Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. desember 2020

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2020

Síðustu flug fyrir jól.

Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.
Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.

Breyting á flugi. Flogið verður á fimmtudaginn þann 17 í stað 18 föstudag. Óbreyttur tími brottför frá Reykjavík 14:30.

Og síðasta flug verður þriðjudaginn þann 22. Brottför frá Reykjavík klukkan 14:30.

Allt er þetta flugveðri háð.

King Air vél Flugfélags


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2020

Ný bók: Strandir 1918.

Bókarkápan. Strandir 1918.
Bókarkápan. Strandir 1918.
1 af 3

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar og rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember. 

Árið 1918 var merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Ísland fékk fullveldi og ýmsir stórviðburðir settu svip á mannlíf og samfélag. Hér er athygli beint að viðburðum og daglegu lífi á Ströndum á þessum tíma, birtar dagbækur, ferðasögur og fræðigreinar. Fjallað er um líf og störf fólks í Strandasýslu fyrir rúmri öld, á tímum sem standa okkur býsna nærri. Samt er margt við daglegt amstur fólks fyrir 100 árum framandi í samtímanum. 

Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni. 

Einnig er birt ferðasaga eftir Guðmund Hjaltason og búnaðaryfirlit eftir Sigurð Sigurðsson sem ferðaðist um allar Strandir. Þá eru tvö dagbókabrot að finna í bókinni, eftir Níels Jónsson á Grænhóli á Gjögri og Þorstein Guðbrandsson á Kaldrananesi.  

Með útgáfu bókarinnar Strandir 1918


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2020

Strandafrakt í ullarferð.

Strandafrakt tekur ull. (Myndasafn).
Strandafrakt tekur ull. (Myndasafn).
1 af 2

Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Talsverð hálka eða snjóþekja er á veginum norður. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti ullina til bænda. Nú er þetta orðið lítið af ull, aðeins frá fjórum bændum, og allt kemst í einni ferð.

Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2020

Breytt fyrirkomulag á veðurfregnum í hádegisútvarpi Rásar 1 á RÚV.

Frá lestri veðurfregna á Veðurstofunni. Mynd VÍ.
Frá lestri veðurfregna á Veðurstofunni. Mynd VÍ.

Í gær 1. desember, hófst nýr fréttaskýringaþáttur, Hádegið, í Hádeginu á Rás 1 hjá RÚV. Lestur veðurfregna frá Veðurstofunni kl. 12.40 heyrir því sögunni til. Sá veðurfregnatími hefur að mestu verið endurtekning á spám sem lesnar eru kl. 10.03 og verður sá tími óbreyttur. Veðurspá og viðvaranir verða engu að síður áfram hluti af hefðbundnum hádegisfréttatíma kl. 12.20


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2020

Veðrið í Nóvember 2020.

Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.
Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðvestanátt með rigningu og síðan slyddu, fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 10 var suðvestan með hvassviðri eða stormi 4 og 5. Og skúrum eða éljum, rigningu, hitasveiflur með 1 stigs frosti uppí 11 stiga hita. Þá var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri 11 og 12. 13 til 17 voru norðlægar vindáttir frá kalda og uppí hvassviðri, með nokkurri úrkomu. 18 og 19 var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri. 20 og 21 var norðan mikinn hlutann allhvass vindur með talsverðri úrkomu, rigningu, slyddu eða snjókomu. 22 var hæg suðaustlæg vindátt með þurru veðri. Þá var Norðaustanátt, allhvöss með éljum 23 og 24. Frá 25 til 28 var suðvestanátt með hvassviðri, stormi eða roki, og miklum stormkviðum. Tvo síðustu daga mánaðarins voru hægar breytilegar vindáttir.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur.

Talsverð hálka var á vegum í mánuðinum.

Vindur fór í 33 m/s í kviðum þann 4 í Suðvestanáttinni sem eru tólf vindstig gömul.

Vindur fór í 44 m/s í kviðum um morguninn þann 27 þegar jafnavindur var 28 m/s.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. nóvember 2020

Stormur eða Rok framundan.

Snjóþekja er á vegum.
Snjóþekja er á vegum.
1 af 2

Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og norðuland vestra er nú vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða slydda með köflum í kvöld og hlýnar, en sunnan 20-28 um miðnætti og úrkomuminna. Suðvestan 10-18 og él í fyrramálið, en 18-23 eftir hádegi og kólnar. Heldur hvassara annað kvöld

Á föstudag: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2020

Fyrsta vöru og póstflug Norlandair á Gjögur.

Fyrsta fraktflugið. Myndin er hreyfð enda orðin hvass þegar vélin kom.
Fyrsta fraktflugið. Myndin er hreyfð enda orðin hvass þegar vélin kom.

Í dag föstudaginn 20 nóvember flaug Norlandair sínu fyrstu póst og vöruflug. Talsvert af vörum kom í verslunina í Árneshreppi. Flogið var á 9 sæta Beechcraft B200 King Air vél,gott farangurspláss er í þeirri vél, eins er fljótlegt að taka sæti úr véllinni ef mikill flutningur er.

Brottför frá Reykjavík er klukkan 14:30


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2020

Nýtt flugfélag flýgur á Gjögur.

Fyrsta flug Norlandair á Gjögur í dag.
Fyrsta flug Norlandair á Gjögur í dag.
1 af 2

Eftir útboð Vegagerðarinnar í haust fékk Flugfélagið Norlandair úthlutað flugi til Gjögurs og Bíldudals, sem var með lægsta tilboðið. Til stendur að nota nýlega 9 sæta Beechcraft B200 King Air, sem búin er jafnþrýstibúnaði. Jafnframt verður notast við Dash 8-200, sem er 37 sæta, þegar og ef þörf krefur. Að auki býr félagið yfir þremur Twin Otter flugvélum sem þykja einstaklega hentugar við erfiðustu skilyrði á norðurslóðum, en þær vélar notast félagið mest við á Grænlandi.

Norlandair ehf. er í samstarfi við Air Iceland Connect með aðstöðu og farmiðasölu í Reykjavík


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2020

Síðasta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug á Gjögur í dag. Flugfélagið Ernir hafa flogið á Gjögur allt frá árisbyrjun 2007 þegar þeir tóku við af Landsflugi sem hætti alfarið flugrekstri í árslok 2006. En nú næstkomandi mánudag 16 nóvember tekur Flugfélagið Norlandair við.

Ernir hafa þjónað Árneshreppi vel og dyggilega í þessi tæpu 14 ár. Fleira fólk var í hreppnum þegar þeyr byrjuðu flug á Gjögur og því meira að flytja bæði vörur og póst. Og mikið var um farþega þá. Nú síðustu ár


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
Vefumsjón