Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2021

Um 50 hvali rak á land við Melabæina.

Hvalir í Melavík.
Hvalir í Melavík.
1 af 5

Hvalina rak á land rétt austan við Melabæina Mela 2 og Mela 1 í svonefndri Melavík. Þetta virðist vera um fimmtíu Grindhvali að vera að ræða. Það er eins og þeyr hafi ruglast synt í land í hóp, flestir eru dauðir en 3 til 4 voru með lífsmarki þegar fréttamaður var þarna um eittleytið. Það verður útilokað að koma bát að því talsverður sjógangur er þarna og stórgrýtt langt fram.

Lögregla er


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2021

Veðrið í September 2021.

Flekkótt fjöll.
Flekkótt fjöll.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum eða suðlægum, með skúrum eða rigningu, oft strekkingur, hlýtt í veðri. Þann 7 var skammvinn norðaustanátt með rigningu og súld, svalara veður. Frá 8 til 10 var suðvestanátt og hlýrra í veðri. Þá var frá 11 til 12 norðaustan og austanátt með rigningu og talsvert svalara veðri. Frá 13 til 19 voru suðlægar vindáttir oft nokkuð vindasamt og úrkoma alla dagana og hlýrra í veðri aftur. Frá 20 til 21 var norðan hvassviðri með rigningu eða slyddu. 22 og 23 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu.Frá 24 og til 30 var norðaustan og norðan, hvassviðri, stormur og rok var 26 til 28 með slyddu og snjókomu.

Vindur fór í kviðum í 34 m/s í rokinu þann 28 sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. september 2021

Rafmagn komst á í morgun í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík voru við vinnu í alla nótt við að koma rafmagni á norður í Árneshrepp. Í fyrsta lagi brunnu rofar í spennistöðinni við Selá, sem er spennistöðin fyrir Árneshrepp. Það varð að fá spennir frá Bolungarvík, og það tókst í þessu vitlausa veðri sem var. Í gærkvöldi var grafa send norður en hún var lengi norður vegna ófærðar. Nokkrir rafmagnsstaurar voru farnir að hallast mikið og lína slitin frá einangrunum í Trékyllisvík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. september 2021

Enn og aftur rafmagnslaust í Árneshreppi.

Það verður bara að keyra rafstöð.
Það verður bara að keyra rafstöð.

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp rétt fyrir fimm í dag. Ekki er vitað hvar er bilað. Vitlaust veður er á svæðinu þó sé nú að lægja aðeins. Það


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2021

Rafmagn fór af í Árneshreppi í 4 tíma.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi á ellefta tímanum í morgun. Rafmagn komst á aftur á þriðja tímanum í dag. Leit að bilun stóð yfir í um þrjá tíma, enn slitið var við Bólstað í Selárdal í Steingrímsfirði þar sem línan fer uppá Trékyllisheiði. Einnig var þar mikil ísing og sjávarselta á línum sem þurfti að þrífa. Snarvitlaust veður er á svæðinu norðan 20 til 26 m/s í Árneshreppi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2021

Auglýsing um kjörstað og opnunartíma.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Við Alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara laugardaginn 25. september 2021, verður kjörstaður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður kl. 09.00 og honum lokað kl. 17.00.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2021

Veðrið í Ágúst 2021.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru frá byrjun mánaðar og fram til 13, með úrkomulitlu veðri, og hægviðrasamt var. Frá 14 og til 16 voru breytilegar vindáttir, en suðvestan um tíma þann 15, en innlögn (norðan) á kvöldin með þokulofti. Þá var hæg norðlæg vindátt frá 17 til 22, með þokulofti, þoku og smá súld. Frá 23 og til 24 voru breytilegar vindáttir og hægviðri, súld eða rigning. Síðan frá 25 og út mánuðinn var suðvestanátt með lítilsáttar skúrum og hlýju veðri. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. ágúst 2021

Mælitæki yfirfarin.

Mælingabíll Veðurstofunnar og Árni S.
Mælingabíll Veðurstofunnar og Árni S.
1 af 3

Í gærkvöldi kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í Litlu-Ávík að yfirfara mælitækin á stöðinni. Í dag 31 ágúst var aðal vinnan í að fara yfir mæla og annan búnað. Hitamælar voru bornir saman og ef munaði tildæmis 0,2 til 0,5 var þeim mælum skipt út. Eins voru varamælar sem eru á stöðinni prufaðir á sama hátt. Einn mælir sýndi 0,8 stigum of mikið, það var lágmarksmælir við jörð, honum var að sjálfsögðu skipt út fyrir nýjan.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. ágúst 2021

Veðrið í Júlí 2021.

Oft var fallegt veður í mánuðinum.
Oft var fallegt veður í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðarins var suðvestanátt hvöss fram eftir degi og þurru veðri og hlýju. Síðan voru frá 2 fram til 5 voru norðlægar vindáttir með þoku og svalara veðri. Frá 6 til 9 var suðvestanátt með hlýju veðri. Þá var norðan hægviðri með þurru veðri 10 og 11. Heldur svalara. Frá 12 til 26 voru suðlægar vindáttir, oft vindasamt og jafnvel stormkviður, en mjög hlýtt í veðri og úrkomulítið. Síðustu fimm daga mánaðarins voru hafáttir með súld og rigningu í fyrstu og svalara í veðri. Enn hlýrra aftur eftir að stytti upp.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. júlí 2021

Urðartindur bætir við herbergjum.

Urðarindur.
Urðarindur.
1 af 3

Á næstunni opnar ferðaþjónustan Urðartindur í Norðurfirði fjögur ný herbergi. Áður voru þar gömul fjárhús, en framkvæmdir við þessar breytingar hófust vorið 2019.

Með þessari viðbót getur því Urðartindur boðið upp á 8 herbergi


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
Vefumsjón