Varðskipið Þór sækir hvalshræin í Árneshrepp.
Varðskipið Þór kom á tíunda tímanum í morgun i Trékyllisvík og lagði rétt fyrir utan Melavíkina til að fresta þess að draga hvalahræin út, sem ráku að landi aðfaranótt laugardagsins 2 október síðastliðin. Menn á varðskipinu eru með tvo báta til að draga hvalina út, enn hvalirnir eru þungir í sandinum og grjótinu og bátarnir verða að kippa í þá nokkrum sinnum þar til þeir komast á flot. Síðan var farið að nota traktor til að koma dýrunum í flæðarmálið og þá gekk allt betur. Síðan eru hræin dregin út í Þór og hífðir þar um borð á dekkið.
Heimamenn og margir aðrir eru varðskipsmönnum til hjálpar.
Meira





