Hafís við Krossnessundlaug. 2005.
Nú þegar borgarísjakar koma aftur í Húnflóann og sjást frá landi kemur margt upp í hugann. Engin ísfrétt hefur verið gefin upp frá Veðurstöðinni i í Litlu-Ávík síðan 2018, þá bara litlir borgarísjakar eða brot, þar til nú 2022.
Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður hefur stundað nokkuð vel unnar hafísfréttir ásamt veðurathugunum frá 1995 frá Litlu-Ávík. Jón G byrjaði að birta myndir af hafísjökum og borgarísjökum á vefsíðu sinni árið 2001 eftir hafísathuganir fyrir Veðurstofu Íslands og tilkynntar þar. Þór Jakobsson veðurfræðingur og hafasérfræðingur á VÍ sagði Jón G vera upphafsmann hafísmynda til Veðurstofunnar og frumkvöðul í hafístilkynningum til stofnunarinnar, í gegnum tölvupóst með myndum.
Þess má geta á gamni að fyrsta mynd af hafís frá Litlu-Ávík var birt á vef Norsku Veðurstofunnar, en þar vann íslenskur veðurfræðingur sem tók strax efir myndinni á slóð Litlahjalla vefsíðu.
Hafís var oft landfastur á árunum 1994 og 1995, eða mikið um lagnaðarís við landið. Svo komu bara kaflar sem ís var lítill og bara stöku jakar.
Einn frægasti ísjakinn
Meira