Veðrið í Janúar 2022.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með stormi eða hvassviðri og éljum til 3 dags mánaðar. Frá 4 til 10 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með úrkomu í þrjá daga annars úrkomulausu veðri. 11 til 13 var suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum og skafrenningi. 14 til 16 var hægari vindur í vestanátt í fyrstu síðan austanátt og snjókoma. Frá 17 til 23 var mest hvassviðri, stormur eða rok, með rigningu, snjókomu eða éljum. Þann 24 var breytileg vindátt og hægviðri og úrkomulaust veður og frost. 25 var suðaustan með rigningu og síðan norðvestan með slyddu og snjókomu. 26 og 27 var suðaustan og suðvestan á víxl með úrkomulausu veðri. Þann 28 var tvíátta, suðvestan með skúrum og síðan norðan um kvöldið með snjókomu og talsverðu frosti. Frá 29 til 31 var suðvestanátt en um daginn og kvöldið var komin norðaustanátt með talsverðri snjókomu.
Vindur fór í 37 m/s í suðvestanrokinu þann 21.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 71,1 mm. (í janúar 2021: 49,5 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 9.
Mestur hiti mældist þann 21. +9,6 stig.
Mest frost mældist dagana 19 og 31. -8,5 stig.
Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í janúar 2021: -1,1 stig.)
Meðalhiti við jörð var -4,39 stig. (janúar 2021: -4,03 stig.)
Sjóveður: Nokkuð rysjótt sjóveður var í mánuðinum, sæmilegt sjóveður var þó dagana, 7, 9, 14, 15 og 24. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars vont sjóveður vegna ölduhæðar eða hvassviðra, það er, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór eða mikill sjór.
Alhvít jörð var í 15 daga.
Flekkótt jörð var í 16 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.
Mesta snjódýpt mældist þann. 16. 25 CM.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-3: Norðaustan eða N stormur, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, snjóél, úrkomulaust þ.2. Frost -1 til -6 stig.
4-10: Suðaustan, ASA,S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, skafrenningur, rigning, skúrir, úrkomulaust, 5, 7, 8, og 9. Hiti frá -6,5 til +6 stig.
11-13: Suðvestan kul, kaldi, allhvasst, hvassviðri,stormur, snjóél, skafrenningur, hiti +4 til -1 stig.
14-16: Vestan, NV, SV, A, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydduél, snjókoma, skafrenningur, hiti +2 stig til -8 stig.
17-23: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvasst, hvassviðri, stormur, eða rok var 17, 21 og 22. Rigning, slydda, snjókoma, snjóél, skafrenningur, úrkomulaust þ. 19. Hiti frá +10 niður í -9 stig.
24:Breytileg vindátt, gola, kul, úrkomulaust, frost -3 til -6 stig.
25: Suðaustan kaldi, síðan norðvestan allhvasst, kaldi, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá, +6 niður í -2 stig.
26-27: Suðaustan kul, gola,suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust Þ.26. Úrkomu varð vart Þ.27. Hiti -5 til +3 stig.
28: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, en norðvestan eða norðan allhvasst um kvöldið, skúrir él, en snjókoma um kvöldið, hiti frá +5 stigum niður í -6 stig.
29-30: Suðvestan V, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst,snjóél, skafrenningur, hiti +2 niður í -7 stig.
31: Suðvestan, breytileg vindátt, stinningsgola, andvari, enn NA seinnihluta dags og um kvöldið, kaldi, stinningskaldi, snjókoma. Frost, -4 til -8,5 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.