Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. febrúar 2022
Prenta
Sextánmanna þorrablót.
Það var haldið þorrablót í Árneshreppi í gær með því fámennasta sem hefur verið hér. 16 manns komu á þorrablótið en 2 komu ekki, eru því aðeins 18 manns í hreppnum um þessar mundir.
Sauðfjárræktarfélagið Von hélt þorrablótið og var maturinn pantaður frá Múlakaffi í Reykjavík og kom hann með flugi í gær með Norlandair. Þetta var raunverulega í síðasta lagi sem hægt var að halda þorrablót svo það bæri það nafn með réttu, því Þorraþræll er í dag og konudagur á morgun og góa byrjar.