Enn og aftur rafmagnslaust í Árneshreppi.
Rafmagn fór af norður í Árneshrepp rétt fyrir fimm í dag. Ekki er vitað hvar er bilað. Vitlaust veður er á svæðinu þó sé nú að lægja aðeins. Það
Meira
Rafmagn fór af norður í Árneshrepp rétt fyrir fimm í dag. Ekki er vitað hvar er bilað. Vitlaust veður er á svæðinu þó sé nú að lægja aðeins. Það
Rafmagn fór af Árneshreppi á ellefta tímanum í morgun. Rafmagn komst á aftur á þriðja tímanum í dag. Leit að bilun stóð yfir í um þrjá tíma, enn slitið var við Bólstað í Selárdal í Steingrímsfirði þar sem línan fer uppá Trékyllisheiði. Einnig var þar mikil ísing og sjávarselta á línum sem þurfti að þrífa. Snarvitlaust veður er á svæðinu norðan 20 til 26 m/s í Árneshreppi,
Við Alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara laugardaginn 25. september 2021, verður kjörstaður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður kl. 09.00 og honum lokað kl. 17.00.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Norðlægar vindáttir voru frá byrjun mánaðar og fram til 13, með úrkomulitlu veðri, og hægviðrasamt var. Frá 14 og til 16 voru breytilegar vindáttir, en suðvestan um tíma þann 15, en innlögn (norðan) á kvöldin með þokulofti. Þá var hæg norðlæg vindátt frá 17 til 22, með þokulofti, þoku og smá súld. Frá 23 og til 24 voru breytilegar vindáttir og hægviðri, súld eða rigning. Síðan frá 25 og út mánuðinn var suðvestanátt með lítilsáttar skúrum og hlýju veðri. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr.
Mæligögn:
Í gærkvöldi kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í Litlu-Ávík að yfirfara mælitækin á stöðinni. Í dag 31 ágúst var aðal vinnan í að fara yfir mæla og annan búnað. Hitamælar voru bornir saman og ef munaði tildæmis 0,2 til 0,5 var þeim mælum skipt út. Eins voru varamælar sem eru á stöðinni prufaðir á sama hátt. Einn mælir sýndi 0,8 stigum of mikið, það var lágmarksmælir við jörð, honum var að sjálfsögðu skipt út fyrir nýjan.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dag mánaðarins var suðvestanátt hvöss fram eftir degi og þurru veðri og hlýju. Síðan voru frá 2 fram til 5 voru norðlægar vindáttir með þoku og svalara veðri. Frá 6 til 9 var suðvestanátt með hlýju veðri. Þá var norðan hægviðri með þurru veðri 10 og 11. Heldur svalara. Frá 12 til 26 voru suðlægar vindáttir, oft vindasamt og jafnvel stormkviður, en mjög hlýtt í veðri og úrkomulítið. Síðustu fimm daga mánaðarins voru hafáttir með súld og rigningu í fyrstu og svalara í veðri. Enn hlýrra aftur eftir að stytti upp.
Mæligögn:
Á næstunni opnar ferðaþjónustan Urðartindur í Norðurfirði fjögur ný herbergi. Áður voru þar gömul fjárhús, en framkvæmdir við þessar breytingar hófust vorið 2019.
Með þessari viðbót getur því Urðartindur boðið upp á 8 herbergi
Það er einkennilegt hvað Veðurstofa Íslands gerir lítið í því að fylgjast með sjálfvirku mælunum sínum fyrr en þeyr detta út þá er fyrst farið að pæla í hvað hefur skeð. Eins og með Gjögurflugvöll.
Fyrr í lok vetrar lét veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík vita að rakastigið væri ekki rétt þar og síðan datt það alveg út. Síðan hefur hitastig ekki verið rétt þar heldur í allt vor og sem af er sumri. Veðurstofan hefur verið látin vita af þessu oft af veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá daga mánaðarins með hlýju veðri og smá vætu. 4 til 8 voru mest hafáttir, enn oft hluta dags suðlægar vindáttir og þá var hlítt yfir daginn. Þá voru hafáttir áfram frá 9 til 19 með mikilli rigningu 10 til 11, síðan voru slyddu og eða snjóél og mjög kalt í veðri. Loks snerist til suðlægra vindátta þann 20 og 21 með hlýnandi veðri í bili og úrkomulitlu veðri. Þá gerði skammvinna norðlæga vindátt aftur þann 22 og 23 með svalara veðri, en úrkomulitlu. 24 til 26 var suðvestanátt með úrkomulitlu veðri en mjög hlýju veðri. Hiti fór í 19,1 stig þann 26. Þá var hæg norðlæg eða breytileg vindátt 27 og 28 með þurru veðri. 29 og 30 var hvöss suðvestanátt með stormkviðum og hlýju veðri.
Mánuðurinn var mjög kaldur fram til 20 júní. Jörð mjög þurr og lítil sem engin spretta orðin í lok mánaðar.
Mæligögn:
Ljóðamála á almannafæri er ljóðamyndbandahátíð sem hefst þann 15. júní á N4. Þar er ljóðskáldum og kvikmyndagerðarmönnum stefnt saman til að búa til ljóðahátíð fyrir sjónvarp og net.
Slíkt stefnumót átti upphaflega að verða lítill hluti af stærri ljóðahátíð á Norðurlandi síðasta haust – en nokkrar covid-bylgjur komu í veg fyrir þá hátíð og því ákváðum við að breyta algjörlega um kúrs og leggja frekar alvöru metnað í myndvinnsluna, frekar en að bíða bara eftir að geta lesið upp fyrir framan fólk.
Niðurstaðan varð sjö þátta sería með 14 ljóðskáldum og 7 leikstjórum sem sýnd verður á N4 í sumar, auk þess sem efnið mun einnig birtast á smygl.is í bland við alls kyns viðbótarefni. Sýningar munu hefjast þann 15. júní næstkomandi.
Ljóðskáldin sem koma fram eru eftirfarandi:
Akureyrarskáldin