Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðvestanátt með rigningu og síðan slyddu, fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 10 var suðvestan með hvassviðri eða stormi 4 og 5. Og skúrum eða éljum, rigningu, hitasveiflur með 1 stigs frosti uppí 11 stiga hita. Þá var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri 11 og 12. 13 til 17 voru norðlægar vindáttir frá kalda og uppí hvassviðri, með nokkurri úrkomu. 18 og 19 var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri. 20 og 21 var norðan mikinn hlutann allhvass vindur með talsverðri úrkomu, rigningu, slyddu eða snjókomu. 22 var hæg suðaustlæg vindátt með þurru veðri. Þá var Norðaustanátt, allhvöss með éljum 23 og 24. Frá 25 til 28 var suðvestanátt með hvassviðri, stormi eða roki, og miklum stormkviðum. Tvo síðustu daga mánaðarins voru hægar breytilegar vindáttir.
Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur.
Talsverð hálka var á vegum í mánuðinum.
Vindur fór í 33 m/s í kviðum þann 4 í Suðvestanáttinni sem eru tólf vindstig gömul.
Vindur fór í 44 m/s í kviðum um morguninn þann 27 þegar jafnavindur var 28 m/s.
Mæligögn:
Meira