Veðrið í Janúar 2021.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðlæg vindátt var fyrstu 5 daga mánaðarins með smá vætu með köflum. Miklar stormkviður voru um kvöldið þann þriðja með úrhellisskúrum. Þann 6 var vestan eða norðvestan hægviðri og þurrt í veðri en frost. Þá var suðlæg vindátt þann 7 með smá snjómuggu um kvöldið og frost. Þann 8 var suðlæg vindátt í fyrstu með hita í +, enn síðan snérist í hæga norðanátt fyrir hádegið með snjókomu og komið hvassviðri um kvöldið með talsverðu frosti. 9 og 10 var vestlæg eða suðlæg vindátt og hægviðri og björtu veðri með talsverðu frosti. Frá 11 og fram til 17 var hægviðri með frosti í fyrstu síðan hita vel yfir frostmarki og úrkomu með köflum. Frá 18 og til 28 var norðan eða norðaustan allhvasst eða hvassviðri með slyddu, snjókomu eða éljum og talsverðu frosti. Þrjá síðustu daga mánaðarins var mest hægviðri með úrkomulausu veðri en talsverðu frosti.
Mánuðurinn var úrkomulítill og mjög kaldur.
Mæligögn:
Meira