Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júní 2021

Aðalfundur Verzlunarfjelags Árneshrepps.

Merki Verslunarfélags Árneshrepps.
Merki Verslunarfélags Árneshrepps.

Aðalfundur Verzlunarfjelags Árneshrepps verður haldinn þriðjudaginn 22. júní kl.16:00 í húsnæði verslunarinnar á Norðurfirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júní 2021

Veðrið í Maí 2021.

Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 27. Mikið þurrviðri var og jörð orðin mjög þurr og skorpin, (eða skrælnuð). Eins var mjög kalt og oft frost. Veður fór hlýnandi um og eftir Hvítasunnu eða 23 og 24, fór veður svo ört hlýnandi eftir það þótt hafáttir væru.

Loks snérist til suðlægra vindátta þann 28 og voru suðlægar vindáttir út mánuðinn, með lítilsáttar vætu, og hlýju veðri.

Ræktuð tún voru í lok mánaðar farin að taka aðeins lit eftir vætuna.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. maí 2021

Veðrið í Apríl 2021.

Sæmilegt eða gott sjóveður var í 17 daga.
Sæmilegt eða gott sjóveður var í 17 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanátt var fyrstu 3 daga mánaðarins með þíðviðri og tók snjó upp. Enn þann 3. klukkan 16.45 snérist til norðanáttar með snjókomu og snarkólnandi veðri. Þann 4 var norðanátt með snjókomu. Þann 5 og 6 voru hægar suðlægar vindáttir með hörkufrosti. Frostið fór niður í -12,8 stig sem er almesta frost í vetur. Síðan voru austlægar vindáttir með hvassviðri og snjókomu eða éljum. 9 og 10 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 11 og 12 var austlæg átt með snjókomu eða slyddu þann 11. Þá gerði suðvestanátt með hlýnandi veðri 13 til 14. Dagana 15 og 16 var suðaustlæg vindátt með hlýju veðri. Frá 17 til 21 var suðvestanátt með kólnandi veðri. 22 til 30 voru hægar hafáttir að mestu með rigningu eða súld og þokulofti, en snjóéljum síðasta dag mánaðar, og varð jörð flekkótt, enn auð jörð var búin að vera síðan 21.

Í suðvestan veðrinu þann 2 fór vindur í kviðum í 34 m/s eða yfir 12 vindstig gömul.

Auð jörð á láglendi talin í fyrsta sinn þann 21.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Heiðlóan er Fugl ársins 2021.

Heiðlóa. Mynd Jakob Sigurðsson.
Heiðlóa. Mynd Jakob Sigurðsson.

Fréttalilkynning frá Fuglaverd.

Heiðlóan er fugl ársins 2021.

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda  og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti 5 fugla og raða þeim í sæti 1-5. 

Það er Fuglavernd sem stendur að baki kosningu á Fugli ársins en stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður héðan í frá enda voru viðtökurnar frábærar. Keppnin er  haldin í þeim tilgangi að vekja athygli á fuglum og þeim ógnum sem að þeim steðja, þar á meðal röskun búsvæða og loftslagsbreytingar. Í hópi fugla sem voru keppendur um titilinn Fugl ársins og eru í miklum vanda á Íslandi eru lundi, kría og sendlingur.

Staða heiðlóunnar á Íslandi er þó góð og telst stofninn vera hátt í 400 þúsund pör. Hún er algengur og útbreiddur varpfugl og Ísland er mjög mikilvægt búsvæði fyrir heiðlóuna því að um þriðjungur allra heiðlóa í heiminum verpur hér á landi. Heiðlóan er farfugl og flýgur á haustin til Vestur-Evrópu, aðallega Írlands, en einnig í Frakklands, Spánar, Portúgal og Marokkó, þar sem hún dvelur við strendur og árósa.

Titillinn Fugl ársins 2021 er enn ein fjöður í hatt heiðlóunnar sem einnig sigraði BirdEurovisionkeppnina árið 2002 með fögrum söng sínum. Heiðlóan er gjarnan kölluð vorboðinn ljúfi og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna sem tákn vorkomunnar og er fréttum af fyrstu komu heiðlóunnar á hverju vori ákaft fagnað. Um hana hafa einnig löngum verið ort og kveðin rómantísk ljóð.

Sé ég gróa og grænka kvist


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2021

Veðrið í Mars 2021.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan með lítilsáttar skúrum. Síðan þann 2 og 3 var norðlæg vindátt eða breytileg með þurru veðri. 4 og 5 var suðvestan með úrkomuvotti þann 5. 6 til 8 voru breytilegar vindáttir með hægviðri og úrkomulitlu veðri. Þann 9 snérist til norðanáttar með snjókomu og éljum, mikið var um ísingu í þessu norðan hreti. Það snjóaði mikið í þessu hreti og miklir skaflar. Þann 15 var austlæg vindátt með mikilli slyddu um kvöldið og fram á nótt. Þann 16 var komin suðvestanátt með hlýnandi veðri, oft hvassviðri, snjó tók hratt upp í þessu þíðveðri. Það dró úr vindi um morguninn þann 23. Þá kólnaði í veðri og voru él 23 og 24. Suðvestanáttin gekk síðan alveg niður þann 24. Frá 25 til 29 var norðan hvassviðri með snjókomu og skóf allt í skafla, talsverður snjór komin aftur. Frostið fór í -11 stig og er það mesta frost í vetur. 30 og 31 var suðvestan með hvassviðri þann 31 og hlýnandi veðri, og snjó fór að taka upp eftir síðasta hret.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. mars 2021

Árneshreppur fær styrk til ljósleðaratengingu.

