Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2022 Prenta

Veðrið í Febrúar 2022.

Reykjaneshyrna 316 M.
Reykjaneshyrna 316 M.

Fyrstu tvo daga mánaðar var hæg suðlæg vindátt með talsverðu frosti. Frá 3 til 7 voru norðlægar vindáttir oft með hvassviðri og ofankomu. 8 og 9 var norðaustan oft allhvasst með snjókomu og skafrenningi. !0 og 11 var suðvestanátt og austlæg átt um kvöldið þann 11 og talsvert frost. Þann 12 var austnorðaustan og smá él um kvöldið, frost. Frá 13 til 20 voru austlægar vindáttir yfirleitt með nokkru frosti, éljum og snjókomu. Frá 21 og út mánuðinn, voru umhleypingar oft með hvassviðri og jafnvel stormi og ofankomu og skafrenningi.

Reyndar voru umhleypingar allan mánuðinn, margátta stundum yfir sólarhringinn. Sjá nánar hér neðar Yfirlit dagar eða vikur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 57,0 mm. (í febrúar 2021: 69,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 26: +5,6 stig.

Mest frost mældist þann 10: -9,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,3 stig. (í febrúar 2021: 0,7 stig)

Meðalhiti við jörð var -4,89 stig. (í febrúar 2021: -2,36 stig.)

Sjóveður: Mest var slæmt sjóveður í mánuðinum, en sæmilegir dagar voru þó dagana 2, 13, 14, 15, 16, 17, 18, það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt vegna ölduhæðar eða mikils vinds, það er dálítill, sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, S, kul eða gola úrkomulaust þ.1. Smá él þ.2. Frost -2 til -7,5 stig.

3-6: Norðan eða NA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, skafrenningur, frost frá-6 uppí 0 stig.

7: Austnorðaustan, allhvasst, síðan suðvestan, stinningskaldi, snjókoma, hiti frá +3 niður í -4 stig.

8-9: Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, snjókoma, skafrenningur, frost -0 til -5 stig.

10-11: Suðvestan, V, stinningskaldi, síðan ANA kaldi um kvöldið þ.11. úrkomu varð vart þ.10. Enn úrkomulaust þ.11. Frost -1 til -9,6 stig.

12: Austnorðaustan stinningskaldi, lítilsáttar él um kvöldið, frost -2 til -4 stig.

13-20: Austan, NA, ASA, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, skafrenningur, úrkomulaust var 17 og 18, og úrkomu varð vart þ.13. Hiti frá +3 niður í -7 stig.

21-22: Suðaustan, A, SSV, kul, gola, kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, snjókoma, slydda, rigning, hiti -3 til +3 stig.

23-25: Norðaustan, ANA, stormur, hvassviðri, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, skafrenningur, hiti frá +2 stigum niður í -6 stig.

26-27: Sunnan, SV, VSV, SA, ANA, kul, gola, stinningsgola, stinningskaldi, skúrir, snjóél, hiti +6 niður í -3 stig.

28: Norðnorðaustan og N, hvassviðri, allhvasst, slydda, snjókoma, hiti +2 niður í -1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Húsið 29-10-08.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • 24-11-08.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón