Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. janúar 2024 Prenta

Veðrið í Desember 2023.

Talsvert snjóaði seinnihluta mánaðarins.
Talsvert snjóaði seinnihluta mánaðarins.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  63,7 mm. (í desember 2022: 30,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 13: +8,4 stig.

Mest frost mældist þann 30: -8,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,2 stig. (í desember 2022: -1,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -4.71 stig. (í desember 2022: -5,12 stig.)

Alhvít jörð var í 29 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 24. 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðarins.

Eftir góðviðri og hægviðri fram til 12 desember gerði umhleypinga og var umhleypingasamt fram til nítjánda. Eftir það voru norðlægar vindáttir, N,NV, NA, með hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum. Það stytti upp á jóladag. Síðan byrjuðu él þann 27 með norðanátt, úrkomulaust var tvo síðustu daga mánaðar. Fallegt veður og hægur vindur var á gamlárskvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
Vefumsjón