Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. júlí 2024
Prenta
Sjálfvirka stöðin biluð.
Sjálfvirka veðurstöðin í Litlu-Ávík er biluð. Stöðin sendi síðast klukkan 22:00 í gærkvöldi. Yfirleitt hefur þetta verið móttakan á Veðurstofunni verið um að kenna.
Það hittist svoleiðis á að Árni Sigurðsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson voru í dag hér í eftirlitsferð eins og gert er á þriggja ára fresti, til að yfirfara mæla og fleira á mönnuðu og sjálfvirku stöðvunum.
Þeir vissu ekkert að stöðin væri biluð fyrr enn þeyr voru á leiðinni, en reyndu að endurræsa sjálfvirku stöðina en það gekk ekki. Þannig að það þurfa að koma viðgerðarmenn í stöðina og skipta um sendibúnaðinn sennilega.