Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2022

Veðrið í Nóvember 2022.

Lítill snjór í fjöllum.
Lítill snjór í fjöllum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Frá 1 til 11 voru norðlægar vindáttir með vindi frá golu og uppí hvassviðri þann 10. Slydda, rigning eða súld. Frá 12 til 22 voru breytilegar vindáttir og hægviðri og með úrkomulitlu veðri. Frá 23 til 27 voru norðlægar vindáttir með stinningskalda og uppí hvassviðri. Þann 28 var suðvestan kaldi með lítiláttar slydduéljum. 29 og 30 var suðaustan og hægviðri með rigningu þann 30.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. nóvember 2022

Þrír sumrungar.

Lömbin með mæðrum sínum.
Lömbin með mæðrum sínum.

Þegar smalað var heimasmölun hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík 8 september í haust komu þrír sumrungar með fénu. Þrjár ær hafa borið úti seint í sumar. Enn  bændur telja þá hafa verið um hálfsmánaða til þriggja vikna gamla þarna þegar smalað var. Þetta eru tvö hrútlömb og ein grá lambgimbur. Nú er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. nóvember 2022

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Aðalfundurinn verður sunnudaginn 13 nóvember 2022.
Aðalfundurinn verður sunnudaginn 13 nóvember 2022.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 13 nóvember klukkan tvö (14:00) 2022 í Akóges salnum í Lágmúla 4 í Reykjavík. Dagskráin er þessi. 1-Aðalfundarstörf og 2-Önnur mál. Að loknum fundarstörfum verða


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2022

Þriggajafasa jarðkapall tengdur.

Frá undirbúningi að leggja þriggjafasa streng og ljósleiðara yfir Naustvíkurskörð. Mynd Sveinn Ingimundur Pálsson.
Frá undirbúningi að leggja þriggjafasa streng og ljósleiðara yfir Naustvíkurskörð. Mynd Sveinn Ingimundur Pálsson.

Nú í dag voru Orkubúsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík að tengja þriggjafasa jarðkapalinn við kerfið hér í Árneshreppi. Jarðkapall og ljósleiðari var lagður í jörðu frá Djúpavík, um Reykjarfjörð og yfir Naustvíkurskörð og til Trékyllisvíkur í spennistöðina við Bæ í sumar. Áður var búið að leggja á bæi í Trékyllisvík og Ávíkur bæina og á Gjögursvæðið, einnig var búið að leggja þriggjafasa  streng til Mela.

Samkvæmt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2022

Veðrið í Október 2022.

Örkin alhvít 10-10.
Örkin alhvít 10-10.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan hvassviðri með rigningu. 2 og 3 voru suðlægar vindáttir með rigningu. Þann 4 gerði norðan áhlaup með rigningu á laglendi, en slyddu eða snjókomu á hálendi, norðlæg átt var fram til sjöunda, en minni vindur. Þann 8 var austanátt með rigningu. Þann 9 gekk í norðan hvassviðri með slyddu eða rigningu á lálendi, enn snjókomu til fjalla. Norðanáttin gekk svo niður þann 10. Þann 11 var suðaustan hægviðri með talsverðri rigningu. Þann 12 var suðvestan kaldi, síðan hægari, skúrir. 13 til 16 var norðanátt með kalda og uppí hvassviðri, með rigningu, slyddu og snjókomu, festi snjó á láglendi. Þann 17 var hægviðri og úrkomulaust. 18 og 19 var suðvestan kaldi og uppí allhvassan vind og þurru veðri. Þann 20 var hægviðri og úrkomulaust. Og þann 21 var norðaustan kaldi í fyrstu og rigning. 22 og 23 var hæg austlæg vindátt með þurru veðri. 24 til 27 var norðlæg vindátt með lítiláttar súld. 28 og 29 var suðvestan kaldi með úrkomulausu veðri. Þann 30 var suðlæg vindátt og síðan NV með rigningu. Þann 31 var suðlæg vindátt í fyrstu með rigningu, og síðan norðan með súld.

Nokkuð úrkomusamt var fram í miðjan mánuð, eða 115 mm. (Frá 1 til 15.)

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. október 2022

Veðrið í September 2022.

Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.
Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var hæg suðlæg vindátt og hlýtt í veðri. Þann 2 var norðan stinningskaldi með súld og rigningu, svalt í veðri. Þann 3 var breytileg vindátt og hægviðri með súldarvotti. Þann 4 var suðvestanátt með hlýu veðri. Frá 5 til 9 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. 10 og 11 var norðan kaldi með þokulofti og lítilsáttar súld. Þann 12 var suðvestan kaldi með hlýju veðri. Þá var norðan 13 og 14 með smá súld. Þann 15 var breytileg vindátt með hægviðri. Þann 16 var suðvestan strekkingur. 17 og 18 var norðlæg vindátt og hægviðri. Þann 19 var austan gola og rigning, hlýtt í veðri. 20 til 21 var suðlæg vindátt með rigningu um tíma og hlýtt í veðri. Þann 22 var norðaustanátt með súld og þokulofti, kalt í veðri. 23 og 24 var suðvestan hvassviðri uppí ofsaveður í jafnavind. Þann 25 var norðlæg vindátt, með lítilsáttar vætu. 26 til 28 var hægviðri og þurrviðri. 29 og 30 var austlæg vindátt en gekk síðan í norðaustan og orðin allhvass um kvöldið þ.30. Súld og rigning.

Vindur fór í kviðum uppí 43 m/s  þann 24.

Borgarísjaki sást í mánuðinum frá veðurstöðinni. Hafísfréttir sendar á VÍ 20 og 21.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2022

Hafísfréttir frá 1995.

Hafís við Krossnessundlaug. 2005.
Hafís við Krossnessundlaug. 2005.

Nú þegar borgarísjakar koma aftur í Húnflóann og sjást frá landi kemur margt upp í hugann. Engin ísfrétt hefur verið gefin upp frá Veðurstöðinni i í Litlu-Ávík síðan 2018, þá bara litlir borgarísjakar eða brot, þar til nú 2022.

Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður hefur stundað nokkuð vel unnar hafísfréttir ásamt veðurathugunum frá 1995 frá Litlu-Ávík. Jón G byrjaði að birta myndir af hafísjökum og borgarísjökum á vefsíðu sinni árið 2001 eftir hafísathuganir fyrir Veðurstofu Íslands og tilkynntar þar. Þór Jakobsson veðurfræðingur og hafasérfræðingur á VÍ sagði Jón G vera upphafsmann hafísmynda til Veðurstofunnar og frumkvöðul í hafístilkynningum til stofnunarinnar, í gegnum tölvupóst með myndum.

Þess má geta á gamni að fyrsta mynd af hafís frá Litlu-Ávík var birt á vef Norsku Veðurstofunnar, en þar vann íslenskur veðurfræðingur sem tók strax efir myndinni á slóð Litlahjalla vefsíðu.

Hafís var oft landfastur á árunum 1994 og 1995, eða mikið um lagnaðarís við landið. Svo komu bara kaflar sem ís var lítill og bara stöku jakar.

Einn frægasti ísjakinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. september 2022

Hafísfréttir frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Drónamynd frá í gær. Davíð Már Bjarnason.
Drónamynd frá í gær. Davíð Már Bjarnason.

Tvær hafístilkynningar hafa verið sendar frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík til Veðurstofu Íslands, ein í gær svohljóðandi: Borgarísjaki CA. 10.KM. austur af Sæluskeri (Selskeri). Virðist reka hægt til austurs.

Svo í morgun svohljóðandi hafístilkynning:

Borgarísjaki


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2022

Veðrið í Ágúst 2022.

Kvöldsól í Litlu-Ávík.
Kvöldsól í Litlu-Ávík.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan með rigningu eða súld, fremur svalt. Þann 5 var suðvestan hægviðri með hlýju veðri, og einnig þann 6. Þann 7 og 8 voru suðlægar vindáttir með vætu og hlýju veðri. 9 og 10 var vindur norðlægur með rigningu. Þann 11 var suðvestanátt með skúrum. Frá 12 til 16 voru hægar breytilegar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þá var norðanátt frá 17 til 20, talsverð rigning þann 19 og 20. Dagana 21 og 22 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. Frá 23 til 26 var norðanátt með golu og upp í kalda með súld. Frá 27 til 31 voru suðlægar vindáttir með rigningu 30 og 31. Hlítt í veðri.

Mesti hiti sumarsins mældist 19,5 stig þann 30 ágúst.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. ágúst 2022

Mesti hiti sumarsins.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Nú í dag mældist mesti hiti sumarsins á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar hitinn fór í +19,5 stig.

Mesti hiti sem mælst hefur í Litlu-Ávík var 13 ágúst 2004, þegar hitinn mældist +26,0 stig. Þennan dag voru mörg hitamet slegin á landinu. Nú


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón