Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2021

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2021

Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.
Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.

Fréttatilkynning frá Flugfélaginu Ernum.

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu félagsins ernir.is, en fyrsta flug verður á Þorláksmessu. Er þetta samkomulag gert í ljósi þess að eftirspurn í innanlandsflugi hefur dregist mikið saman í Covid-19 faraldrinum og ljóst að flug til Eyja mun ekki hefjast, að óbreyttu, að nýju á markaðslegum forsendum. Að mati ráðuneytisins var því talið nauðsynlegt að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugi til og frá Vestmannaeyjum í vetur á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mjög mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum.

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2021

Líkur á rauðum jólum.

Auð jörð er búin að vera síðan 17.
Auð jörð er búin að vera síðan 17.

Nokkrar líkur eru á að verði rauð jól hér á Ströndum þessi jólin. Ef auð jörð er gefin upp að morgni jóladags eru talin rauð jól. Það er varla að sjá neina úrkomu í spákortum Veðurstofu Íslands, eins er hjá norsku veðurstofunni. Gæti orðið einhver él á morgun, hiti


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. desember 2021

Jólastemning á Erpsstöðum á morgun.

Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00.Mynd Rjómabúið Erpsstaðir.
Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00.Mynd Rjómabúið Erpsstaðir.

Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00. Ætlum að vera með opið á sunnudaginn og notalega stemningu. Nokkrir aðilar verða með bás hjá okkur og pláss fyrir fleiri að vera með.
Verðum með tilboð á ýmsum vörum. Úrval af jólatrévöru frá Ástu Ósk.
Skyrgámur mætir á svæðið kl 16 og heilsar uppá gesti.
Minnum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2021

Veðrið í Nóvember 2021.

Mesta snjódýpt var 9 CM þann 30.
Mesta snjódýpt var 9 CM þann 30.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðarins var norðanátt með slyddu og síðan snjókomu og snjóéljum. 3 til 5 var suðvestanátt með smávegis skúrum, annars þurrt. 6 til 10 voru norðlægar vindáttir og vindasamt og með talsverðri úrkomu. 11 til 13 voru hægar breytilegar vindáttir. 14 til 15 var suðvestan með skúrum eða slydduéljum. Þann 16 var sunnan í fyrstu síðan norðan með slydduéljum. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir og með snjókomu um kvöldið þann 18, og norðaustanátt með snjókomu þann 19. Frá 20 til 22 voru suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri. 23 til 25 voru norðlægar vindáttir með éljum eða snjókomu. 28 til 30 voru hafáttir með snjókomu.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, og oft mikil hálka þegar hitastig rokkar í + hita og niður í – hitastig.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2021

Strandafrakt sækir ullina til bænda.

Kristján hjá Strandafrakt
Kristján hjá Strandafrakt
1 af 2

Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom í dag að sækja ullina til bænda í Árneshreppi. Þetta er ullin eftir haustrúninginn. Þetta er nú orðið lítið aðeins bændur á fjórum bæjum.

Einnig kom Kristján með fóðurbæti


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. nóvember 2021

FRUMDRÖG AÐ HEILSÁRSVEGI YFIR VEIÐILEYSUHÁLS KYNNT.

Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.
Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.

Starfsfólk Vegagerðarinnar kom í Norðurfjörð á Ströndum og kynnti frumdrög að heilsársvegi yfir Veiðileysuháls fyrir sveitarstjórn Árneshrepps. Almenn ánægja með drögin og spunnust áhugaverðar umræður þar sem heimamenn deildu reynslu sinni af snjósöfnun á fyrirhuguðu vegstæði. Einnig voru rædd næstu skref til að bæta vegasamgöngur við Árneshrepp, m.a. gerð vegar yfir Naustvíkurskörð. 

Framundan eru margskonar rannsóknir á Veiðileysuhálsi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2021

Pósturinn Árneshreppi.

Póstkassi.
Póstkassi.

Tilkynning frá Póstinum í Árneshreppi.

Aðeins tekið á móti pósti heima hjá mér í Litlu-Ávík. Koma með bréf og böggla fyrir klukkan 12 á hádegi á þriðjudögum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2021

Mokað í Árneshrepp í allan vetur.

Mynd Vegagerðin.is
Mynd Vegagerðin.is

Á tímabilinu janúar til mars á næsta ári verður þjónusta á Strandavegi í Árneshrepp aukin þannig að vegurinn verður mokaður þegar aðstæður leyfa allt að tvisvar í viku. Ekki hefur verið mokað á þessum tíma nema að beiðni sveitarfélags samkvæmt helmingamokstursreglu frá 5. janúar til 20. mars. Um tilraunaverkefni er að ræða til að mæta óskum um aukna þjónustu. 

Strandavegur er um 80 km langur frá Bjarnarfirði í Norðurfjörð. Vegurinn er að hluta til niðurgrafinn og liggur um þekkt snjóflóðasvæði. Lega og ástand vegarins, auk snjóflóðahættu, veldur því að oft á tíðum er ekki er hægt að moka hann eða halda honum opnum að vetri til, sérstaklega þegar snjóþungt er. Takmörkuð fjarskipti eru einnig á þessari leið sem dregur úr öryggi bæði starfsmanna við vetrarþjónustu og almennra vegfarenda.

Ákveðið hefur verið


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2021

Rafmagn verður tekið af í fyrramálið.

Frá Trékyllisheiði. Mynd OV.
Frá Trékyllisheiði. Mynd OV.

Á morgun fimmtudaginn 11.11.2021 kl. 10:00 veður tekið rafmagn af Árneshreppi vegna tengi vinnu á þriggja fasa streng til Djúpavíkur fram eftir degi, samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík. Verið er að tengja jarðkapal sem lagður var í sumar og haust á syðri hluta Trékyllisheiðar. Eftir þetta er komin jarðkapall alveg til Djúpavíkur og rafmagnsstaurar yfir heiðina lagðir af og sem loftlínur. Þetta er


Meira

Atburðir

« 2025 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Veggir feldir.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Vefumsjón