Veðrið í Febrúar 2023.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 3.
Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.
Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)
Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)
Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.
Alhvít jörð var í 16 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.
Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.
Meira