Veðrið í September 2023.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 103,4 mm.(í september 2022: 45,4 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist þann 2: +15,5 stig.
Minnstur hiti mældist þann 22: +1,0 stig.
Meðalhiti mánaðarins var 7,7 stig. (í september 2022: +7,3 stig.)
Meðalhiti við jörð var +3,90 stig. (í september 2022: +2,72 stig.)
Yfirlit dagar eða vikur:
Fyrstu átta daga mánaðarins voru suðlægar vindáttir SV eða S, oft stinningskaldi eða allhvass og hlýtt í veðri. Síðan hægviðri með hlýju veðri yfir daginn, en svalara á nóttinni. Norðan allhvass eða hvassviðri var 17 til 19, með rigningu. Norðlægar vindáttir voru út mánuðinn með vætu.
Aðeins varð flekkótt í fjöllum í fyrsta sinn í haust þann 20 og alhvítt var að morgni 21.Örkin sem er 634 M er mælikvarði fyrir snjóhulu í fjöllum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.