Veðrið í September 2021.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum eða suðlægum, með skúrum eða rigningu, oft strekkingur, hlýtt í veðri. Þann 7 var skammvinn norðaustanátt með rigningu og súld, svalara veður. Frá 8 til 10 var suðvestanátt og hlýrra í veðri. Þá var frá 11 til 12 norðaustan og austanátt með rigningu og talsvert svalara veðri. Frá 13 til 19 voru suðlægar vindáttir oft nokkuð vindasamt og úrkoma alla dagana og hlýrra í veðri aftur. Frá 20 til 21 var norðan hvassviðri með rigningu eða slyddu. 22 og 23 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu.Frá 24 og til 30 var norðaustan og norðan, hvassviðri, stormur og rok var 26 til 28 með slyddu og snjókomu.
Vindur fór í kviðum í 34 m/s í rokinu þann 28 sem eru 12 vindstig gömul.
Mæligögn:
Meira