Veðrið í Júní 2021.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá daga mánaðarins með hlýju veðri og smá vætu. 4 til 8 voru mest hafáttir, enn oft hluta dags suðlægar vindáttir og þá var hlítt yfir daginn. Þá voru hafáttir áfram frá 9 til 19 með mikilli rigningu 10 til 11, síðan voru slyddu og eða snjóél og mjög kalt í veðri. Loks snerist til suðlægra vindátta þann 20 og 21 með hlýnandi veðri í bili og úrkomulitlu veðri. Þá gerði skammvinna norðlæga vindátt aftur þann 22 og 23 með svalara veðri, en úrkomulitlu. 24 til 26 var suðvestanátt með úrkomulitlu veðri en mjög hlýju veðri. Hiti fór í 19,1 stig þann 26. Þá var hæg norðlæg eða breytileg vindátt 27 og 28 með þurru veðri. 29 og 30 var hvöss suðvestanátt með stormkviðum og hlýju veðri.
Mánuðurinn var mjög kaldur fram til 20 júní. Jörð mjög þurr og lítil sem engin spretta orðin í lok mánaðar.
Mæligögn:
Meira