Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2023

Gleðileg Jól.

GLEÐILEG JÓL.
GLEÐILEG JÓL.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2023

Sparisjóðurinn býður upp á listsýningu í nýju dagatali.

Listræna Dagatalið.
Listræna Dagatalið.

Fréttatilkynning.

Í lok hvers árs gefa sparisjóðirnir út dagatal og er óhætt að segja að dagatal ársins 2024 bjóði upp á listsýningu í máli og myndum. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list. Auk þess gefst listafólkinu kostur á að nýta útibú sparisjóðanna fyrir listsýningar eða aðra listtengda viðburði.

Ráðgjöf varðandi dagatalið veitti Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum á sviði lista og menningar sem sparisjóðirnir styrkja í nærumhverfi sínu en hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

„Okkur langaði að gera ungu og efnilegu listafólki sem starfar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2023

Gjögurviti Fallinn.

Gjögurviti fallinn.
Gjögurviti fallinn.
1 af 3

Gjögurviti hefur fallið seinnipartinn í gær í suðvestan hvassviðrinu sem var þá. Starfsmenn flugvallarins á Gjögurflugvelli sáu þegar þeir komu til vinnu í morgun að vitinn var fallinn.

Rafvirkjar hjá Vegagerðinni sem sjá um ljósabúnað vitans og koma einu sinni til tvisvar á ári hafa oft tekið myndir af járnagrind vitans, því grindin er mjög riðguð og sumstaðar alveg við að vera riðbrunnin í sundur og hafa látið yfirmenn sína vita og sýnt þeim myndir, enn ekkert gert í málunum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson vitavörður vitans, nú eftirlitsmaður hans, var útá Gjögurflugvelli um eitt leytið í dag að taka á móti pósti úr flugvél og tók myndir af járnaruslinu,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2023

Styrkir til verslana í dreifbýli.

Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.
Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.

Hæsta styrkinn fékk Verslunarfélag Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um styrki til verslana í dreifbýli. Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar A.9 Verslun í dreifbýli í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Úthlutað er fimmtán milljónum króna til sjö verslana.

Markmiðið með aðgerðinni er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Samtals bárust ellefu gildar umsóknir.

Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru: 

Verzlunarfjelag Árneshrepps 3 milljónir kr. Kríuveitingar, verslun í Grímsey 2,5 milljónir kr. Verslunar og pöntunarþjónusta á Bakkafirði 2 milljónir kr. Búðin, Borgarfirði eystri 2 milljónir kr. Hríseyjarbúðin 2 milljónir kr.  Verslunarfélag Drangsness 2 milljónir kr. Verslun á Reykhólum 1,5 milljónir kr. Allir styrkirnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2023

Veðrið í Nóvember 2023.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  35,9 mm.  (í nóvember 2022:57,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 21: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -5,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 2,1 stig. (í nóvember 2022: +4,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,87 stig. (í nóvember 2022: -0,79 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. nóvember 2023

Góður hiti í dag.

Veðurstöðin í Litlu-Ávík.
Veðurstöðin í Litlu-Ávík.

Það verður að segjast að hafi verið góður hiti í dag á annesjum í dag á spásvæðinu Strandir og Norðurlandi Vestra.

Hitinn fór hæst í 10,8 stig á Sauðanesvita og næstmestur hiti var í Litlu-Ávík 10,1 stig.

Það verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. nóvember 2023

Gamli vinnustaðurinn minn í Grindavík.

Hraðfrystihús Þórkötlustaða,fiskmóttakan,bragginn og netaverkstæðið.
Hraðfrystihús Þórkötlustaða,fiskmóttakan,bragginn og netaverkstæðið.
1 af 2

Ég virðist ekki eiga margar myndir af mínum gamla vinnustað í Grindavík til sjö ára, enn það var Hraðfrystihús Þórkötlustaða í Þórkötlustaðahverfi, sem austarlega í bænum. Á þessum vinnustað leið mér alltaf vel, góðir yfirmenn og þar var sveitastráknum tekið vel. Enn þetta fyrirtæki er löngu komið á hausinn.

Á myndinni er frystihúsið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. nóvember 2023

Vegagerðin ætti að skammast sín. GRINDAVÍK MUN STANDA.

VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.
VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.

Þetta er ljótt af Vegagerðinni að strika yfir nafn Grindavíkur á vegskilti við gatnamót Reykjarnesbrautar og Grindavíkurvegar í gær. Þetta er framkoma sem á ekki að eiga sér til staðar af opinberri stofnun.

Ég bjó í Grindavík í tæp átta ár, á árum áður og hefði sko orðið brjálaður að sjá þetta og hefði gert það sama og þessi vissi björgunarsveitar maður gerði að afmá þetta af skiltinu. Hann á hrós fyrir. Vers af öllu er að vinur minn G


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2023

Veðrið í Október 2023.

Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76.0. mm. (í október 2022: 127,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 19: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 14: -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,0 stig. (í október 2022:+4,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,76 stig. (í október 2022:+0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2023

Veðrið í September 2023.

Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.
Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,4 mm.(í september 2022: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 2: +15,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +1,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,7 stig. (í september  2022: +7,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,90 stig. (í september 2022: +2,72 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón