Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2022

Veðrið í mars 2022.

Mikið snjóaði í mánuðinum.
Mikið snjóaði í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, vindasamur, snjóþungur og úrkomusamur. Mikil snjókoma var frá því um morguninn þann 8 og fram yfir hádegið. Eins snjóaði mikið þann 10 frá hádegi og framundir kvöldmat, þegar breyttist í slyddu og síðan rigningu. Þá snjóaði mikið þann 19 og fram á morgun þann 20. Mikil snjókoma var frá því um kvöldið þann 21 og fram á þriðjudaginn 22. Mesti snjór sem hefur komið til margra ára hér í Árneshreppi. Laugardaginn 26 var sunnan og síðan suðvestan og hlýnaði mikið í veðri og gerði talsverðan blota og snjór seig talsvert, en þar sem þunnt var á fór í svell. Svo frysti aftur daginn eftir. Ágætisveður var þrjá síðustu daga mánaðarins, þá kom einn af vorboðunum á Ávíkina,:Álftin.

Ofsaveður var af suðri þann 14 seinnihluta dags, Klukkan 18:00 var vindhraði í jafnavind 34 m/s sem er fárviðri. Kviður fóru þá í 48 m/s. Í suðvestan rokinu þann 26 fóru kviður í 35 m/s.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2022

Ómskoðun.

Guðbrandur við ómskoðun.
Guðbrandur við ómskoðun.
1 af 2

Guðbrandur Þorkelsson bóndi á Skörðum Dalasýslu kom norður seint í dag þegar vegur opnaðist til að Ómskoða og telja fósturvísa hjá bændum hér í Árneshreppi.Í Litlu-Ávík. Árnesi 2 og Melum 1 og 2.Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2022

Erfitt var að taka veðurathugun í 34 m/s.

Mælaskýli
Mælaskýli

Það hefur verið oft strembið að fara út í mæla og taka veðurathuganir í þessu veðri sem búið er að vera að undanförnu og að miklu leyti í vetur. Það hefur Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík þurft að reyna,eins og núna í síðasta ofsaveðri mánudaginn 14 mars þegar jafnavindur var um 34 m/s þegar hann fór út á báðum áttum, hvort ætti að fara eða ekki út, að lesa af mælum klukkan 18:00.,enn hann lét sig hafa það og las af mælum og allt sem þarf að gera í þessum athugunum. Það er að lesa hitastig eins og það er þá og hámarkshitann og lágmarkshitan. Einnig þarf þá að setja lágmarksmæli við jörð í slíður sem er 5 CM. Ofan við jarðlag, eða snjólag. Þá fór allt úr böndunum, gerði ofsakviður og skóf upp skarna og klakastykki. Þá hjekk hann með vinstri hendi í


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. mars 2022

Hornbjargsviti komin út. Uppfært 09-03.

Hornbjargsviti. Mynd aðsend.
Hornbjargsviti. Mynd aðsend.

Veðurstofa Íslands er hætt að birta veðurupplýsingar frá sjálfvirkri stöð þeirra á Horni. Stöðin er búin að sýna vitlausan vindhraða í á þriðju viku. Árni Sigurðsson veðurfræðingur og mælasérfræðingur og eftirlitsmaður með mælum, segist ekki vita hvenær þetta kemst í lag aftur. Margir sjómenn voru búnir að kvarta við Veðurstofu og einnig við veðurathugunina í Litlu-Ávík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. mars 2022

Hornbjargsviti komin út.

Hornbjargsviti. Mynd aðsend.
Hornbjargsviti. Mynd aðsend.

Veðurstofa Íslands er hætt að birta veðurupplýsingar frá sjálfvirkri stöð Vegagerðarinnar á Horni. Stöðin er búin að sýna vitlausan vindhraða í á þriðju viku. Árni Sigurðsson veðurfræðingur og mælasérfræðingur og eftirlitsmaður með mælum, segist ekki vita hvenær þetta kemst í lag aftur. Margir sjómenn voru búnir að kvarta við Veðurstofu og einnig við veðurathugunina í Litlu-Ávík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2022

Veðrið í Febrúar 2022.

Reykjaneshyrna 316 M.
Reykjaneshyrna 316 M.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar var hæg suðlæg vindátt með talsverðu frosti. Frá 3 til 7 voru norðlægar vindáttir oft með hvassviðri og ofankomu. 8 og 9 var norðaustan oft allhvasst með snjókomu og skafrenningi. !0 og 11 var suðvestanátt og austlæg átt um kvöldið þann 11 og talsvert frost. Þann 12 var austnorðaustan og smá él um kvöldið, frost. Frá 13 til 20 voru austlægar vindáttir yfirleitt með nokkru frosti, éljum og snjókomu. Frá 21 og út mánuðinn, voru umhleypingar oft með hvassviðri og jafnvel stormi og ofankomu og skafrenningi.

Reyndar voru umhleypingar allan mánuðinn, margátta stundum yfir sólarhringinn. Sjá nánar hér neðar Yfirlit dagar eða vikur.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2022

Rafmagn fór af Ströndum.

Díselvél er nú keyrð á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.
Díselvél er nú keyrð á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.

Rafmagn fór af Ströndum á níunda tímanum í kvöld. Rafmagn er nú komið á aftur eftir að varaafl var ræst á Hólmavík. Er nú komið rafmagn á hér í Árneshreppi einnig.

Búast má við truflunum


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. febrúar 2022

Sextánmanna þorrablót.

Sextán manns voru á þorrablótinu.
Sextán manns voru á þorrablótinu.

Það var haldið þorrablót í Árneshreppi í gær með því fámennasta sem hefur verið hér. 16 manns komu á þorrablótið en 2 komu ekki, eru því aðeins 18 manns í hreppnum um þessar mundir.

Sauðfjárræktarfélagið Von hélt þorrablótið og var maturinn pantaður frá Múlakaffi í Reykjavík og kom hann með flugi í gær með Norlandair. Þetta var


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2022

Veðrið í Janúar 2022.

Það snjóaði talsvert í mánuðinum.
Það snjóaði talsvert í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með stormi eða hvassviðri og éljum til 3 dags mánaðar. Frá 4 til 10 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með úrkomu í þrjá daga annars úrkomulausu veðri. 11 til 13 var suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum og skafrenningi. 14 til 16 var hægari vindur í vestanátt í fyrstu síðan austanátt og snjókoma. Frá 17 til 23 var mest hvassviðri, stormur eða rok, með rigningu, snjókomu eða éljum. Þann 24 var breytileg vindátt og hægviðri og úrkomulaust veður og frost. 25 var suðaustan með rigningu og síðan norðvestan með slyddu og snjókomu. 26 og 27 var suðaustan og suðvestan á víxl með úrkomulausu veðri. Þann 28 var tvíátta, suðvestan með skúrum og síðan norðan um kvöldið með snjókomu og talsverðu frosti. Frá 29 til 31 var suðvestanátt en um daginn og kvöldið var komin norðaustanátt með talsverðri snjókomu.

Vindur fór í 37 m/s í suðvestanrokinu þann 21.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. janúar 2022

Úrkoma árið 2021 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2021, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2020.:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón