Veðrið í Janúar 2022.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með stormi eða hvassviðri og éljum til 3 dags mánaðar. Frá 4 til 10 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með úrkomu í þrjá daga annars úrkomulausu veðri. 11 til 13 var suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum og skafrenningi. 14 til 16 var hægari vindur í vestanátt í fyrstu síðan austanátt og snjókoma. Frá 17 til 23 var mest hvassviðri, stormur eða rok, með rigningu, snjókomu eða éljum. Þann 24 var breytileg vindátt og hægviðri og úrkomulaust veður og frost. 25 var suðaustan með rigningu og síðan norðvestan með slyddu og snjókomu. 26 og 27 var suðaustan og suðvestan á víxl með úrkomulausu veðri. Þann 28 var tvíátta, suðvestan með skúrum og síðan norðan um kvöldið með snjókomu og talsverðu frosti. Frá 29 til 31 var suðvestanátt en um daginn og kvöldið var komin norðaustanátt með talsverðri snjókomu.
Vindur fór í 37 m/s í suðvestanrokinu þann 21.
Mæligögn:
Meira