Veðrið í mars 2022.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, vindasamur, snjóþungur og úrkomusamur. Mikil snjókoma var frá því um morguninn þann 8 og fram yfir hádegið. Eins snjóaði mikið þann 10 frá hádegi og framundir kvöldmat, þegar breyttist í slyddu og síðan rigningu. Þá snjóaði mikið þann 19 og fram á morgun þann 20. Mikil snjókoma var frá því um kvöldið þann 21 og fram á þriðjudaginn 22. Mesti snjór sem hefur komið til margra ára hér í Árneshreppi. Laugardaginn 26 var sunnan og síðan suðvestan og hlýnaði mikið í veðri og gerði talsverðan blota og snjór seig talsvert, en þar sem þunnt var á fór í svell. Svo frysti aftur daginn eftir. Ágætisveður var þrjá síðustu daga mánaðarins, þá kom einn af vorboðunum á Ávíkina,:Álftin.
Ofsaveður var af suðri þann 14 seinnihluta dags, Klukkan 18:00 var vindhraði í jafnavind 34 m/s sem er fárviðri. Kviður fóru þá í 48 m/s. Í suðvestan rokinu þann 26 fóru kviður í 35 m/s.
Mæligögn:
Meira