúrir.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2025

Veðrið í Apríl 2025.

Oft var fallegt veður í mánuðinum.
Oft var fallegt veður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 21,0 mm. (í apríl 2024:21,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 10:+14,0 stig.

Mest frost mældist þann 19:-2,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,9 stig.(í apríl 2024: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,5 stig. (í apríl 2024: -2,2 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 18 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 og 2: 10.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Frá 01 til 7 var hlýtt yfir daginn enn svalt á kvöldin og á nóttinni. Kalt var í þokunni Þ.8. Síðan var hlýtt aftur frá 9 og til 10.

Frá 11 voru norðlægar vindáttir með köldu veðri, él, slydda, snjókoma.

Það hlýnaði aðeins þ.24 og 25. Vel hlýtt var þ.26.

Þá Kólnaði aftur í norðan átt og þoku og súld.þ.27 og 28.

Vel hlýtt þ.29 enn svalara Þ.30.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2025

Veðrið í Mars 2025.

Mikil snjókoma var um tíma Þ.30.
Mikil snjókoma var um tíma Þ.30.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,3 mm. (í mars 2024: 80,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 18: +9,7 stig.

Mest frost mældist þann 5:-4,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,8 stig. (í mars 2024: -0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,4 stig. (í mars 2024:-2,97 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 18 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 7: 22.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Þann 1 var SV hvassviðri fram á hádeigi, smá él.

Þann 3 seint um kvöldið var ANA og snjókoma og fram á morgun þann 4, síðan slydda, rigning. Síðan var SV hvassviðri með snjóéljum.

Þann 10 gerði SV átt og hlýnaði í veðri og gerði smá blota fram til 12‚ Úrkomulaust.

Frá 14 og fram til 20 var hlýtt í veðri í suðlægum vindáttum.

Síðan voru umhleypingar og svalt í veðri 25.

Þann 26 gekk í NA átt með rigningu, slyddu, snjókomu og síðan éljum.

Talsverð snjókoma var þann 30.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2025

Veðrið í Febrúar 2025.

Aðeins gráð á sjónum.
Aðeins gráð á sjónum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 84,2 mm. (í febrúar 2024.60,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 01: + 12,2 stig.

Mest frost mældist þann 08: -7,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,0 stig. (í febrúar 2024 -1,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,3 stig. (í febrúar 2024 -4,6 stig.)

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 25 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Þann 1 var hlýtt í veðri og gerði talsverðan blota í SA hvassviðri með stormkviðum, kviður fóru í 35 m/s. Síðan snarkólnaði í SV átt um kvöldið. Úrkomulítið.

Síðan var mjög umhleypingasamt veður.

Það hlýnaði í veðri þann 9, og var talsverður bloti 9 og 10.

Frá 12 til 18 var hægviðri, góðviðri, úrkomulaust.

Þann 24 var N allhvasst og snjókoma.

28 var SA og snjókoma, slydda, og síðan SV hvassviðri og skúrir og síðan él.

Í S og SSV óveðrinu þann 5 fóru kviður mest í 39 m/s og það í nokkrum veðurathugunum.

Í SV hvassviðrinu þann 28 fóru kviður í 31m/s.

Talsverð úrkoma var í mánuðinum.

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
Vefumsjón