Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2021 Prenta

Um 50 hvali rak á land við Melabæina.

Hvalir í Melavík.
Hvalir í Melavík.
1 af 5

Hvalina rak á land rétt austan við Melabæina Mela 2 og Mela 1 í svonefndri Melavík. Þetta virðist vera um fimmtíu Grindhvali að vera að ræða. Það er eins og þeyr hafi ruglast synt í land í hóp, flestir eru dauðir en 3 til 4 voru með lífsmarki þegar fréttamaður var þarna um eittleytið. Það verður útilokað að koma bát að því talsverður sjógangur er þarna og stórgrýtt langt fram.

Lögregla er búin að koma á svæðið og meta aðstæður og lét Umhverfisstofnun vita um hvalrekann. Björgunarsveitir og margir aðrir eru þarna og er verið að athuga hvort hægt sé að gera eitthvað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
Vefumsjón