Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. febrúar 2025 Prenta

Veðrið í Janúar 2025.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 85,3 mm. (í janúar 2024: 40,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 15:+9,9 stig.

Mest frost mældist þann 1:-8,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,5 stig. (í janúar 2024: 0,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,7 stig. (í janúar 2024: -3,4 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 27: 24 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Fyrstu 2 daga ársins var hægviðri með breytilegum áttum og úrkomulausu veðri. En síðan var ANA gola þann 3. Frá 4 og fram til 8 voru norðlægar vindáttir, kaldi, stinníngskaldi og smá úrkomuvottur. Síðan var SV fram til 11. 12 og 13 voru breytilegar áttir, með rigningu súld frostúða, snjókoma, þokuloft. Þann 14 var suðlæg vindátt með rigningu eða skúrum. Þann 15 var N og NV með slyddu og síðan mikilli snjókomu, síðan SV með skúrum. Síðan voru áframhaldandi umhleypingar með snjókomu eða éljum. Frá 21 og fram til 23 var hægviðri og úrkomulaust. 24 til 26 var NA og ANA með slyddu eða snjókoma. Síðan var umhleypingasamt út mánuðinn með snjókomu eða slyddu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
Vefumsjón