Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2025
Prenta
Veðrið í Júni 2025.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 73,1 mm. (í júní 2024: 55,7 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.
Þurrir dagar voru 10.
Mestur hiti mældist þann 20: +11,4 stig.
Mest frost mældist þann 9: -0,2 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +6,1 stig. (í júní 2024. +5,9 stig.)
Meðalhiti við jörð var +3,6 stig. (í júní 2024: +3,49 stig.)
Yfirlit dagar eða vikur:
Frá 01 til 08. Norðan, rigning slydda, kalt í veðri.
Frá 09-til 12. NNA. Heldur hlýrra í veðri, þurrt.
Frá 13 og út mánuðinn voru mest hafáttir. þokuloft, þoka, súld, rigning, og fremur kalt í veðri.