Auknar líkur á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og Norðanverðum Vestfjörðum 22-24. ágúst
Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu fram á laugardag (22.-24. ágúst). Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag, fimmtudaginn 22. águst, og á morgun en það ætti að draga úr úrkomunni á laugardaginn og stytta upp á sunnudaginn. Hitastig á láglendi verður á bilinu 4-6° C en gera má ráð fyrir því að það geti fryst í fjallatoppum. Úrkoman mun að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem mun snjóa
Meira