Orkubú Vestfjarða lagði jarðstreng og ljósleiðara til Djúpavíkur 2014.
Orkubú Vestfjarða lagði jarðstreng og ljósleiðara til Djúpavíkur 2014.
1 af 2

Þann 12 mars kom fram á vef Stjórnarráðs Íslands að 13 sveitarfélög geti fengið styrk til að ljósvæða í sveitarfélögunum, þar á meðal er Sveitarfélagið Árneshreppur sem getur fengið styrk úr Fjarskiptasjóði að upphæð kr. 46,5 milljónir til þess að byrja ljósleiðaravæðingu sveitarinnar. Og að sögn Evu Sigurbjörnsdóttir oddvita Árneshrepp hefur sveitarfélagið fengið bréf frá Orkubúi Vestfjarða þess efnis að þeir yrðu með í þessu átaki þannig að þrífösun verður framkvæmd í leiðinni. Þetta kemur til með að breyta miklu fyrir atvinnulífið í sveitinni til framtíðar. Auk þess


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. mars 2021

Veðrið í Febrúar 2021.

Frá Norðurfirði 26-02-2021.
Frá Norðurfirði 26-02-2021.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum og með hægviðri og þurru veðri fram til 7. Frá 8 og til 10 var norðaustan með talsverðri snjókomu. 11 og til 13 er hægviðri og dró úr frosti smátt og smátt. 14 og 15 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með éljum og síðan rigningu. 16 til 18 var hægviðri með talsverðri rigningu eða slyddu þann 17. Frá 19 og til 25 voru hafáttir með úrkomu alla dagana, súld, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 26 fór að hlýna með suðlægum vindáttum, en snjóaði fyrst talsvert aðfaranótt 26. Síðan var rigning, skúrir og síðan él þann 28. Suðvestan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum var 27 og 28. Snjó tók mikið til upp á láglendi.

Í suðvestan storminum þann 28 fóru kviður í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2021

Rafmagnslaust í tæpa 5 tíma í Árneshreppi.

Frá vinnu á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.
Frá vinnu á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.

Rafmagn fór af í Árneshreppi klukkan 05:50 í morgun. Viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru með birtingu í morgun að leita bilunarinnar. Bilunin fannst síðan á Trékyllisheiðinni, slit var í 12 staur fyrir norðan björgunarskýlið á heiðinni.

Rafmagn komst svo á


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. febrúar 2021

Fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.

Frá Skjaldborgarskrúðgöngunni á lokakvöldinu. Kristín Andrea í broddi fylkingar
Frá Skjaldborgarskrúðgöngunni á lokakvöldinu. Kristín Andrea í broddi fylkingar
1 af 3

Vestfjarðastofa hefur veitt viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða úr hópi þeirra verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum árið 2020.

Í flokki nýsköpunarverkefna var það Sýslið, miðstöð skapandi greina á Hólmavík sem hlýtur viðurkenninguna Fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða árið 2020.

Hugmyndin með Sýslinu er að stofnsetja miðstöð skapandi greina í gamla sýslumannshúsinu á Hólmavík. Sýslið - Verkstöð er klæðskerasaumuð lausn sem býður upp á fjölþætta þjónustu sem hefur skort á svæðinu. Sýslið - Verkstöð verður rekið sem einkahlutafélag Ástu Þórisdóttur og Svans Kristjánssonar sem eru eigendur og íbúar hússins. Verkefnið getur haft mikil jákvæð áhrif á skapandi starf á svæðinu með fjölbreytilegri og  vel útbúinni aðstöðu og einnig með gestadvöl hönnuða og listamanna sem munu auðga starfsemina og menningarlíf á svæðinu með sýningum og viðburðum.

Sýslið er að einnig að finna að vefnum www.strandir.is sem fer í loftið innan skamms.

Á sviði menningar hlýtur heimildahátíðin Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2021

Veðrið í Janúar 2021.

Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.
Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu 5 daga mánaðarins með smá vætu með köflum. Miklar stormkviður voru um kvöldið þann þriðja með úrhellisskúrum. Þann 6 var vestan eða norðvestan hægviðri og þurrt í veðri en frost. Þá var suðlæg vindátt þann 7 með smá snjómuggu um kvöldið og frost. Þann 8 var suðlæg vindátt í fyrstu með hita í +, enn síðan snérist í hæga norðanátt fyrir hádegið með snjókomu og komið hvassviðri um kvöldið með talsverðu frosti. 9 og 10 var vestlæg eða suðlæg vindátt og hægviðri og björtu veðri með talsverðu frosti. Frá 11 og fram til 17 var hægviðri með frosti í fyrstu síðan hita vel yfir frostmarki og úrkomu með köflum. Frá 18 og til 28 var norðan eða norðaustan allhvasst eða hvassviðri með slyddu, snjókomu eða éljum og talsverðu frosti. Þrjá síðustu daga mánaðarins var mest hægviðri með úrkomulausu veðri en talsverðu frosti.

Mánuðurinn var úrkomulítill og mjög kaldur.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Frá brunanum.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón