Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. ágúst 2024

Auknar líkur á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og Norðanverðum Vestfjörðum 22-24. ágúst

Mynd Kort. Veðurstofa Íslands.
Mynd Kort. Veðurstofa Íslands.

Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu fram á laugardag (22.-24. ágúst). Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag, fimmtudaginn 22. águst, og á morgun en það ætti að draga úr úrkomunni á laugardaginn og stytta upp á sunnudaginn. Hitastig á láglendi verður á bilinu 4-6° C en gera má ráð fyrir því að það geti fryst í fjallatoppum. Úrkoman mun að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem mun snjóa


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2024

FJALLSKILASEÐILL FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2024.

Frá réttum. Myndasafn.
Frá réttum. Myndasafn.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2024 á eftirfarandi hátt;

Leirarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði er í Melarétt 13. og 14.september 2024 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 21.sepember 2024.

SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

FYRSTA LEITARSVÆÐI:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. ágúst 2024

Veðrið í Júlí 2024.

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 75,7 mm. (í júlí 2023.74.4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 1: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: +2,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,5 stig. (í júlí 2023:+6,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,16 stig. (Í júlí 2023:4,44 stig.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. ágúst 2024

Mikil úrkoma var í nótt.

Mikil úrkoma og vegir í sundur.
Mikil úrkoma og vegir í sundur.
1 af 2

Gífurleg úrkoma var frá því rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og í alla nótt. Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 44,6 mm síðasta sólarhring.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar fór vegurinn í Veiðileysufirði í sundur og skriða féll yfir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júlí 2024

Úrkomusamt síðasta sólarhring.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Myndasafn.

Talsverð úrkoma var á veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því seint í gærkvöldi og fram yfir hádegi í dag, Og núna í dag var mest súld og þoka.

Úrkoman síðasta sólarhring frá KL: 18:00 í gær og til KL: 09:00 í morgrun var 21,9 mm. Og í dag frá KL:09.00 og til 18:00 í dag var 5,6 mm.

Þannig að úrkoman er orðin


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. júlí 2024

Guðni TH sæmdur gullmerki á tindi Glissu í Árneshreppi.

Páll Guðmundsson hjá FÍ sæmdi Guðna TH merkinu.
Páll Guðmundsson hjá FÍ sæmdi Guðna TH merkinu.

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands var sæmd­ur gull­merki Ferðafé­lag Íslands í dag fyr­ir fram­lag sitt til mál­efna vegna lýðheilsu og úti­vist­ar.

For­set­inn hef­ur tekið þátt í mörg­um viðburðum Ferðafé­lags Íslands á embætt­istíð sinni og lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að auka áhuga þjóðar sinn­ar á heil­brigðum lífs­hátt­um og úti­vist,“ er sagt í til­kynn­ing­unni.

Páll Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri FÍ sæmdi Guðna merk­inu á tindi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. júlí 2024

Litla-Ávik komin inn.

Sjálfvirka stöðin í Litlu-Ávík er farin að senda. Bilunin var fyrir sunnan á VÍ.
Sjálfvirka stöðin í Litlu-Ávík er farin að senda. Bilunin var fyrir sunnan á VÍ.

Sjálfvirka veðurstöðin í Litlu-Ávík er farin að senda, kom inn á milli 14:00 og 15:00. Öll gögn eru inni frá því að hún datt út síðastliðið sunnudagskvöld þann 7.

Bilunin virðist hafa verið í móttökubúnaðinum á


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. júlí 2024

Sjálfvirka stöðin biluð.

Viðgerðabíll Veðurstofunnar.
Viðgerðabíll Veðurstofunnar.
1 af 3

Sjálfvirka veðurstöðin í Litlu-Ávík er biluð. Stöðin sendi síðast klukkan 22:00 í gærkvöldi. Yfirleitt hefur þetta verið móttakan á veðurstofunni verið um að kenna.

Það hittist svoleiðis á að Árni Sigurðsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson voru í dag hér í eftirlitsferð eins og gert er á þriggja ára fresti, til að yfirfara mæla og fleira á mönnuðu og sjálfvirku stöðvunum.

Þeir vissu ekkert að stöðin væri biluð fyrr enn þeyr voru á leiðinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2024

Veðrið í Júní 2024.

Mestur hiti var 21,2 stig í mánuðinum.
Mestur hiti var 21,2 stig í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 55,7 mm. (í júní 2023 52,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 30: +21,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3: +1,2 sig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig. (Í júní 2023 +9,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,5 stig. (í júní 2023 +5,7 stig.).

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2024

Veðrið í Maí 2024.

Tún farin að grænka. Flekkótt fjöll.
Tún farin að grænka. Flekkótt fjöll.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48.2 mm. (í maí 2023 74,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26.+14,8 stig.

Mest frost mældist þann 14 -1,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,1 stig. (í maí 2023 +5,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,55 stig. (í maí 2023 +1,82 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 22 daga.

Auð jörð var því í 9 daga.

Snjódýpt ekki mælanleg. (Jörð var flekkótt að litlu leyti.)

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Pétur og Össur.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón